Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Síða 16

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Síða 16
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR Mynd 2. Litningamynd þar sem búið er að raða litningapörunum upp eftir stœrð. Þrjú eintök eru aflitningi númer21. Mynd 3. Ungur drengur með Downs heilkenni. Ljósmynd: Ari Magg (birt með leyfi Ijósmyndara og foreldra barnsins). af lilningum úr einni frumu drengs með Downs heil- kenni. Börn og fullorðnir með Downs heilkenni eru langt frá því að vera einsleitur hópur þótt þroskamynstur þeirra og ýmis útlitseinkenni séu sérkennandi. Hér á eftir mun ég í stuttu máli fjalla um helstu atriði er ein- kenna þroska, heilsufar og lífslíkur fólks með þetta heilkenni. Einkenni Þroski og vöxtur: Ólíkt mörgum öðrum heilkennum greinist Downs heilkenni yfirleitt mjög snemma, ef ekki strax við fæðingu þá á allra fyrstu dögum. Ráða þar miklu útlitssérkenni (mynd 3); flatt andlitsfall, skásett augu, lítið höfuð með flötum hnakka, húðfell- ingar á hálsi, stök þverrák í lófa, en ekki hvað síst lág vöðvaspenna og of hreyfanleg liðamót. Tvö síðast- nefndu atriðin eiga stóran þátt í því að hreyfiþroski barna með Downs heilkenni er seinni miðað við börn almennt. Að meðaltali byrja þau að sitja ein og óstudd um 12 mánaða aldur og að ganga um 24 mán- aða aldur (4). Vöðvaspennan styrkist með tímanum en samhæfingu hreyfinga er yfirleitt ábótavant fram eflir aldri. Auk þess hættir þeim til einkenna frá stoðkerfi, svo sem ilsigs, ökkla- og hryggskekkju og óstöðugleika efst í hálshrygg, sem getur haft áhrif á hreyfingar og til dæmis heft þátttöku í íþróttum (6). Flest böm með Downs heilkenni ná tökum á tal- máli en þau em yfírleitt sein til máls. Kemur þar margt til. Tungan er stór miðað við munnhol og önnur hlut- föll í andliti, vöðvaspenna í koki og andlitsvöðvum er lág og bömunum veitist erfitt að stjórna talfærunum. Málskilningurinn er oftast betri en máltjáningin og eru börnunum því gjarnan kennd tákn auk venjulegs talmáls. Skert heyrn er algengt vandamál hjá börnum með Downs heilkenni og hefur að sjálfsögðu áhrif á máltökuna (1). Niðurstöður nýlegrar rannsóknar, þar sem heilastofnsmælingar (auditory brainstem poten- tials) voru notaðar við heyrnarmælingar, benda til að 66-89% barna með Downs heilkenni séu með heyrn- arskerðingu er nemur meira en 15-20 dB í að minnsta kosti öðru eyranu (7). Leiðniheymartap getur stafað af meðfæddum göllum á eymm en langvinnar eyma- bólgur geta átt hlut að máli. Vegna þess að miðandlitið er flatt og kokhlustir, hlustir og miðeyru þröng truflast eðlileg hreinsun og loftflæði um eyru og efri loftvegi. Afleiðingin eru tíðari sýkingar en ella, svo sem mið- eyrnabólgur og skútabólgur (1,3,6). Langflest börn með Downs heilkenni eru þroska- heft, en með því er átt við að frammistaða á stöðluð- um greindarprófum er meira en tveimur staðalfrávik- um fyrir neðan meðaltal og félagslegri aðlögunar- færni er áfátt miðað við jafnaldra. Mikil breidd er þó í vitsmunaþroskanum. Einstaka barn mælist með greind nálægt meðallagi en langflest þeirra eru með greindarvísitölu á bilinu 40-55. Downs heilkenni er ein algengasta þekkta orsök alvarlegrar þroskahöml- unar. Misstyrkur kemur yfirleitt fram á greindarpróf- um, styrkleikar í sjónrænni úrvinnslu en meiri frávik í mállegum þáttum (3,8,9). Veikindi á fyrstu mánuðum og árum hafa mikil áhrif á þroska barnanna, þau sem eru veikust og dvelja lengst á sjúkrahúsum taka yfir- leitt hægustum framförum. Styrkur barna með Downs heilkenni felst meðal annars í blíðu og glað- legu viðmóti þeirra. Þau aðlagast oft ágætlega í skóla, eignast vini og geta seinna meir sinnt einföldum störf- um. Erlendis er það vel þekkt að fólk með Downs heilkenni sé ráðið í hin ýmsu störf, svo sem á skrif- stofur, elliheimili. veitingastaði og hótel (1). Rannsóknir á miðtaugakerfi fólks með Downs heilkenni hafa meðal annars sýnt að heili þeirra er 10-20% léttari en almennt gerist, taugafrumur- og taugamót eru færri og heilabörkurinn þynnri á af- mörkuðum svæðum. Einkennandi er að ennisblöð, hluti gagnaugablaða auk litla heila og heilastofns eru hlutfallslega minni en önnur svæði heilans og hefur þetta áhrif á þroskamynstrið (5,10). 16 Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.