Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Page 26

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Page 26
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR Fólk getur beðið tímunum saman eftir að sjá sjald- gœfan fugl, en horfir oft ígaupnir sér þegar það mœtir sérkennilegri manneskju. Eg valdi sem heiti á þessar hugleiðingar mínar spurninguna um hvort einstaklingar með Downs heilkenni séu hluti af heilbrigðisvanda hverrar þjóðar eða hvort líf og að tilurð þeirra sé hluti af menning- arlegum margbreytileika. Fyrir sjálfan mig er svarið auðvelt. Ég hef aldrei litið á mig sem heilbrigðis- starfsmann og meðal annars barist fyrir því að þeir einstaklingar með fötlun sem dvöldust og dveljast á enduhæfingardeild Landspítala Kópavogi, eða hvað sá staður heitir í dag (áður Kópavogshæli), og eru heilir heilsu, fái að flytja þaðan á þeim forsendum að heilbrigt fólk hefur ekkert á spítala að gera. Þegar ég hef verið spurður að því, hvað sé heillandi við að starfa með fólki með þroskahömlun, hefur niðurstaða mín orðið sú að það sé það einstaka tækifæri sem manni auðnast að kynnast fjölbreyti- leikanum í mannflórunni. Surnir virðast hins vegar halda að tilgangurinn með því að umgangast eða vinna með fólki með fötlun sé fólginn í því að lifa á jörðu „svo ósköp trist til að öðlast á himninum sælu- vist“ eins og segir í kvæði þjóðskáldsins. Vissulega er það svo að í slíku starfi upplifir fólk stundum mikla sorg og erfiðleika en einnig mikla gleði og sigra. Fyrir sæluvistinni á himnum hefur fólk síðan ekkert „garantí“ frekar en fyrir fylliríinu í kvæðinu. Því held ég að þeir sem starfa lengi með fólki með þroskahömlun taki sitt forskot á sæluna og njóti þess sem einstaklingurinn býður upp á sem skemmlilegur persónuleiki. Ut af fyrir sig er ekki merkilegt innlegg í þessa um- ræðu hvað ég persónulega eða starfsfólk almennt hefur fyrir sinn snúð í starfsvali sínu, en ég dreg þetta fram hér af því að ég hef í kynnum mínum við mjög marga foreldra, upplifað þetta sama viðhorf og það á ekki síst við um foreldra barna með Downs heil- kenni, sem er einmitt ekki meðal erfiðustu tegunda þroskahamlana. Kallið okkur herra ogfrúr! Hjá hagsmunasamtökum sem vinna að málefnum þroskaheftra í heiminum er mikið rætt um réttmæti ómskoðunar snemma í meðgöngu, með það að mark- miði að finna einstaklinga með Downs heilkenni. Þar á bæjum hafa menn orðið sífellt langleitari vegna þróunar mála innan lífssiðfræðinnar almennt. Lands- samtökin Þroskahjálp taka bæði þátt í alþjóðlegu og norrænu samstarfi. Innan norrænu samtakanna fer nú fram vinna að sameiginlegri stefnumörkun um þessi mál, sem væntanlega verður tekin til umræðu og samþykktar á fundum samstarfsfélaganna í Sví- þjóð á þessu ári. Með því markverðasta sem gerst hefur í réttinda- baráttu fólks með fötlun tel ég vera að fatlaðir sjálfir, þar með talið fólk með þroskahömlun, hafa í auknum mæli farið að tala sínu eigin máli. A ráðstefnu einni um málefni þroskaheftra sem bæði var sótt af fólki með fötlun og fólki án fötlunar var umræða um hvað þroskaheftir vildu láta kalla sig. Spurningunni var svarað af einstaklingi með Downs heilkenni: „Kallið okkar herra og frúr!“ Þeirra boðskapur er skýr. Þau hafa óskað eftir að fá aðstoð við að gerast virkir þátt- takendur í hinu venjubundna lífi og umfram allt að takmarkanir þeirra væru virtar og viðurkenndar án þess að þau væru af þeim sökum álitin óæðri eða gölluð. Enginn þeirra hefur óskað eftir í mín eyru að hafa ekki fæðst. Lokaorð Okkur er vandi á höndum. Öll höfum við skilning á því að foreldrar óska þess heitast af öllu, að börn þeirra séu frísk og án fatlana, ekkert er eðlilegra. Við sjáum fram á tækni sem komið getur þar að notum en tilurð þeirrar tækni ógnar einnig ýmsum gildum sem eru okkur nauðsynleg. Um sumt minnir þessi þekk- ing okkar á kjarnorkuna þar sem á togast notagildi og óttinn vegna afleiðingar þekkingarinnar. Aður en við tökum ákvarðanir, sem skipta sam- félagið og einstaklingana sem það byggja miklu, þurf- um við að ákveða hvaða spurninga við þurfum að spyrja. Við erum einfaldlega á því stigi núna. Þar á eftir þurfum við leita svara sem víðast. 26 Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.