Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Side 27

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Side 27
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR Samfélagið og fötluð börn Stuðningur í íslensku samfélagi við fötluð börn og foreldra þeirra Inngangur Þór G. Þórarinsson' Ævar H. Kolbeinsson 2 Höfundar eru ‘framkvæmdastjóri og 2félagsfræðingur hjá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi. Fyrirspumir, bréfaskipti: Þór G. Þórarinsson, Ævar H. Kolbeinsson Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi, Digranesvegi 5,200 Kópavogi. Sími: 525 0900; netfang: smfr@smfr.is Lvkilorð: fötlun, félagsleg þjónusta, Downs heilkenni Það er öllum ljóst sem til þekkja að stuðningur sam- félagsins við fötluð börn og foreldra þeirra hefur auk- ist á síðastliðnum árum. í flóknu nútímasamfélagi er hins vegar hætt við að þessi vettvangur samfélagsins sé framandi foreldrum sem eignast fatlað barn og þeim sem ekki þekkja til mála. Hér á eftir verður í stuttu máli rætt um hvað ís- lenskt samfélag getur boðið fötluðum börnum og að- standendum þeirra. Stiklað verður á stóru og til- greindir helstu þjónustuþættir sem standa til boða. Börn með fötlun eru eins og annað fólk, einstæðar persónur með ákveðnar þarfir og óskir. Fötlun getur verið af margvíslegu tagi og æskilegast er að sérsníða stuðninginn að þörfum hvers einstaklings. Börn með sömu fötlun hafa um margt svipaðar þarfir og hér verður tekið mið af börnum með Downs heilkenni. Efnisumfjöllun ber keim af því sjónarhorni sem höf- undarnir líta frá á sínum vinnustað, sem er Svæðis- skrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi. Þróun mála Lögum um málefni fatlaðra frá 1983, sem komu í kjölfar laga um málefni þroskaheftra frá 1979, var ætlað að bæta úr brýnni þörf varðandi réttindamál og nauðsynlega þjónustu við fólk með fötlun. Markmið núverandi laga frá 1992 er það sama og fyrri laga: Að tryggja fötluðum jafnrétti og sambærileg lífskjör á við aðra þjóðfélagsþegna og skapa þeim skilyrði til að lifa eðlilegu lífi (1). Góð upplýsingamiðlun er grundvallaratriði Það er ákaflega mikilvægt fyrir foreldra að þau fái greinargóðar upplýsingar um það stuðningsnet sem samfélagið býður þeim og barni þeirra upp á. Það er hlutverk ráðgjafa og fagfólks að miðla þessum upp- lýsingum í framhaldi af greiningu. Þjónusta við fötluð böm er í höndum mismunandi aðila svo sem Grein- ingar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, Tryggingastofnun- ar ríkisins, svæðisskrifstofu og félagsþjónustu við- komandi sveitarfélags. Það er hlutverk viðkomandi fagfólks að samræma vinnubrögð sín svo að þjónustan sé sem aðgengileg- ust fyrir foreldra og börn og nýtist þeim sem best. Það er lykilatriði að foreldrarnir fái í upphafi skýra og einfalda leiðsögn varðandi þá þjónustu sem þeir eiga rétt og/eða kost á. Það er einnig nauðsynlegt að þeim sé veitt innihaldsrík ráðgjöf varðandi uppeldi bams- ins og möguleika þess í samfélaginu. ENGLISH SUMMARY Þórarinsson ÞG, Kolbeinsson ÆH The community and children with disabilities. Support in lcelandic society for children with disabilities and their parents Læknablaöið 2001; 87/Fylgirit 42: 27-9 The paper gives an overview of available support and services in lceland for children with disabilities and their families with particular emphasis on the current situation for individuals with Down's syndrome. The aim of the lcelandic Act on the Affairs of the Handicapped no 59/1992 is “to ensure to the handicapped equality and living conditions comparable with those of other citizens and to provide them with conditions that enable them to lead normal life”. The authors present various kinds of services that are offered, including respite-care, support for families and financial support. Icelandic children with handicap also have essential rights in relation to schooling, and certain paragraphs in the laws on education refer to their special needs. Residential opportunities are also discussed in the paper. It is clear that most services in question have improved considerably during the last two decades, but further improvement is needed. The waiting time for housing at a group home or a service flat is now three to five years. In conclusion the authors emphasise the importance of progress through effective collaboration between all service providers and users. Key words: disability, community services, Down's ■syndrome. Correspondence: Þór G. Þórarinsson executive director, Ævar H. Kolbeinsson sociologist, Regional Office on the Affaris of the Handicapped in Reykjanes. E-mail: smfr@smfr.is Áskoranir og styrkir Þær áskoranir sem uppeldi fatlaðra barna hafa í för með sér eru oft mjög krefjandi en reynslan hefur sýnt að uppalendur verða oft sterkari manneskjur fyrir vikið og öðlast dýrmæta lífsreynslu og nýja sýn á lífið og tilveruna. Fötluð börn eru með sömu þarfir önnur börn en þau eru einnig með sinn sérstaka persónuleika sem birtist í hæfileikum þeirra og óskum. Það er engin ástæða til annars en vænta þess að framtíð fatlaðra barna geti orðið jafn björt og innihaldsrík og framtíð ófatlaðra barna. Læknabladið 2001/87/Fylgirit 42 27

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.