Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Page 29

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Page 29
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR Skólaganga Samkvæmt gildandi lögum eiga fötluð börn rétt lil náms með viðeigandi stuðningi á öllum stigum skóla- kerfisins. • í lögum um leikskóla segir að börn sem vegna fötl- unar sinnar þurfi á sérstakri aðstoð að halda skuli fá hana innan leikskólans undir handleiðslu sér- fræðinga (7). • I lögum um grunnskóla er kveðið á um að skólinn skuli leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins (8). • I lögum um framhaldsskóla segir að veita skuli fötluðum nemendum kennslu og sérstakan stuðn- ing í námi. Ef þurfa þykir skal veitt sérfræðiað- stoð, einnig er tilgreint að fatlaðir skuli stunda nám við hlið annarra nemenda eftir því sem kost- ur er (9). Búseta í lögum um málefni fatlaðra segir að fatlaðir skuli eiga rétt á búsetu í samræmi við þarfir þeirra og óskir eftir því sem kostur er. Viðeigandi búseta getur til dæmis verið á sambýli eða í íbúð með viðeigandi stuðningi. Sambýlum og þjónustuíbúðum hefur fjölg- að verulega á undanförnum árum og samkvæmt áætl- un félagsmálaráðuneytis verður unnið skipulega að því á næstu árum að mæta þörfum þeirra sem eru á búsetubiðlista. Atvinna Fólk með fötlun á nú kost á margvíslegri atvinnu eða dagtilboðum eftir hæfni og áhuga. Samkvæmt lögum um málefni fatlaðra eru starfræktar sérstakar hæf- ingarstöðvar til að auka hæfni fatlaðra til starfa og þátttöku í daglegu lífi. Einnig eru starfræktir vernd- aðir vinnustaðir og starfsþjálfunarstaðir. Nú er orðið sífellt algengara að fólk með fötlun vinni á almennum vinnumarkaði með tilheyrandi stuðningi. Reynslan af slíkri atvinnuþátttöku til dæmis á vegum Svæðis- skrifstofu Reykjaness er mjög góð. Lokaorð Óhætt er að segja að lífskjör og þátttaka fólks með fötlun í íslensku samfélagi hafi tekið stakkaskiptum undanfarna tvo áratugi. Foreldar fatlaðra barna geta nú gert ráð fyrir að börn þeirra fylgi hliðstæðu lífs- mynstri og ófatlaðir jafnaldrar þeirra. Þau fari í leik- skóla, grunnskóla og framhaldsskóla, flytji að heim- an, fari í vinnu og séu almennt virkir þátttakendur í samfélaginu. Engu að síður skortir talsvert upp á að fötluð ungmenni eigi sama val og ófatlaðir jafnaldrar þeirra á ýmsum sviðum svo sem hvað varðar búsetu. Almennt má segja að biðtími eftir búsetu á sambýli sé nú þrjú til fimm ár. Ef um mjög sértækar þarfir er að ræða getur biðin orðið talsvert lengri. Lögð hefur verið áhersla á að byggja upp þjónustunet sem gerir ungu fötluðu fólki mögulegt að búa í foreldrahúsum eða sjálfstætt með viðeigandi stuðningi. Þessi stuðn- ingur, svo sem í formi liðveislu, eykur möguleika þessa fólks og aðstandenda þeirra til þátttöku í sam- félaginu á sömu forsendum og aðrir þjóðfélagsþegn- ar hafa. Skammtímadvöl að heiman og sumardvöl eru oft mikilvægir áfangar á Ieið til sjálfstæðrar bú- setu. Til að tryggja áframhaldandi árangur og fram- þróun í málefnum fatlaðra verða allir hlutaðeigandi aðilar; foreldrar, fagfólk og fólk með fötlun að standa vörð um réttindi fatlaðra og ryðja braut til frekari framfara. Það er hægt að gera á margvíslegum vett- vangi svo sem í daglegu lífi og í fræðilegri umræðu. Svæðisskrifstofa Reykjaness tekur nú þátt í fjölþjóð- legu samstarfi varðandi þróun og notkun mælikvarða á lífsgæðum fatlaðra. Fyrstu áfangar lofa góðu og gefa til kynna góða stöðu mála varðandi lífsgæði fatlaðra þjónustuþega hjá Svæðisskrifstofu Reykja- ness (10). En lil þess að markmið laga um málefni fatlaðra verði að veruleika í lífi fólks með föllun þarf að efla þjónustuna sem og almennan skilning í sam- félaginu á réttindum og möguleikum þessara ein- staklinga. Heimildir 1. Lög um málefni fatlaöra nr. 59/1992. 2. Gæðahandbók Svæöisskrifstofu Reykjaness. 2. útg. Kópavog- ur: Svæöisskrifstofu Reykjaness; 2001. 3. Stuðningur viö fötluö og langveik börn. Reykajvík: Trygginga- stofnun ríkisins; 1997. 4. Reglugerð um þjónustu viö fötluð börn og fjölskyldur fatlaðra nr. 155/1995. 5. Heimasíða Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi: www.smfr.is 6. Annerén G, Johansson I, Kristianssson I-L, Sigurðsson F. Downs-heilkenni. Reykjavík: Pjaxi ehf.; 2000. ISBN 9979- 9315-1-5. 7. Börnin okkar. Börn með Downs heilkenni. Reykjavík: For- eldrar barna með Downs heilkenni; 1996. ISBN 9979-60-246-5. 8. Lög um leikskóla nr. 78/1994. 9. Lög um grunnskóla nr. 66/1995. 10. Lög um framhaldsskóla nr. 80/1996. 11. Halldórsson A og starfshópur Svæðisskrifstofu. Mat fatlaðra þjónustuþega á eigin lífsgæðum, þróun aðferðar. Kópavogur: Svæðisskrifstofa Reykjaness; 1999. Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42 29

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.