Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Qupperneq 30

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Qupperneq 30
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR Af sjónarhóli félagsfræði og fötlunarfræða Er lífið þess virði að lifa því fatlaður? Dóra S. Bjarnason Höfundur er félagsfræðingur, dósent við KHÍ. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Dóra S. Bjarnason Kennaraháskóla íslands, v/Stakkahlíð, 105 Reykjavík. Sími: 563 563 3828; netfang: dora@khi.is Lykilorð: fötlun, félagsfrœði, stimplun, eigiiullegar rannsóknir, fósturgreining. Prologus Við sitjum við kvöldverðarborðið í leiguíbúðinni minni í Kaupmannahöfn, að lokinni dýrindis máltíð. Pað er hátíð í bæ. Þrír ungir menn, tveir rúmlega tvítugir, sá þriðji nokkru eldri, eru að ljúka ársdvöl við danskan lýðháskóla. Þeir hafa frá mörgu að segja. Þeir hafa ferðast til Prag og Barcelona og Tokýó með skólanum, kynnst listum og menningu, ferðast um Danmörku, stundað íþróttir og hefðbundnar skóla- greinar. Þyngra vegur þó, að þeir hafa eignast marga góða vini, og lært að lifa með mannlegum marg- breytileika. Einn þeirra segist hafa lært „að gefa og þiggja á nýjan hátt“. „Ég er ekki lengur hræddur við að játa mig vanmáttugan eða hjálparþurfi ef því er að skipta,“ segir hann brosandi. Annar, sonur innflytj- anda, segir: „Það besta við skólann var að ég upplifði aldrei að ég væri neitt öðruvísi en hinir. Við vorum öll bæði litblind og blind á fötlun. Við höfum deilt lífi okkar og runnið saman í ævintýralegri fjölbreytni, lært, skemmt okkur og notið samvistanna. Ég hef þroskast mikið á þessum tíma.“ Sá þriðji brosir út að eyrum. Hann talar ekki, en syngur af gleði, sýnir myndir af skólaverunni, bendir á vini frá Færeyjum, Japan, Uganda og Danmörku. Af myndunum að dæma hefur hann bersýnilega haft lag á að koma sér í mjúkinn hjá fallegustu stelpunum. Loks dregur hann fram disk með tónlist sem hann hefur sjálfur samið, stígur dans eftir hljóðfallinu og syngur með sinni skrítnu en músíkölsku rödd. Framtíðin bíður ungu mannanna. Einn stefnir á Háskóla Islands, ann- ar á Konunglega danska lífvörðinn, og síðan læknis- fræði við Kaupmannahafnarháskóla, en sá þriðji heldur senn út í íslenskt atvinnulíf. Hann verður þar sjálfboðaliði, ef einhver vill vera svo góður að gefa honum tækifæri, að öðrum kosti bíður hans ekki ann- að en varamannabekkur í íslensku þjóðfélagi. Þeir ætla að búa saman í Reykjavík næsta vetur. Þeir tveir sem ekki eru fatlaðir munu hjálpa hinum þriðja að finna sér farveg á Islandi. Ég segi þeim að ég hafi verið beðin um að skrifa grein um lífsgildi og fötlun frá félagsfræðilegu sjónar- horni. Umræðuefnið verður sú umræða sem nú er uppi á íslandi og víðar: Ber að eyða fóstri efgrunur leikur á að það sé skadtiað? Hláturinn dvín. Einhlítt svar er ekki til við þessari spurningu. Við verðum ekki sammála. Einn spyr hvort rökin með slíkum fóstureyðingum séu ekki í ætt við röksemdir þeirra sem aðhylltust Eugenics stefnuna mannakynbóta- stefnuna) sem var útbreidd víða í hinum vestræna heimi um og eftir aldamótin 1900, eða þá kynbóta- ENGLISH SUMMARY Bjarnason DS From the perspectives of sociology and disability studies: Is life worth living if you have a dlsability? Læknablaðið 2001; 87/Fylgirit 42: 30-5 The article deals with this question from the perspectives of sociology and disability studies. First, it reviews sociological approaches to deviance. In particular it looks at Durkheim's interpretation of deviance, Erikson’s explanations of the invention of deviance amongst 16th and 17th century Puritans, and Goffman's concept of stigma. These suggest that deviance is necessary for a society to confirm social norms and keep the society together, but labeling may result in excluding the labeled person, to the point of denying him or her basic human rights, including the right to live or be born. Then the article turns to explain basic theoretical perspectives of disability studies. Disability studies employ "the social model of disability", placing the "disablement" in the realm of society, its values and politics. It is not the impairment as such that produces disability, but the way impairment is interpreted and met by society. This perspective is in direct opposition to "the medical model”, sometimes called "the individual model of disability”, which places the disablement in the individual and his or her deficit. From the point of view of disability studies the question whether or not life is worth living is almost a non-question. Disability studies deal with different questions, such as how can one improve the quality of life of persons labeled •disabled and how can one alter society so as to accommodate persons with impairment as participating and equal. The article discusses examples from a new qualitative study of young disabled adults in lceland and their experiences of impairment and disability. The article concludes that disability is neither measles nor a synd- rome, it is a social phenomenon that may de-humanize a labeled person to the point of withdrawing even the right to life, or the right to be born. Finally the article recommends a highly conservative approach to the moral dilemma of who shall live and who shall die or not be born, and on what basis to pose and decide such questions. Key words: disability, sociology, stigma, qualitative research, prenatal diagnosis. Correspondence: Dóra S. Bjarnason associate professor, lceland University of Education. E-mail: dora@khi.is 30 Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.