Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Page 37

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Page 37
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR Hnakkaþykkt fósturs og fósturgallar Með ómskoðun við 11-13 vikna meðgöngu og hnakkaþykktarmælingu má meta líkur á litningagalla fósturs (2). Ef hnakkaþykkt fósturs er aukin eru meiri líkur á litningagalla fósturs samanborið við litla hnakkaþykkt. Miðað við að jákvæð svör verði um 5 % og þar af leiðandi 5 % tíðni inngripa, má búast við greiningu allt að 70% þrístæðu 21 tilfella (3). Hafa ber í huga að aldur móður vegur þungt í þessum lík- indareikningi. Ef móðirin er orðin fertug er ólfklegt að lítil hnakkaþykkt geti minnkað líkur á litninga- galla fósturs svo einhverju nemi, einfaldlega vegna þess að aldur móður vegur svo mikið að hann gefur mikil líkindi á iitningagöllum frá upphafi. Ef hnakka- þykkt fósturs er aukin eru einnig auknar líkur á hjartagöllum fósturs (4). Ef líkindamat er aukið eftir hnakkaþykktarmælingu er foreldrum gefinn kostur á rannsókn á litningagerð fósturs, annað hvort með fylgjuvefssýni eða legvatnsáslungu. Ef litningagerð fósturs er eðlileg en hnakkaþykkt aukin er mælt með hjartaómun við 18-20 vikur, sem framkvæmd er af barnahjartalæknum. Ef litningagerð fósturs er óeðli- leg eða alvarlegur hjartagalli til staðar geta verðandi foreldrar óskað eftir að binda enda á meðgönguna. Lífefnavísar í sermi móður og hnakkaþykktarmæling Varðandi skimun fyrir litningagöllum með lífefna- vísum vísast í grein Guðlaugar Torfadóttur og Jóns Jóhannesar Jónssonar í Læknablaðinu í maí 2001 (5). Skimun fyrir litningagöllum fósturs með lífefnavísum af ýmsu tagi hefur erlendis aðallega verið boðin á öðrum þriðjungi meðgöngu, en síðustu árin hefur skimunin færst fram á fyrsta þriðjung meðgöngu. Skimun með lífefnavísum á fyrsta þriðjungi með- göngu getur leitt til greiningar á 60-70% tilfella þrí- stæðu 21 (5) en ef hnakkaþykktarmælingu er bætt við getur það leitt til greiningar á allt að 89% þrístæðu 21 tilfella (6). Samþætt ómskoðun og mæling lífefnavísa er því besta aðferðin, með hæst næmi (sensitivity) til að skima fyrir lilningagöllum fósturs. Staðan á íslandi í dag Nú er öllum konum 35 ára og eldri boðið að fara í leg- vatnsástungu við 15 vikna meðgöngu til greiningar á litningagerð fósturs. Langflestar konur í þessum aldurshópi hafa nýtt sér þennan valkost. Aldurssam- setning verðandi mæðra hefur breyst frá því skimun hófst, þannig að nú er þessi hópur um 12-13% í stað 5% eins og var árið 1978 þegar skimun hófst. Árið 1995 var þannig framkvæmd 451 ástunga og tvö til- felli greindust af þrístæðu 21 á fósturstigi. Búast má við að allt að 1% kvenna missi fóstur í kjölfar leg- vatnsástungu og því hafi fjögur til fimm heilbrigð fóstur tapast við greiningu á tveimur fóstrum með þrístæðu 21 þetta árið. Af þessum tölum er ljóst að brýnt er að nýta aðrar leiðir en aldur móður ein- göngu til að meta líkur á litningagöllum fósturs og fækka óþarfa inngripum og þar með fósturlátum heil- brigðra fóstra. Mæling lífefnavísa hefur ekki verið gerð hér á landi nema í takmörkuðum mæli. Hér var megináherslan jafnan á ómskoðun við 18-20 vikna meðgöngu, sem ekki gefur nema takmarkaðar upp- lýsingar um líkur á litningagalla. Þegar ný tækni, hnakkaþykktarmæling við 11-13 vikna meðgöngu kom til, kynnti starfsfólk fósturgreiningardeildar kvennadeildar sér þessa nýjung í ómskoðun. Allir starfsmenn deildarinnar hafa nú réttindi til hnakka- þykktarmælinga samkvæmt leiðbeiningum frá Fetal Medicine Foundation (2). Síðastliðin tvö ár hefur konum, sem koma í viðtal til undirbúnings fyrir leg- vatnsástungu, verið boðið að fara í hnakkaþykktar- mælingu og fá líkindamat með tilliti til litningagalla fósturs. Ef líkindamatið var hagstætt, það er að segja að líkur á litningagalla fósturs voru mun minni en aldursbundnar líkur sögðu til um, voru margir verð- andi foreldrar tilbúnir að endurmeta afstöðu sína til legvatnsástungu og hætta við ástungu ef líkur á litn- ingagalla voru litlar. Verðandi foreldrar fengu ráð- gjöf um næmi prófsins og voru upplýstir um, að hér er um líkindamat að ræða en ekki endanlega niðurstöðu varðandi litningagerð fósturs eins og þegar legvatns- ástunga er gerð. Á þessum tíma hefur reyndin orðið sú að legvatnsástungum fækkaði um 200 á ári, sem þýðir að tveimur fósturlátum heilbrigðra fóstra var sennilega forðað (7). Með samþættu líkindamati, þar sem bæði er notast við hnakkaþykkt og lífefnavísa, verður árangur enn betri. Samkvæmt rannsókn Kevin Spencers og félaga (8) þar sem samhæfð notkun lífefnavísa og hnakkþykktarmælinga var gerð, var fjöldi falskt neikvæðra eitt tilfelli af 4088. Alþjóðlegar ályktanir Á vefi landlæknisembættisins (9) er að finna tilmæli frá Ráðherranefnd Evrópuráðsins til aðildarríkjanna um forburðarerfðaskimun, forburðarerfðagreiningu og erfðaráðgjöf þeim tengda, sem samþykkt var 21. júní 1990 (Recommendation No. R (90) 13 of the Committee of Ministers to member states ort prenatal genetic screening, prenatal genetic diagnosis and associated genetic counseUing) (10) en þar stendur meðal annars: „Ráðherranefndin álítur að konur á barneignaaldri og pör eigi að upplýsa að fullu og fræða um það hvar þessar aðferðir eru tiltækar, um ástæður þess að þeim er beitt og um hættur sem þeim eru samfara." Einnig er á vefi landlæknisembættisins ályktun Ráðherranefndarinnar um erfðaprófanir og erfðaskimun í heilbrigðisskyni (Recommendation No. R (92) 3 ofthe Committee ofMinisters to member states on genetic testing and screening for healtlt care purposes) (11) sem samþykkt var 10. febrúar 1992. Þar stendur meðal annars: „Ráðherranefndin gefur því gaum, að það ætti að vera markmið hvers lands að bjóða borgurum sínum óvilhallan aðgang að Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42 37

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.