Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Side 40

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Side 40
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR Verðandi móðir fœr ráðgjöf á kvennadeild Landspílala Hringbraut. Ljósm.: Lárus Karl Ingason. um sé gerð grein fyrir að fóstrið sé skoðað með tillili til fósturgalla. Margar konur líta ekki á ómskoðun sem skimpróf heldur sem fjölskylduatburð og tæki- færi til þess að sjá barnið (4,5) og vita ekki alltaf hvað getur fylgt í kjölfar slíkrar skoðunar eins og orð þess- arar móður sýna: „ Við vorum bara glöð yfir að fá myndir af barninu og sjá þœr, maður gerði sér ekki grein fyrir áður en maðurfór í sónarinn að maður var að fara í fósturgreiningu... ég œtlaði aldrei að taka þátt í svona rannsóknum eða þess háttar sem myndi í rauninni setja mann íþessispor.“ (1). Greining - áfall - reynsla Sandelowsky og Jones (6) tóku viðtöl við 15 konur og 12 eiginmenn þeirra sem lýstu reynslu sinni af því að verðandi barn þeirra greindist með fósturgalla. Foreldrarnir lýstu áfalli, ringulreið og sorg og hvernig hugsanir um draumabarnið sem þá dreymdi um í upphafi meðgöngu breyttust og þeir þurl'tu að takast á við tilfinningar og sársaukann sem því fylgdi. I kjölfar greiningarinnar hættu foreldrarnir að skynja meðgönguna sem eðlilegt ferli. íslensku foreldrarnir lýsa reynslu sinni á svipaðan hátt. Það var þeim mikið áfall þegar fósturgallinn greindist og hvernig þeim var sagt frá honum. Þegar fósturgalli greinist eru foreldrar í mikilli þörf fyrir stuðning, skilning og upplýsingar. Það kom fram hjá þeim að þörf væri á áfallahjálp. Faðir lýsti því þannig: „Petta er ofboðslegur dómur, svipað ogfangi sem fœr dauðadóm... þarna verður áfallið, verulegt áfall þú dettur þarna niður... alveg bara hrapar lengst ofan í gröfog eftir það eru öll önnur áföll minni. “(1). Ákvördunin - barnið - foreldrarnir í þessu sálarástandi þurfa foreldrar að taka ákvörðun í kjölfar greiningarinnar, sumir velja fóstureyðingu en aðrir velja að eignast barnið. Rannsóknarniðurstöður styðja að foreldrar telja yfirleitt betra að vita um fósturgalla á meðgöngu þrátt fýrir að sú lífsreynsla hafi djúpstæð áhrif á nteðgönguna og líf þeirra (1,6-8). Islensku foreldrarnir komust allir að þeirri niðurstöðu að það hefði verið belra að vita unt fósturgallann á meðgöngunni til þess að geta tekið ákvörðun og undirbúið sig. Ein móðirin sagði: „Það þýðir ekki að loka hleranum á þetta líf sem bíður þín ... og maður þurfti sjálfur bara að undirbúa sig undir þetta. “ (1). Upplýsingar - tími - stuðningur við ákvörðun Eftir greiningu fósturgalla þurfa foreldrar að taka af- gerandi ákvarðanir varðandi það sem þeir hafa oft enga sérþekkingu á. Vilhjálmur Arnason (9) segir að fagleg þekking heilbrigðisstarfsfólks sem miðluð er af ábyrgð og heilindum sé þá forsenda þess að fólk geti nýtt sér valfrelsi sitt. Hann bendir einnig á að erfiðasti þátturinn við upplýst samþykki skjólstæðings sé að fagmaðurinn hefur jafnan í hendi sér hvað skjólstæð- ingurinn fær að vita og hvað ekki. Hlutverk heilbrigð- isstarfsmannsins er því mjög krefjandi og erfitt. Rannsókn Chitty og félaga (7) greinir frá reynslu fimm hjóna sem ákváðu að meðgöngunni skyldi haldið áfrant eftir að alvarlegir fósturgallar höfðu greinst. Þar kom frani að foreldrunum var sérlega mikilvægt að þeim væri gefinn tími til að taka ákvörð- un í rólegu umhverfi og að þeim væri boðinn annar tími til frekari viðræðna eftir þörfum. Edwins (8), sem rannsakaði reynslu fimm mæðra sem völdu að eignast börn sín sem greindust með Downs heilkenni segir að um það bil 50 hjón í Bret- landi sem standa í þeim sporum taki árlega þá ákvörðun að eignast barnið. I rannsókninni upplifðu mæðurnar bæði stuðning og stuðningsleysi. Þær upp- lifðu stuðning þegar sjálfræði þeirra var viðurkennt og ákvörðunin virt án þrýstings. Orð móður í rann- sókn Edwins lýsa að henni finnst heilbrigðiskerfið ekki gera ráð fyrir henni né ákvörðun þeirra hjóna. „ Við vorum alveg einstök í þeirra augum og þau voru illa undirbúin. Allir aðrir höfðu valið fóstureyðingu - við vorum frá annarri plánetu. Eg reyndi að finna einhvern sem hafðiþessa reynslu en égfann engan." Lífsviðhorf - trú - bakgrunnur Rannsóknir benda lil að ýmsir þættir hafi áhrif á þá ákvörðun foreldra að eignast barnið þrátt fyrir grein- ingu fósturgalla til dæmis trúarskoðanir, aldur, hvort um einbura er að ræða eða tvíbura þar sem annar er heilbrigður, siðferðisgildi, persónuleg reynsla til dæmis af fötluðu fólki, að „sjá“ fóstrið hreyfa sig á skjánum og hjartað slá, jafnvel eftir ófrjósemi, og stuðningur og viðbrögð frá fjölskyldu og vinum (1,7,8,10). Hugrenningar íslensks föður gefa til kynna að hann vill ekki axla ábyrgðina heldur láta lífið hafa sinn gang: „Annaðhvort deyr barnið... en þá myndi það vera það sem myndi deyja... ekki við sem mynd- um deyða það, eða það myndi lifa og þá vœri þetta bara allt gróði.“(\). 40 Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.