Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Side 53

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Side 53
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR fóstra með þrístæðu 21 enda hvort sem er í fósturláti af sjálfu sér. Hvernig þessum konum líður á meðan beðið er svara og hvaða spor það getur markað í til- finningalífið, læt ég ósagt að öðru leyti en því, að viss- ar rannsóknir benda til, að mikill meirihluti þeirra hafi viðvarandi kvíða gagnvart meðgöngu síðar meir (5). Sumar munu allavega fyllast „angistarfullri þörf fyrir fullvissu“ með endalausum óskum um rann- sóknir og greiningu til að slá á tilvistarótta framtíðar- innar. Þar er enn eitt dæmið um það, hvernig heil- brigðisþjónustan undir oki tækninnar venur óviljandi æ fleiri skjólstæðinga undir sig í stað þess að gera þá sjálfbjarga og sjálfum sér næga. Auk þessa má reikna með, að í þeim atgangi, sem því fylgir að finna fjögur til fimm Downs heilkenni ár- lega með aðferðinni, missi ein til tvær konur heilbrigð fóstur í kjölfar fylgjusýnistöku eða legvatnsástungu (6,7). Valið er erfitt og ábyrgðin mikil. Betur væri að við sýndum auðmýkt og færum ekki fram úr sjálfum okk- ur. Hefðum siðvitið með í för og vektum ekki upp tæknidrauga, sem við getum ekki kveðið niður. Heimildir 1. Press N, Browner CH. Why women say yes to prenatal diag- nosis. Soc Sci Med 1997; 45: 979-89. 2. Lippman A. Prenatal genetic testing and screening: construc- ting needs and reinforcing inequities. Am J Law Med 1991; 27: 15-50. 3. Tymstra T. The imperative character of medical technology and the meaning of “anticipated descision regret”. Int J Technol Assess Health Care 1989; 5: 207-13. 4. Nicolaides KH, Heath V, Liao AW. The 11-14 week scan. Best Pract Res Clin Obstet Gynaecol 2000; 4: 581-94. 5. Baillie C, Smith J, Hewison J, Mason G. Ultrasound screening for chromosomal abnormality: Women's reactions to false positive results. Br J Med Psychol 2000; 5: 377-94. 6. Tabor A, Philip J, Madsen M, Bang J, Obel EB, Norgaard- Pedersen B. Randomised controlled trial of genetic amniocentesis in 4046 low-risk women. Lancet 1986; 1: 1287- 93. 7. Rhoads GG, Jackson LG, Schlesselman SE, de la Cruz FF, Desnick RJ, Golbus MS, et al. The safety and efficacy of chorionic villus sampling for early prenatal diagnosis of cytogenetic abnormalities. N Engl J Med 1989; 320: 609-17. Ábyrgðin.© Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir. Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42 53

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.