Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Page 54

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Page 54
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR Kerfisbundin leit að fóstrum með Downs heilkenni Sögulegur bakgrunnur, vísindaleg þekking og siðfræði Linn Getz Höfundur er læknir. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Linn Getz, skrifstofu starfsmanna- mála Landspítala háskóla- sjúkrahúss, Eiríksgötu 5,101 Reykjavík. Sími: 560 1000; netfang: linngetz@landspitali.is Lykilorð: fósturgreining, skimun, siðfrœði, ómskoðun í meðgöngu, ráðgjöf, Downs heilkenni. Samantekt Heilbrigðiseftirlit með ófæddum börnum er flókið og margþætt viðfangsefni. Við stöndum frammi fyrir nýrri læknisfræðilegri tækni þar sem aðalmarkmiðið er að koma í veg fyrir þjáningar, en þessi tækni vekur einnig upp fjölda spurninga sem tengjast siðfræði og tilvist mannsins. Inngrip (ástungur) við fósturgrein- ingu leiða meðal annars stundum til þess að heilbrigð fóstur deyja á meðgöngu. Til þess að geta skilið vinnulagið sem viðhaft er við fósturgreiningu í hinum vestræna heimi í dag, er nauðsynlegt að þekkja tæknilega hlið málsins og sögulegar forsendur þess. Raunverulegur skilningur á því hvernig fólk upplifir fósturgreininguna, krefst þekkingar og kenninga á öðrum fræðasviðum en læknisfræði. Ef heilbrigðis- starfsfólk og almenningur þróa með sér dýpri skiln- ing á hinum ýmsu og erfiðu hliðum fósturgreiningar er minni hætta á að tæknin valdi ófyrirséðum skaða. Inngangsorð í þessari grein verður fjallað um hvaða þýðingu boð um fósturgreiningu getur haft fyrir hina venjulegu konu um þessar mundir eða í nánustu framtíð. Áhersla er lögð á ómskoðun snemma á meðgöngu (í vikum 11-14, sem nefnd er snemmskoðun) þar eð sú aðferð er ný og víða um heim er verið að meta hvort taka eigi hana í almenna notkun. I greininni kemur fram að kerfisbundið lilboð um skimun fyrir fóstur- göllum hjá þunguðum konum leiðir til fjölda sið- fræðilegra spurninga sem ekki hefur verið gefinn nægur gaumur til þessa. Skimun, skimunarpróf og greiningarpróf Til þess að geta metið tilboð um skimun (screening) fósturgalla er mikilvægt að gera sér grein fyrir grund- vallaratriðum skimunar og sjúkdómsgreiningar. Við skimun og greiningu ákveðinna sjúkdóma, er notuð skimunarpróf og greiningarpróf. Þar eð skim- un er einkum beitt við kerfisbundna skoðun á hópi einstaklinga sem er að jafnaði einkennalaus og telst ekki í sérstakri áhættu, eru gerðar aðrar kröfur til skimunarprófa en þeirra prófa eða greiningaraðferða sem notaðar eru í klínískri vinnu til þess að greina sjúkdóma hjá völdum einstaklingum. Læknisfræðilegar rannsóknir (tests) hér eftir nefnd próf, sem notuð eru við heilbrigðiseftirlit á fóstrum, eru að hluta til skimunarpróf. Þessi próf greina fóstur sem auknar líkur eru á að séu með líf- ENGLISH SUMMARY Getz L Prenatal screening for Down's syndrome by early ultrasound scanning: historical background, evidence-based medicine and ethical dilemmas Læknablaöið 2001; 87/Fylgirit 42; 54-63 Medical screening of unborn children constitutes a very complex issue, both technically and ethically. Prenatal testing for chromosomal aberrations (most frequently Down's syndrome) is presented as an activity aiming at prevention of human suffering, but several fundamental dilemmas are associated with prenatal testing, including the unintentional loss of healthy fetuses due to the risks associated with invasive diagnostic procedures. A concise understanding of current practice in relation to prenatal testing in Western countries presupposes detailed medical knowledge which is not readily accessible to the non- expert, as well as an overview of historical trends in the area of fetal medicine. A valid understanding of how prenatal testing is experienced by expectant parents must include scientific knowiedge and theories imported from other academic disciplines than biomedicine. In order to prevent the application of prenatal medical technology from doing unintentional harm, it is crucial that both health professionals and lay people gain insight into the problematic aspects of prenatal testing. Key words: prertata! testing, screening, ethics, ultrasound, ■reproductive health, councelling, Down's syndrome. Correspondence: Linn Getz, MD. E-mail: linngetz@landspitali.is fræðileg frávik. Venjulegast er hér um að ræða þrí- stæðu 21 (Downs heilkenni) sem við venjulegar kringumstæður koma fyrir í um einu tilviki af hverj- um 700-800 fæðingum (tölur frá Kanada og Bret- landi). Skimunarpróf til fósturgreiningar eru talin líkamlega meinlaus (noninvasive), en prófin eru enn- þá ófullkomin, það er þau finna ekki öll fóstur með þau frávik sem ætlast er til (hafa lágt næmi (sensi- tivity)) og að þau gefa mörg fölsk jákvæð svör (sem stafar af lágu sértæki (specificity)). Elsta aðferðin til að leita að Downs heilkennum í fóstri með skimun felst í því að aldur verðandi móður er notaður sem viðmið þar eð „eldri" konur eiga fremur á hættu að 54 Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.