Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Side 57

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Side 57
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR þykkt er þykknun á vefjum í undirhúð fóstursins á hnakkasvæðinu og er mæld í millimetrum. Aukning á hnakkaþykkt er merki um aukna vökvasöfnun og tengist tölfræðilega séð líkindum á litningagöllum eða öðrum frávikum (því meiri hnakkaþykkt, því meiri áhætta). Við ómskoðun snemma á meðgöngu er hægt að mæla nákvæma stærð fóstursins og hnakkaþykkt (1). Tölvuforrit reiknar líkurnar á því að fóstrið hafi þrístæðu 21, 13 eða 18. Hægt er að „skerpa“ þessa aðferð með því að bæta upplýsingum úr tveimur blóðprufum úr móðurinni í áhættumatið (1). Aðferðin er þá kölluð One Stop Clinic (OSCAR) þar sem konan kemur aðeins í eina heim- sókn á deildina. Niðurstöður áhættumats liggja þá fyrir innan einnar klukkustundar (15). Ef líkindamat fyrir þrístæðu 21 er meira en 1:300, fær konan tilboð um fylgjusýnistöku innan fáeinna daga (eða legvatns- ástungu síðar meir). Ef litningar fóstursins reynast eðlilegir við þessa rannsókn (þrátt fyrir aukna hnakkaþykkt) eru engu að síður auknar líkur á því að fóstrið sé með hjartagalla eða önnur frávik sem þó eru sjaldgæf (1,12-14). Vandamál við gœði prófsins: Með tilliti til Downs heilkenna hefur OSCAR aðferðin um 85-90% næmi og 94-95 % sértæki. Þetta þýðir að aðferðin greinir átta til níu af hverjum 10 fóstrum með þrístæðu 21 og að 5-6% allra kvenna sem fara í rannsóknina flokkast í áhættu (fá fölsk jákvæð svör) (13,15). Algengi þrí- stæðu 21 meðal nýfæddra barna er um 1:700. Þetta þýðir að meðallíkur á því að um þrístæðu 21 sé að ræða hjá fóstrum í þessum áhættuhópi eru aðeins um 2-3% (jákvætt forspárgildi). Þetta er þó breytilegt innan hópsins; ein kona getur fengið áhættumatið 1:4, en önnur kona getur fengið 1:295 (15). Eitt af markmiðum ómskimunar snemma á með- göngu er að fækka þeim tilfellum þar sem heilbrigð fóstur deyja vegna greiningaraðferðarinnar sjálfrar. Þessi árangur er þó háður mörgum þáttum, meðal annars hvers konar vinnulag og hefðir ríkja á hverj- um stað fyrir sig og hvers konar greiningaraðferð er boðið upp áJ, hversu stór hluti kvenna með áhættu- mat yfir 1:300 þiggur tilboðið um ástungugreiningu og hvort einstakar konur sem fá hátt áhættumat kjósa að láta eyða fóstrinu án þess að fara í ástungu (dæmi um slíkt eru þegar þekkt). Vitað er að um 30% fóstra með Downs heilkenni deyja sjálfkrafa eftir 12. viku og fram að fæðingu. Til þess að hægt sé að „fyrirbyggja“ fæðingu eins barns með Downs heilkenni lenda því um 40 verðandi for- eldrar í því að fá vitneskju um að það séu auknar lík- ur á Downs heilkennum hjá hinu ófædda barni við 4 Legvatnsástungu er ekki hægt aö gera fyrr en í 15. viku þungunar, en það þýðir nokkurra vikna bið frá því að skimunarprófið átti sér stað þar til greining liggur fyrir. Fósturlát er þá 0,5-1%. Hægt er að auki að taka fylgjusýni í viku 11-14 og þess vegna líta margir kvensjúkdómalæknar á það sem betra tilboð. Hætta á fósturláti vegna aðgerðar er þó heldur meiri við þetta inngrip eða um 1%. ómskoðun í 11.-14. viku þungunar (þessar tölur eru reiknaðar út frá upplýsingum í heimildum nr. 13 og 15 og miðast við að allir foreldrar velji fóstureyðingu til að binda endi á þungunina ef fóstrið greinist með Downs heilkenni). Ef allar konur með áhættumat yfir 1:300 samþykkja fylgjuástungu, má gera ráð fyrir því að tæknin leiði til þess að eitt heilbrigt fóstur láti lífið til þess að koma í veg fyrir fæðingu tveggja barna með Downs heilkenni. Upplifun kvenna af fósturgreiningum Hvað vill hin þungaða kona?: Þungaðar konur vilja gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að þær eignist heilbrigt barn. Flestar þeirra þiggja allar þær rannsóknir sem þeim er boðið upp á og þannig mun það líklega einnig verða varðandi ómskoðanir snemma á meðgöngu. Þetta þýðir hins vegar ekki að hin þungaða kona hafi rökstudda og vel yfirvegaða ósk um fósturgreiningu. Fjöldi kvenna hefur eflaust slíkt í huga en það liggja ekki fyrir neinar rannsóknir á því hversu stór sá hópur er. Persónuleg þróun eða fastmótuð skoðun?: Lítill hluti kvenna/para er í raun andsnúinn greiningu á fóstrum. Þessi hópur er líklega stærri í Bandaríkjun- um (16) en á Norðurlöndunum þar sem meira frjáls- ræði ríkir varðandi fóstureyðingar. En það er einnig vel þekkt að konur á Norðurlöndum hafna tilboðum um fósturgreiningu þar eð þær geta ekki hugsað sér að láta eyða fóstrinu. Aðrar óska eftir að vita sem mest um heilbrigði barnsins jafnvel þótt fóstureyðing sé ekki á döfinni (16). Afstaða kvenna/para til fósturgreiningar á okkar menningarsvæði er líklegast bæði sveigjanleg, háð þekkingu, lífsviðhorfum, lífsreynslu, félags- og fjár- hagsástæðum og ekki síst sögu um fyrri þunganir og/eða barneignir (16,17). A lífshlaupi sínu getur sama konan forgangsraðað hlutunum með ólíkum hætti á hverjum tíma. Sem dæmi má nefna að margir foreldrar, sem eiga barn með Downs heilkenni, lýsa yfir þakklæti og ánægju yfir því að þau fengu ekki neitt tilboð um fósturgreiningu, þar eð þau óttast að þau hefðu valið fóstureyðingu á barni sem reyndist síðar meir veita þeim mikla lífsfyllingu (18,19). Það er hins vegar fullkomlega mögulegt að þau, með tilliti til fjölskyldunnar í heild sinni, hefðu óskað fósturgrein- ingar við næstu þungun. Það er engin ástæða til að líta á þetta sem þversögn. Sé litið til þróunarsögunnar má sjá að hæfileikar kvendýrsins til þess að stýra eða for- gangsraða fjölda afkvæma við hinar ýmsu aðstæður eru skilyrði þess að ættin lifi af (20). Fyrir konu sem þarf að vega og meta tilboð um fósturgreiningu má ætla að aðalspurningin verði eftirfarandi: „Hvað þýð- ir þessi þungun fyrir mig (okkur) og líf mitt (okkar) hér og nú?“ (16,17). Brýnt er að vísindasamfélagið efli almennan skilning á því að verðandi foreldrar bæði geta og þurfa að velja og forgangsraða með ólíkum hætti miðað við aðstæður hverju sinni. Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42 57

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.