Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Side 61

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Side 61
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR andi skimunar- og greiningaraðferð á Downs heil- kennum (þar á rneðal ómskimun) uppfyllir enn sem komið er öll þessi skilmerki. Heilsugæslan víða um heim hefur haft hugmyndafræði vísindalegrar stað- festrar læknisfræði að leiðarljósi síðustu áratugi og hefur hún reynst vel í klínísku starfi, til dæmis í sam- bandi við leit að hækkuðum blóðþrýstingi og krabba- meini. Það er því eðlilegt að heilsugæslan beiti sömu aðferðum við að meta hugmyndir um skimun á fóst- urgöllum (53,54). Mat á árangri: Arangur af fósturgreiningu er metinn sem hlutfall tilfella sem tekst að finna með viðkomandi skimunar-/greiningaraðferð (detection rate). Þessi tala hefur síðan áhrif á burðarmálsdauða, nýburadauða og sjúkdómatíðni (perinatal-, neonatal mortality and morbidity). Einstaka sinnum er líðan mæðra sem fara í fóstur- greiningu metin með stöðluðum sálfræðiprófum (oft- ast kvíða- og þunglyndiskvörðum) til þess að mæla bráð viðbrögð eða úrvinnslu næstu mánuðina vegna vinnulagsins eða inngripa (skimunar, greiningar og hugsanlega fóstureyðingar). Samtalan af stöðluðu árangursmati af þessu tagi er að mínu mati ekki nógu góður grunnur til þess að meta ávinning og kostnað við fósturgreiningu fyrir einstaka foreldra né fyrir samfélagið í heild (lýðheilsu). Prófessor í félagsfræði, Ann Oakley, hefur bent á að það séu verulegir að- ferðafræðilegir gallar að yfirfæra tölfræðilegar upp- lýsingar svo sem „detection rate“ beint yfir á lífsham- ingju (30). Það að líta á þungun og fæðingu aðallega í ljósi læknisfræðinnar útilokar mikilvægi þungunar- innar sem sambland af líffræðilegum og félagslegum viðburði (bio-social event) með djúpar rætur í menn- ingu okkar. Þetta endurspeglast meðal annars í sárri og langvarandi sorg kvenna sem missa barn sem ósk- að var eftir. Menningarlegir þættir virðast einnig vega þungt í hinum tilfinningalegu viðbrögðum kvenna þar sem skimunarpróf bendir í átt til fósturgalla. Er nægileg vitneskja um Downs heilkenni? Lœknisfrœðilegar staðreyndir: Downs heilkennum fylgir að jafnaði miðlungs eða vægur greindarskortur, oftast þörf fyrir aukna umönnun, aukin áhætta fyrir heilabilun og lækkun á meðallífslengd. Persónuleik- anum hefur oftast verið lýst sem er félagslyndum og alvarleg hegðunarvandamál eða geðraskanir eru ekki sérkennandi fyrir heilkennið. Margir einstak- lingar með Downs heilkenni eru skapandi og virkir í félagslífi (18,19). Minna alvarleg líkamleg fötlun (sem oft er hægt að bæta) er algeng eins og til dæmis skjálgur (rangeygð) og heyrnarvandamál. A meðal 51 barns sem fæddist með Downs heilkenni á íslandi á síðustu 10 árum (1991-2000) hafa 16 haft hjartagalla af þeirri tegund sem hefur leitt til skurðaðgerðar hingað til (Solveig Sigurðardóttir, fyrirlestur 2001). Sum börn fæðast auk þess með aðra líkamlega galla sem þarfnast skurðaðgerða. Fötlun getur verið mjög mismunandi hjá einstaklingum með Downs heil- kenni. Aðeins þeir sem vinna dags daglega með ein- staklinga sem hafa Downs heilkenni geta í raun gert sér grein fyrir þýðingu heilkennisins fyrir einstak- linga og fjölskyldur þeirra. Lífið með Downs heilkenni: Þegar fjallað er um mæðravernd í fagtímaritum um fæðingarfræði virðast almenn tilboð um skimun á Downs heilkennum vera augljós markmið sem varla þurfi að ræða frekar. Aætlanir um almenna skimun eru hins vegar ekki kynntar með tilvitnunum í vísindalegar rannsóknir sem lýsa því andlega og félagslega álagi sem það hef- ur í för með sér að eiga barn með Downs heilkenni eða að vera einstaklingur með Downs heilkenni mið- að við þau lífsskilyrði sem hægt er að bjóða upp á í nútímasamfélagi. Lífsskilyrði þessara einstaklinga hafa breyst umtalsvert á síðustu áratugum, eða frá þeim tíma sem fósturgreining á heilkennunum varð möguleg. Þrátt fyrir þetta eru mjög fáar vísindalegar rannsóknir aðgengilegar í læknisfræðilegum gagna- grunnum (svo sem Medline), sem gefa viðhlítandi svör við spurningunni: „A hverju eiga foreldrar von ef þeir velja að halda áfram meðgöngu þar sem fóstur hefur greinst með Downs heilkenni?“. Það er ekki tilgangur minn að gera lítið úr vanda- málum sem tengjast Downs heilkennum. Það er þó ekki hægt að hafna rökum andstæðinga fósturgrein- ingar um að skimun fyrir Downs heilkennum endur- spegli stefnu um „kynþáttahreinsun" á meðan ekki eru til vísindalega gildar rannsóknir sem staðfesta tegund og alvarleika þeirra mannlegu þjáninga sem tengjast þessu heilkenni. Minna má á það að líkam- lega frískir einstaklingar með Downs heilkenni geta lifað góðu lífi, en vísindin hafa lítið sinnt þeirri hlið málsins. Bestu skimunarprófin fyrir Downs heilkennum sem til eru í dag hafa 85-90% næmi sem þýðir að kembileitin missir af einu eða tveimur af 10 fóstrum sem hafa þrístæðu 21. Þegar barn með Downs heil- kenni fæðist, þrátt fyrir eðlilegar niðurstöður úr snemmskoðun, benda rannsóknir til þess að sálræn úrvinnsla í kjölfar fæðingarinnar verði erfiðari en í þeim tilvikum þar sem skimun hefur ekki staðið til boða, þar eð foreldrum og umhverfi hætti þá til að túlka tilveru barnsins sem læknisfræðileg mistök (55). Það er einnig mögulegt að lífsgæði einstaklinga með Downs heilkenni versni ef þeim fækkar verulega þar eð þá dregur úr reynslu fagfólks á þessu sviði og möguleikar minnka á samskiptum einstaklinga með Downs heilkenni við aðra sér líka. Kerfisbundin kembileit með ómskoðun snemma á meðgöngu? Aætlanir um kerfisbundna kembileit snemma á með- göngu, sem miða að því að koma í veg fyrir að barn fæðist með Downs heilkenni í okkar samfélagi, leiða til flókinna, siðfræðilegra og vísindalegra spurninga Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42 61

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.