Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Page 69

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Page 69
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR báðir eru ritaðir fyrir um það bil 3000 árum. Við lítum nánar á þessi ljóð hér á eftir. Siðferðisleg afstaða Þegar kristnir guðfræðingar og siðfræðingar taka af- stöðu gagnvart einhverjum málum á grunni fræða sinna er gengið út frá þeirri grundvallarheimsmynd, sem birtist í sköpunartrú Gamla testamentisins, það er trúnni á einn Guð, sem hefur skapað okkur og vill leiða okkur gegnum lífið. Við þetta bætist sú trú sem fram kemur í kenningum Jesú Krists, sem kristið fólk játar sem Guðs son í þeirri merkingu að Jesús birti okkur Guð sjálfan eins og hann er, vilja hans og af- stöðu gagnvart okkur mannfólkinu. Hér bætist við tilfinningaleg afstaða vegna þess að boðskapur Jesú Krists snertir við tilfinningum okkar og okkar innri manni. Siðferðisleg afstaða er því skoðuð í ljósi orða Krists. Þeir guðfræðingar sem hvað mesta áherslu vilja leggja á mismun bóka Biblí- unnar hvað trúverðugleika varðar, leggja mesta áherslu á orð Jesú eins og þau birtast í guðspjöllun- um. Pegar við tökum því siðferðislega afstöðu gagn- vart einhveijum ákveðnum málum sem byggð er á kristinni trú verðum við að skoða hvort eitthvað er að finna í guðspjöllunum þar sem Jesús lýsir afstöðu sinni beint gagnvart málinu. Ef svo er ekki verður að skoða þá texta sem hægt er að draga þá ályktun af að leiða megi að því líkur hvaða afstöðu Jesús sjálfur hefði tekið í málinu. Snemmgreining Downs heilkenna Hið siðferðislega viðfangsefni sem við stöndum frammi fyrir í dag er snemmgreining Downs heil- kenna hjá öllum þunguðum konum. Vandamálið virðist ekki vera sú greining sem farið hefur fram hjá ákveðnum hópi kvenna tiltölulega seint á meðgöng- unni hingað til og hefur viðgengist um árabil. Pví mun ég láta það vandamál liggja milli hluta og snúa mér eingöngu að hinu boðna viðfangsefni. Aður en við skoðum það guðfræðilega og siðferð- islega þurfum við fyrst að skoða hver tilgangur slíkrar snemmgreiningar er. Ef tilgangurinn er fyrst og fremst sá að eyða fóstrinu, sé það greint með viðkom- andi heilkenni, er tekið allt öðruvísi á málinu en ef tilgangurinn er að undirbúa fjölskylduna undir mót- töku barns með Downs heilkenni inn í fjölskylduna. Hér liggja tvær gjörólíkar tegundir af lífsafstöðu að baki. Því munu bæði guðfræðilegar og siðfræðilegar vangaveltur taka gerólíka stefnu allt eftir því hvor til- gangurinn liggur að baki greiningunni. Guðfræði lífsins í inngangorðum hér að framan vísaði ég til þriggja ritningarstaða í Gamla testamentinu sem sýna hver afstaða hins rauða þráðar sköpunarguðfræðinnar er í hnotskurn. Þar segir í lok Sköpunarsögu fyrstu Móse- bókar: „Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði þau karl og konu. Og Guð blessaði þau og Guð sagði við þau: „Verið frjósöm, margfaldist og uppfyllið jörðina." Og Guð leit allt, sem hann hafði gjört, og sjá, það var harla gott.“ (1. Mós.l: 27- 28a....31a.) Þessi orð segja okkur að Guð skapar allt líf og hann telur það harla gott. Þetta er mjög jákvæð lífsaf- staða gagnvart öllu lífi alveg sama hversu fullkomið lífið virðist vera. Þetta er líka jákvæð lífsafstaða gagn- vart því sem virðist „gallað“ í sköpunarverkinu og þegar ég segi „gallað“ þá á ég við þann mælikvarða sem við mannfólkið notum á heiminn og sköpunar- verkið. Guð leit allt og sá að það var harla gott. Vangaveltur um að litningaslys í náttúrunni hafi ekki verið til í árdaga vegna hreinleika jarðarinnar eru að mínu mati tímasóun þar sem sköpunartrú Biblíunnar leggur áherslu á að Guð er sífellt að skapa í hverri einustu frumuskiptingu og í hverjum einasta hjart- slætti. Guð setti ekki klukkuverk í gang í árdaga, sem gengur af sjálfu sér, heldur er hinn virki hugur sífellt að skapa. I öðru sköpunarljóði Biblíunnar áttunda Davíðs- sálmi standa þessi orð: „Þegar ég horfi á himininn, verk handa þinna, tunglið og stjörnurnar, er þú hefur skapað, hvað er þá maðurinn þess, að þú minnist hans, og mannsins barn að þú vitjir þess? Þú lést hann verða litlu minni en Guð, með sæmd og heiðri krýnd- ir þú hann. Þú lést hann ríkja yfir handaverkum þín- um allt lagðir þú að fótum hans.“(Ps. 8: 4-7.) Þessi orð segja okkur að manneskjan og börn hennar eru kóróna sköpunarverksins og Guð hefur falið henni dýpra hlutverk í þessum heimi en öðrum sköpuðum verum. Þetta segir okkur líka að Guð sem er svo stór og mikill að hann hefur skapað tungl og stjörnur himinsins getur líka verið svo smár og hon- um er umhugað um hvert barn mannsins. En hvað er þá sagt í þessari miklu bók um börn í móðurkviði? Við skulum líta á 139. Davíðssálm. Þar segir: „Drottinn, þú rannsakar og þekkir mig. Hvort sem ég sit eða stend, þá veist þú það, þú skynjar hug- renningar mínar álengdar.“ (v. 1-2.) „Því að þú hefur myndað nýru mín, ofið mig í móðurlífi. Eg lofa þig fyrir það, að ég er undursamlega skapaður, undur- samleg eru verk þín, það veit ég næsta vel. Beinin í mér voru þér eigi hulin, þegar ég var gjörður í leyni, myndaður í djúpum jarðar. Augu þín sáu mig, er ég enn var ómyndað efni, ævidagar voru ákveðnir og allir skráðir í bók þína, áður en nokkur þeirra var til orðinn.“ (v. 13-16.) Samkvæmt þessum orðum er lífið skapað af Guði. Ekki aðeins þegar lífsandinn er dreginn hið fyrsta sinn eftir fæðingu, heldur hefur Guð ofið okkur í móðurlífi og jafnvel gengur sálmaskáldið svo langt að segja að Guð hafi þekkt okkur löngu áður en við urð- um skapað efni. Samkvæmt þessum orðum verður manneskjan ekki aðeins til þegar egg og sæðisfruma renna saman heldur löngu áður varð manneskjan til í Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42 69

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.