Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Qupperneq 74

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Qupperneq 74
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR Hann er jafnvel meðvitaðastur um einangrun sína þegar hann er góður eins og sagt er. Þá er hann oft algjörlega einn og á ekki í annað hús að venda en til þeirra sem eru í svipaðri aðstöðu. Önnur þversögn, sem kannski er ekki síður at- hyglisverð, er sú staðreynd að þegar menn eru lokað- ir inni á spítölum vegna geðrænna vandmála, er sagt sem svo: Það er verið að vernda þjóðfélagið gagnvart sjúklingunum og sjúklingana gagnvart þjóðfélaginu. En hver er vernd sjúklinganna í raun og veru? Þeir þurfa ol't að horfast í augu við heim sem er miklu harðari og kaldari en heimurinn fyrir utan. Dauðs- föll, til að mynda sjálfsvíg, eru miklu algengari í þeirra heimi en í heimi meðalmannsins fyrir utan múrana. Hér er ef til vill stærsta þversögnin í sambandi sjúklinga og þjóðfélags. Annað sem nefna mætti eru viðhorf þjóðfélagsins til stuðnings og hjálpar. Stjórn- málamenn tala gjarnan um afrekin sem unnin hafa verið, til að mynda öryrkjablokkir, og vissulega mega menn vera stoltir af þeim, en í umræðunni horfa menn oft aðeins á byggingarnar og mælikvarðinn á árangur verður efnislegar framkvæmdir, en ekki sú tilvera sem fólki er búin og fólk býr við, ekki ein- semdin á göngunum eða inni í litlu íbúðunum. Menn hafa stundum spurt hvernig ég hafi getað skrifað sögu um mann jafn nákominn mér. Þó að í spurningunni sé fólginn ákveðinn misskilningur má líka snúa henni við og spyrja: Hvernig hefði ég getað komist hjá því? Þegar Viktor kom til okkar sagði liann: „Þetta er allt í lagi. Ég sagði þjónmmm að þið vœruð frœndur mínir úr afskekktum dal norðan heiða. “ „ Trúðu þeir því?“ „Já, ég sagði þeim að þið hefðuð sjaldan komið til borgarinnar og að ég vœri að hjálpa ykkur við að selja jörð. “ „Spurðu þeirhvað þú gerðir?“ „Nei, en ég sagðist vera fasteignasali. “ Brátt var okkur vísað til borðs. Við völdum okkur það besta af matseðlinum sem var bundinn inn eins og bók. I forrétt pöntuðum við glóðarsteiktan humar og nautalundir í aðalrétt og Viktor valdi vínin. Ég var löngu hœttur að spá í þúsundkallana sem hver munnbiti kostaði, en naut þess að tyggja matinn og finna vínið renna, lét hugann reika um matsalinn inni á Kleppi og hló. Það var skvaldur í loftinu og lágvœr sígild tónlist, konurnar vel tilhafðar eins og listmunir, mennirnir kátir og hressir. Það var ekkert sjálfsagðara en þessi heimur, Ijós borgarinnar litlir deplar úti. Við vorum hátt yfir allt hafnir. Þegar kaffið og koníakið kom skáluðum við fyrir Pétri. Við vorum sammála um að þetta vœri góð erfi- drykkja. Með kaffinu og koníakinu bauð Viktor pill- ur, en við Óli vildum frekar ís; og það var komið með svo skrautlegan ís að við œtluðum varla að þora að snerta hann. Viktor lét bœta nokkrum sinnum í koníaksglösin og við vorum afslappaðir og rólegir. Svo tók Viktor upp penna og lítið blað, bað þjóninn að fœra okkur vindla og koma með reikninginn. Vindlarnir komu íflottum kassa, stórir drjólar, sem við reyktum afáfergju. Þegar Viktor opnaði reikning- inn, sem lá samanbrotinn á litlum disk, sá ég á fjölda tölustafanna að það var enginn öryrkjabragur yfir honum. Við vorum hálfnaðir með vindlana og höfðum drukkið ein fimm koníaksglös þegar þjónninn kom og Viktor afhenti honum blaðið sem hann hafði hrip- að eitthvað niður á og leit út eins og útfyllt ávísun. Þjónninn tók blaðið upp einsog hann byggist við að sjá ávísun. Svo sá ég að hann stirðnaði og augu hans hringsnerust. Hann sneri sér við og gekk hröðum skrefum í átt að eldhúsinu með blaðið í hendinni. Á blaðið hafði Viktor skrifað: „ Við erum allir vistmenn á Kleppi. Verið svo vinsamlegir að hringja á lögregl- una strax. Þetta var ákaflega ánœgjuleg máltíð. “ 74 Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.