Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Blaðsíða 22

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Blaðsíða 22
■ ÁGRIP ERINDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ ÁGRIP ERINDA E 01 Faraldsfræðileg rannsókn á ífarandi meningókokkasýkingum á íslandi Magnús Gottfreðsson, Helga Erlendsdóttir, Hjördís Harðardóttir, Karl G. Kristinsson Lyflækningadeild og sýklafræðideild Landspítala háskólasjúkrahúss magnusgo@landspitali.is Inngangur: Meningókokkar valda alvarlegum sýkingum með hárri dánartíðni. Vonast er til að unnt verði að lækka tíðni siíkra sýkinga með bólusetningum, en til þess að unnt sé að áætla ávinning af slík- um aðgerðum er nauðsynlegt að faraldsfræði sjúkdómsins sé þekkt. Efniviöur ug aöfcröir: Niðurstöður blóð-, liðvökva- og mænu- vökvaræktana á íslandi voru kannaðar fyrir tímabilið 1975-2001 og þeir sjúklingar skráðir sem greindust með sýkingar af völdum Neiss- eria meningitidis. Þeir sjúklingar voru einnig skráðir sem höfðu klín- ísk teikn um meningókokkasjúkdóm og voru með jákvæða ræktun úr hálsi eða hráka eða jákvæða rannsókn (Gramslitun eða PCR) á mænuvökva. Niðurstöður: Á árunum 1975-2001 greindust 528 einstaklingar með 530 ífarandi meningókokkasýkingar hér á landi. Börn undir 16 ára aldri voru 397 og fullorðnir 131. Nýgengi sýkingarinnar var mjög aldursbundið. I aldurshópi barna undir eins árs var nýgengið 68 tilfelli/100.000 á ári, lækkaði í 55,8 meðal eins og tveggja ára barna; 36,9 meðal þriggja ára og 16,4/100.000 á ári meðal fjögurra ára barna. Nýgengi var 10,8-7,5/100.000 á ári fyrir aldurshópinn 5-25 ára, en féll eftir það niður í 0,7-2,2/tilfelli/l00.000 á ári. Algengast var að sýkingin greindist í mænuvökva, 56%, en 42% voru með já- kvæða blóðræktun einvörðungu og 2% voru með liðsýkingu. Al- gengustu þekktar hjúpgerðir voru B (49,6%), C (26,7%) og A (3,6%). Ekki var marktækur munur á dánartíðni milli sjúklinga með jákvæða ræktun frá mænuvökva eða blóði (p=0,5). Dánartíðni barna á fyrstu viku eftir greiningu var 6,3% en 13% meðal fullorð- inna (p=0,02). Heildardánartíðni hélst óbreytt á rannsóknartímabil- inu, 7,4% fyrir árin 1975-1988 og 8,6% fyrir 1989-2001 (p=0,7). Ályktanir: Horfur sjúklinga með ífarandi meningókokkasýkingar hafa ekki batnað á síðustu 27 árum. Dánartíðni barna með men- ingókokkasjúkdóm er mun lægri en fullorðinna. Þörf er á bættum forvörnum og meðferð þessara erfiðu sýkinga. E 02 Tíðni streptókokkahálsbólgu meðal sórasjúklinga og áhrif slíkrar sýkingar á útbrot þeirra. Framskyggn rannsókn Jóhann E. Guðjónssun1, Andri M. Þórarinsson1, Bárður Sigurgeirsson2, Karl G. Kristinsson3, Helgi Valdimarsson1 'Ónæniisfræöideild, 2húödcild og 3sýkladeild Landspítala háskólasjúkrahúss helgiv@landspitali.is Inngangur: Það er vel þekkt að sóri getur byrjað í kjölfar streptó- kokkasýkinga í hálsi, en tíðni slíkra sýkinga og áhrif þeirra á lang- vinn sóraútbrot hefur ekki verið athuguð á framskyggnan hátt. Efniviður og aöfcröir: Þátttakendum, 208 sórasjúklingum og 116 sambýlingum þeirra, var uppálagt að tilkynna ef þeir fengu hálssær- indi eða útbrot versnuðu. Þeir voru þá skoðaðir og hálsstrok tekin til bakteríugreiningar. Rannsóknin stóð í eitt ár. Niöurstööur: Sórasjúklingarnir tilkynntu hálssærindi mun oftar en sambýlisfólkið sem ekki hafði sóra (p<0,0001) og einnig ræktuðust streptókokkar mun oftar úr koki sjúklinganna (p=0,003). Marktæk versnun á útbrotum var einungis greind hjá þeim sjúklingum sem streptókokkar ræktuðust úr (p=0,004). Ályktanir: Rannsóknin staðfestir niðurstöður afturskyggnra kann- ana um aukna tíðni hálsbólgu í sórasjúklingum og versnun sjúk- dómsins í tengslum við streptókokkasýkingar. Niðurstöðurnar ættu að hvetja til sérstakra ráðstafana gegn hálsbólgu þegar í hlut eiga sjúklingar með slæman sóra. E 03 Hjúpgerðir ífarandi pneumókokkastofna og tengsl þeirra við aldur og dánartíðni sjúklinga Helga Erlendsdóttir, Magnús Gottfreðsson, Karl G. Kristinsson Lyflækningadeild og sýklafræðideild Landspítala háskólasjúkrahúss magnusgo@landspitali.is Inngangur: Pneumókokkar valda oft alvarlegum sýkingum, svo sem heilahimnubólgu og blóðsýkingum. Dánartíðni sjúklinga með slíkar sýkingar hefur haldist óbreytt síðastliðin 20 ár þrátt fyrir framfarir í læknisfræði. Bóluefni framtíðarinnar þurfa að taka mið af þeim hjúpgerðum sem líklegastar eru til að valda sýkingum á hverjum stað og hverjum tíma. Efniviður «g uöfcröir: Niðurstöður allra blóð-, liðvökva- og mænu- vökvaræktana á íslandi fyrir árin 1975-2001 voru kannaðar og þeir sjúklingar skráðir sem greindust með ífarandi sýkingar af völdum Streptococcus pneumoniae. Öllum tillækum upplýsingum urn hjúp- gerðir var safnað saman. Einnig voru skráðar upplýsingar um dagsetningu sýkingar, aldur sjúklinga, kyn, sýkingarstað og afdrif. Niðursföður: Á árunum 1975-2001 greindust 811 íslendingar með 850 ífarandi pneumókokkasýkingar hér á landi. Hjúpgerðir eru þekkt- ar í 416 tilvikum, þær fyrstu frá árinu 1988. Algengasta hjúpgerðin er 7 (21,2%), en þar á eftir koma 9 (13,2%), 6 (12,5%), 19 (11,1%) og 14 (10,3%). Þegar dreifing hjúpgerða er skoðuð eftir aldri sjúk- linga kemur í Ijós að yngsti (<15 ára) og elsti (>65 ára) aldurshópur- inn hefur svipað hlutfall af hjúpgerðum 6,14 og 19, en algengasta hjúpgerðin, 7, er mun algengari meðal 16-64 ára. Hið nýja 7-gilda bóluefni (Prevnar) veitir mismikla vörn eftir aldurshópum, að há- marki 83,3% hjá börnum (<15 ára), 62,9% hjá þeim sem eru yfir 65 ára en aðeins 44,4% hjá sjúklingum 16-64 ára. Hið 23-gilda fjöl- sykrubóluefni sem verið hefur í notkun um árabil inniheldur hjúp- gerðir 98,6% allra stofna sem greindust í þessari rannsókn. Ekki var marktækur munur á hjúpgerð pneumókokka sem ræktuðust frá mænu- vökva eða blóði. Dánartíðni sjúklinga með hjúpgerð 11 (þrír af sjö) var marktækt hærri en dánartíðni sjúklinga með aðrar hjúpgerðir (p=0,045). Ályktanir: Dreifing hjúpgerða er mjög aldursbundin. Hjá yngsta og elsta aldurshópnum valda hlutfallslega færri hjúpgerðir stærri hluta sýkinganna. Algengasta hjúpgerðin í ífarandi sýkingum hér á landi er hjúpgerð 7, en hana er ekki að finna í hinu nýja 7-gilda bóluefni. 22 LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.