Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Page 26

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Page 26
I ÁGRIP ERINDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ súrefnisbúskap sjóntaugar í tilraunadýrum og mönnum. Margt bendir til að jákvæð verkun þessara lyfja á gláku byggist á áhrifum lyfjanna á súrefnis- og þar með orkubúskap sjóntaugar. E 13 Valda glákulyf víkkun æða í sjónhimnu augans? Atli Jóscfsson, Þór Eysteinsson, Stefán B. Sigurðsson Lífeðlisfræðistofnun HÍ atlij@hi.is Inngangur: Talið hefur verið að gláka gæti tengist að hluta skertu blóðflæði til sjónhimnu og sjóntaugar. Þau lyf sem hingað til hafa verið notuð til að meðhöndla/fyrirbyggja gláku hafa miðað að því að lækka augnþrýsting, en Iítill gaumur gefinn að því hvaða áhrif þessi lyf kunna að hafa á blóðflæði til augnbotnsins. Vísbendingar hafa þó komið fram um að kolanhýdrasa hamlarinn dorzolamíð (Trusopt, MSD), algengt glákulyf, auki blóðflæði til sjónhimnu. Þó er ekki vitað með hvaða hætti þeim áhrifum er miðlað. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort dorzolamíð hefði bein áhrif á þvermál sjónhimnuæða. Efniviður og aðfcrðir: Með svokallaðri myograph tækni er mögu- legt að mæla samdráttarkrafta í sléttvöðvalagi örsmárra æða. 1-2 mm bitar úr sjónhimnuæðum nautgripa (200 |im þvermál) voru ein- angraðir og þeim komið fyrir í líffærabaði. Fíngerðir vírar (40 |xm í þvermál) sem tengdir eru tognemum voru þræddir í gegnum hol æðabitanna og samdráttarkraflur skráður. Niðurstöður: í ljós kom að æðar í sjónhimnu augans hafa enga sjálf- virkni né grunntónus in vitro. Auðvelt er þó að framkalla samdrátt (þrengingu) í æðunum með prostaglandíni F 2a, noradrenalíni eða aukningu í styrk K+. Ef >10'4 M dorzolamíð (kolanhýdrasa hamlari) var gefið kom fram marktæk slökun (víkkun) æðanna. Dorzolamíð lækkar þann tónus sem æðaherpandi efnin mynda. Þessi áhrif komu fram hvort sem dorzolamíð var gefið á undan eða eftir æðaherpandi efnum. Þessi áhrif voru óháð breytingum á sýrustigi sem kolanhýdr- asa hamlarinn orsakaði. Ályktanir: Niðurstöður sýna að dorzolamíð hefur bein æðavíkkandi áhrif á sjónhimnuæðar. Nákvæmlega með hvaða hætti er enn óljóst. Það er því líklegt að dorzolamíð auki blóðflæði til sjónhimnu og geti þannig dregið úr þeirri hrörnun sem á sér stað í sjónhimnu við gláku. E 14 Forvarnir gegn augnsjúkdómi í sykursýki 1980-2000 Jóhann R. Guðmundsson, Jóhannes Kári Kristinsson, Friðbert Jónasson, Ingimundur Gíslason, Einar Stefánsson Læknadeild HÍ, augnlækningadeild Landspítala háskólasjúkrahúss sirrybl@landspitali.is Tilgangur: Forvarnakerfi með eftirliti og fyrirbyggjandi meðferð gegn augnsjúkdómum í sykursýki hefur verið rekið á íslandi síðan 1980. Við rannsökuðum árangur þessarar starfsemi og athuguðum algengi augnsjúkdóma og sjón sykursjúkra. Efniviður og aðferðir: Skýrslur 368 sjúklinga með tegund 1 sykur- sýki og 1065 sjúklinga með tegund 2 sykursýki voru skoðaðar. Sjúk- lingarnir með tegund 1 voru 58% karlar, höfðu greinst með sykur- sýki að meðaltali 16 ára gamlir (1-29 ár) og höfðu haft sykursýki að meðaltali í 20 ár (1-55 ár). Sjúklingarnir með tegund 2 voru 62% 26 LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88 karlar. Þeir höfðu greinst með sykursýki 54 ára gamlir að meðaltali (30-84 ár) og haft sykursýki að meðaltali í 12 ár (1-40 ár). Niðurstöður: Hjá sykursjúkum með tegund 1 voru 49% með ein- hvern sjónhimnusjúkdóm og 13% voru með æðanýmyndun og 3% makúlubjúg. Hjá þeim sem höfðu haft sykursýkina í meira en 20 ár voru 75% með sjónhimnusjúkdóm, 26% höfðu fengið æðanýmynd- un og 4% makúlubjúg, 81% sáu betur en 6/6 en 1% voru lögblind (<0,1 í sjónskerpu) og 2% höfðu vægari sjónskerðingu. Hjá sykursjúkum með tegund 2 voru 42% með einhvern sjón- himnusjúkdóm, 4% með æðanýmyndun og 7% höfðu fengið mak- úlubjúg. Hjá þeim sem höfðu verið með tegund 2 sykursýki í meira en 20 ár voru 59% með sjónhimnusjúkdóm, 7% með æðanýmynd- un og 12% höfðu fengið bjúg. Af sykursjúkum með tegund 2 sáu 59% 6/6 eða betur, 1% voru lögblindir og 3% höfðu vægari sjón- skerðingu. Ályktanir: Sjónskerðing er miklu sjaldgæfari hjá sykursjúkum ís- lendingum en hjá sykursjúkum einstaklingum í nágrannalöndun- um. Algengi blindu og sjónskerðingar árið 2000 er svipað og 1994 en meira en helmingi lægra en 1980. Blinda og sjónskerðing vegna sykursýki hefur minnkað tvö- til þrefalt á íslandi frá 1980 en virðist ekki hafa breyst á síðustu sex árum. E 15 Þættir sem hafa áhrif á hámarksafkastagetu sjúklinga með svæsna langvinna lungnateppu IMarta Guðjónsdóttir1, Lorenzo Appendini2, Stefán B. Sigurðsson2 'Reykjalundur Endurhæfingarmiðstöð, 2Salvatore Maugeri stofnunin, Verona, 3Lífeðlisfræðistofnun HI Marta@REYKJALUNDUR.is Inngangur: Afkastageta á hámarksþolprófi er mjög skert hjá sjúk- lingum með langvinna lungnateppu (LLT) (ARRD 1991; 143: 1-9). Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvaða þættir hefðu helst áhrif á afkastagetuna. Efniviður og aðferðir: Þolprófaðir voru níu karlar með svæsna langvinna lungnateppu (65±10 ára, FEV1=37±10% af áætluðu). Við mældum í hvíld og við hámarksálag (Whámark=53±21wött): and- rýmd (tidal volume, VT), öndunartíðni (ÖT), dýnamískt intrinsic PEEP (PEEPi,dyn), vinnu þindar (PTPdi) og innöndunarvöðva (PTPpl). Hámarkskraftur þindar (Pdi,max) var mældur í hvfld og fimm mínútum eftir álag. Mælingar í hvfld og Whámark voru bornar saman með pöruðu t-prófi og marktæk breyting var miðuð við p<0,05. Niðurstöður: VT hækkaði úr 0,67±0,18 L í hvfld í 1,01 ±0,27 L við Wháinark (p<0,05) og ÖT hækkaði úr 20,4±5,1 andardrættir/mín. í hvfld í 32,6±7,7 andardrættir/mín. við Whámark (p<0,05). PEEPi, dyn var þegar hált í hvfld (1,56±0,98 cm H-,0) og hækkaði enn frekar við hámarksálag (6,09±2,51 cm H^O, p<0,05). PTPdi hækkaði ekki við hámarksálag borið saman við hvfldargildi (úr 223±99 í 305±121 0 J60cm HzO-s) og sömuleiðis hélst Pdi,max óbreytt (87±27 cm H20 í hvfld, 75±24 cm H,0 5 mín. eftir Whámark). PTPpl hækkaði við Whámark frá hvfldargildi (úr I53±63 í 289±145 0J60cm H20-s). Þegar skoðuð eru vensl breytna kemur í ljós að PEEPi,dyn í hvíld og breyt- ingin á VT við álagið (AVT) skýra 92% af Whámark, það er r2 verður 0,92, p=0,0005. Venslin eru með þeim hætti að því meira sem VT getur stigið við álagið og því lægra sem PEEPi,dyn er í hvfld því hærra verður Whámark.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.