Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Page 29

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Page 29
AGRIP ERINDA / XI. VISINDARAÐSTEFNA HÍ I síðari bólusetningu eða þremur klukkustundum eftir sermisinngjöf voru mýsnar sýktar um nef með pneumókokkum af hjúpgerð 19F eða 19A og sýking í lungum (þéttni kólonía, CFU) metin eftir 24 tíma. Niðurstöður: Bólusetning með 19F-TT vakti myndun 19F-mótefna (P<,001) og dró úr þéttni 19F í lungum miðað við óbólusettar mýs (P<,001) og var fylgni milli mótefnamagns og 19F CFU (r=-,873; P<,001). 19F-TT bólusetning vakti líka myndun mótefna gegn 19A (P=,039) og dró úr 19A þéttni í lungum (P=,012). Ungbörn bólusett með PNC mynduðu hærri mótefni gegn 19F en 19A (P<,001) og var fylgni milli þeirra (r=,449; P=,001). Sermisinngjöf í kvið dró úr þéttni 19F í lungum (P=,057) og var fylgni milli 19F CFU og 19F mótefna í ungbarnasýnum. Mýs sem fengu sermisinngjöf höfðu einnig lægri 19A þéttni í lungum en ómeðhöndlaðar mýs (P<,001). Alyktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að ungböra og mýs sem eru bólusett með PNC af hjúpgerð 19F mynda verndandi mót- efni gegn 19F sem geta víxlbundist og verndað gegn tilraunasýking- um af völdum 19A. Hvort bóluefnið verndar ungbörn gegn sjúkdóm- um af völdum pneumókokka af hjúpgerð 19A á eftir að koma í ljós. E 22 Slímhúðarbólusetning með próteintengdum pneumókokkafjólsykrum verndar nýfæddar mýs gegn lífshættulegum pneumókokkasýkingum Hávard Jakobsen1, Stefanía P. Bjarnarson1, Monique Moreau12, Giuseppe Del Giudice-’, Claire-Anne Siegrist4, Ingileif Jónsdóttir1 1 Rannsóknastoí'nun í ónæmisfræði Landspítala háskólasjúkrahúsi, 2Aventis Pasteur, Frakklandi, ;('liiron. Ítalíu, 4Genfarháskóli, Sviss ingileif@landspitali.is Inngangur: Við höfum áður sýnt að bólusetning fullorðinna músa með próteintengdum pneumókokkafjölsykrum (Pnc-TT) veitir vernd gegn lífshættulegum pneumókokkasýkingum í músalíkani. Slím- húðarbólusetning reyndist sérstaklega áhrifarík ef öflugir ónæmis- glæðar voru notaðir, en ónæmisglæðar eru efni sem auka ónæmis- svar við bólusetningu og eru þeir nauðsynlegir þegar bóluefni eru gefin um slímhúðir. Efniviður og aðferðir: Til að kanna hvort bólusetning með Pnc-TT veki verndandi ónæmi snemma á ævinni voru nýfæddar (einnar viku gamlar) og ungar mýs (þriggja vikna gamlar) bólusettar um nef eða undir húð með Pnc-TT og var stökkbreytt gatatoxín úr Escher- ichia coli (LT-K63) notað sem ónæmisglæðir. Mýsnar voru síðan sýktar um nef með banvænum skammti af pneumókokkum til að meta verndandi áhrif bólusetningarinnar. Niðursföður: Pnc-TT vakti ónæmissvar bæði í nýfæddum og ungum músum þegar það var gefið undir húð og var meirihluti músanna verndaður gegn blóð- og lungnasýkingu en ónæmissvarið var lægra en í fullorðnum músum og verndin einnig. Ef LT-K63 var bætt við og bóluefnið áfram gefið undir húð, jókst bæði ónæmissvarið og verndin marktækt. Bólusetning með Pnc-TT og LT-K63 um nef gaf besta svarið í nýfæddum músum og veitti fullkomna vernd gegn bæði blóð- og lungnasýkingu. í fullorðnum og ungum músum var svarið við slímhúðarbólusetningu sambærilegt því sem fékkst við bólusetningu undir húð með Pnc-TT og LT-K63. Hins vegar mæld- ist fjölsykrusértæk IgA mótefni í munnvatni eingöngu þegar Pnc- TT var gefið ásamt LT-K63 um nef. Alyktanir: Þessar niðurstöður sýna að slímhúðarbólusetning með próteintengdum pneumókokkafjölsykrum og LT-K63 getur yfir- unnið þá þætti sem takmarka ónæmissvar nýbura og eru nauðsyn- legir til að fá fram vernd gegn sýkingum af völdum fjölsykruhjúp- aðra baktería snemma á ævinni. E 23 Myndun B-minnisfrumna í nýfæddum og ungum músum eftir bólusetningu með próteintengdum pneumókokkafjölsykrum Slcfanía P. Bjarnarsoni, Hávard Jakobseni, Giuseppe Del Giudice2, Emmanuelle Trannoy1, Claire-Anne Siegrist4, Ingileif Jónsdóttiri iRannsóknastofnun í ónæmisfræöi Landspítala háskólasjúkrahúsi, 2Chiron, Ítalíu, ’Ascntis Pasteur, Frakklandi, 4Genfarháskóli, Sviss ingi!eif@!andspitali.is Inngangur: Langtímavernd gegn sýkingum byggist á B minnis- frumum og langlífum plasmafrumum. Myndun B minnisfrumna verður samfara flokkaskiptum og sækniþroskun mótefna. Markmið rannsóknarinnar var að kanna myndun minnisfrumna í nýfæddum (einnar viku) og ungum (þriggja vikna) músum við bólusetningu með próteintengdum pneumókokkafjölsykrum (Pnc-TT). Minnis- frumur svara hratt og sterkt og geta svarað hreinni fjölsykru (PPS) með myndun IgG. Efniviður og aðferðir: Fullorðnar, eins og þriggja vikna gamlar mýs voru bólusettar undir húð (s.c.) með Pnc-TT, blóðsýni tekin vikulega, magn og sækni IgG mótefna gegn PPS mælt með ELISA. Niðurstöður: Einn PncTT skammtur olli marktækri mótefnamynd- un einnar viku og þriggja vikna músa og svörun við öðrum skammti var hröð og mikil sem sýnir að ungarnir höfðu myndað PPS sértæk- ar B minnisfrumur við fyrsta Pnc-TT skammt. Mótefnamagn hélst hátt í 16 vikur hjá öllum aldurshópum, sem bendir til tilvistar lang- lífra plasmafrumna. Olíkt fullorðnum sýndu nýfæddar og ungar mýs bólusettar einu sinni með Pnc-TT s.c. ekki mótefnasvörun gegn hreinni PPS tveimur vikum síðar. Við höfum sýnt að Pnc-TT ásamt ónæmisglæðinum LT-K63 eykur vernd gegn pneumókokkasýkingum í nýfæddum og ungum músum og var bólusetning um nef (i.n.) virkari en bólusetning s.c.. Pví voru einnar viku og þriggja vikna mýs bólusettar með Pnc-TT + LT-K63 s.c. eða i.n. og tveimur vikum síðar með hreinni PPS + LT-K63. Þegar bólusett var um nefslímhúð mældist sterk mótefnasvörun gegn PPS, en ekki þegar bólusett var undir húð, sem virtist hins vegar leiða til eyðingar á B minnisfrumum í nýfæddum músum. Bólusetning ný- bura með hreinni fjölsykru virðist því geta skert ónæmi sem þegar hefur myndast við bólusetningu með próteintengdum fjölsykrum. Ályktanir: Niðurstöður sýna að slímhúðarbólusetning með prótein- tengdri fjölsykru ásamt ónæmisglæðinum LT-K63 er öflug leið til að vekja myndun B minnisfrumna í nýfæddum og ungum músum. E 24 Áhrif bólusetningar með GnRH tengdu Hsp70 á æxlunarkerfi karlmúsa Sólveig G. Hannesdóttir1, Torben Lund2, Peter J. Delvcs2, Mahavir Singh1, Ruurd van der Zee4, Ivan M. Roitt2 1 Rannsóknaslofnun í ónæmisfræði Landspítala háskólasjúkrahúsi, 2University College London, 1Líftæknistofnunin í Braunschweig, 4Dýralæknaháskólinn í Utrecht ingileif@landspitali.is Inngangur: Bólusetning gegn kynhormónum eða öðrum þáttum æxlunarkerfisins getur komið í stað skurðaðgerðar til geldingar L/EKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88 29 L
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.