Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Qupperneq 29
AGRIP ERINDA / XI. VISINDARAÐSTEFNA HÍ I
síðari bólusetningu eða þremur klukkustundum eftir sermisinngjöf
voru mýsnar sýktar um nef með pneumókokkum af hjúpgerð 19F
eða 19A og sýking í lungum (þéttni kólonía, CFU) metin eftir 24
tíma.
Niðurstöður: Bólusetning með 19F-TT vakti myndun 19F-mótefna
(P<,001) og dró úr þéttni 19F í lungum miðað við óbólusettar mýs
(P<,001) og var fylgni milli mótefnamagns og 19F CFU (r=-,873;
P<,001). 19F-TT bólusetning vakti líka myndun mótefna gegn 19A
(P=,039) og dró úr 19A þéttni í lungum (P=,012). Ungbörn bólusett
með PNC mynduðu hærri mótefni gegn 19F en 19A (P<,001) og var
fylgni milli þeirra (r=,449; P=,001). Sermisinngjöf í kvið dró úr þéttni
19F í lungum (P=,057) og var fylgni milli 19F CFU og 19F mótefna í
ungbarnasýnum. Mýs sem fengu sermisinngjöf höfðu einnig lægri
19A þéttni í lungum en ómeðhöndlaðar mýs (P<,001).
Alyktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að ungböra og mýs
sem eru bólusett með PNC af hjúpgerð 19F mynda verndandi mót-
efni gegn 19F sem geta víxlbundist og verndað gegn tilraunasýking-
um af völdum 19A. Hvort bóluefnið verndar ungbörn gegn sjúkdóm-
um af völdum pneumókokka af hjúpgerð 19A á eftir að koma í ljós.
E 22 Slímhúðarbólusetning með próteintengdum
pneumókokkafjólsykrum verndar nýfæddar mýs gegn
lífshættulegum pneumókokkasýkingum
Hávard Jakobsen1, Stefanía P. Bjarnarson1, Monique Moreau12, Giuseppe
Del Giudice-’, Claire-Anne Siegrist4, Ingileif Jónsdóttir1
1 Rannsóknastoí'nun í ónæmisfræði Landspítala háskólasjúkrahúsi, 2Aventis
Pasteur, Frakklandi, ;('liiron. Ítalíu, 4Genfarháskóli, Sviss
ingileif@landspitali.is
Inngangur: Við höfum áður sýnt að bólusetning fullorðinna músa
með próteintengdum pneumókokkafjölsykrum (Pnc-TT) veitir vernd
gegn lífshættulegum pneumókokkasýkingum í músalíkani. Slím-
húðarbólusetning reyndist sérstaklega áhrifarík ef öflugir ónæmis-
glæðar voru notaðir, en ónæmisglæðar eru efni sem auka ónæmis-
svar við bólusetningu og eru þeir nauðsynlegir þegar bóluefni eru
gefin um slímhúðir.
Efniviður og aðferðir: Til að kanna hvort bólusetning með Pnc-TT
veki verndandi ónæmi snemma á ævinni voru nýfæddar (einnar
viku gamlar) og ungar mýs (þriggja vikna gamlar) bólusettar um nef
eða undir húð með Pnc-TT og var stökkbreytt gatatoxín úr Escher-
ichia coli (LT-K63) notað sem ónæmisglæðir. Mýsnar voru síðan
sýktar um nef með banvænum skammti af pneumókokkum til að
meta verndandi áhrif bólusetningarinnar.
Niðursföður: Pnc-TT vakti ónæmissvar bæði í nýfæddum og ungum
músum þegar það var gefið undir húð og var meirihluti músanna
verndaður gegn blóð- og lungnasýkingu en ónæmissvarið var lægra
en í fullorðnum músum og verndin einnig. Ef LT-K63 var bætt við
og bóluefnið áfram gefið undir húð, jókst bæði ónæmissvarið og
verndin marktækt. Bólusetning með Pnc-TT og LT-K63 um nef gaf
besta svarið í nýfæddum músum og veitti fullkomna vernd gegn
bæði blóð- og lungnasýkingu. í fullorðnum og ungum músum var
svarið við slímhúðarbólusetningu sambærilegt því sem fékkst við
bólusetningu undir húð með Pnc-TT og LT-K63. Hins vegar mæld-
ist fjölsykrusértæk IgA mótefni í munnvatni eingöngu þegar Pnc-
TT var gefið ásamt LT-K63 um nef.
Alyktanir: Þessar niðurstöður sýna að slímhúðarbólusetning með
próteintengdum pneumókokkafjölsykrum og LT-K63 getur yfir-
unnið þá þætti sem takmarka ónæmissvar nýbura og eru nauðsyn-
legir til að fá fram vernd gegn sýkingum af völdum fjölsykruhjúp-
aðra baktería snemma á ævinni.
E 23 Myndun B-minnisfrumna í nýfæddum og ungum
músum eftir bólusetningu með próteintengdum
pneumókokkafjölsykrum
Slcfanía P. Bjarnarsoni, Hávard Jakobseni, Giuseppe Del Giudice2,
Emmanuelle Trannoy1, Claire-Anne Siegrist4, Ingileif Jónsdóttiri
iRannsóknastofnun í ónæmisfræöi Landspítala háskólasjúkrahúsi, 2Chiron, Ítalíu,
’Ascntis Pasteur, Frakklandi, 4Genfarháskóli, Sviss
ingi!eif@!andspitali.is
Inngangur: Langtímavernd gegn sýkingum byggist á B minnis-
frumum og langlífum plasmafrumum. Myndun B minnisfrumna
verður samfara flokkaskiptum og sækniþroskun mótefna. Markmið
rannsóknarinnar var að kanna myndun minnisfrumna í nýfæddum
(einnar viku) og ungum (þriggja vikna) músum við bólusetningu
með próteintengdum pneumókokkafjölsykrum (Pnc-TT). Minnis-
frumur svara hratt og sterkt og geta svarað hreinni fjölsykru (PPS)
með myndun IgG.
Efniviður og aðferðir: Fullorðnar, eins og þriggja vikna gamlar
mýs voru bólusettar undir húð (s.c.) með Pnc-TT, blóðsýni tekin
vikulega, magn og sækni IgG mótefna gegn PPS mælt með ELISA.
Niðurstöður: Einn PncTT skammtur olli marktækri mótefnamynd-
un einnar viku og þriggja vikna músa og svörun við öðrum skammti
var hröð og mikil sem sýnir að ungarnir höfðu myndað PPS sértæk-
ar B minnisfrumur við fyrsta Pnc-TT skammt. Mótefnamagn hélst
hátt í 16 vikur hjá öllum aldurshópum, sem bendir til tilvistar lang-
lífra plasmafrumna. Olíkt fullorðnum sýndu nýfæddar og ungar
mýs bólusettar einu sinni með Pnc-TT s.c. ekki mótefnasvörun gegn
hreinni PPS tveimur vikum síðar.
Við höfum sýnt að Pnc-TT ásamt ónæmisglæðinum LT-K63 eykur
vernd gegn pneumókokkasýkingum í nýfæddum og ungum músum
og var bólusetning um nef (i.n.) virkari en bólusetning s.c.. Pví voru
einnar viku og þriggja vikna mýs bólusettar með Pnc-TT + LT-K63
s.c. eða i.n. og tveimur vikum síðar með hreinni PPS + LT-K63. Þegar
bólusett var um nefslímhúð mældist sterk mótefnasvörun gegn PPS,
en ekki þegar bólusett var undir húð, sem virtist hins vegar leiða til
eyðingar á B minnisfrumum í nýfæddum músum. Bólusetning ný-
bura með hreinni fjölsykru virðist því geta skert ónæmi sem þegar
hefur myndast við bólusetningu með próteintengdum fjölsykrum.
Ályktanir: Niðurstöður sýna að slímhúðarbólusetning með prótein-
tengdri fjölsykru ásamt ónæmisglæðinum LT-K63 er öflug leið til að
vekja myndun B minnisfrumna í nýfæddum og ungum músum.
E 24 Áhrif bólusetningar með GnRH tengdu Hsp70
á æxlunarkerfi karlmúsa
Sólveig G. Hannesdóttir1, Torben Lund2, Peter J. Delvcs2, Mahavir Singh1,
Ruurd van der Zee4, Ivan M. Roitt2
1 Rannsóknaslofnun í ónæmisfræði Landspítala háskólasjúkrahúsi, 2University
College London, 1Líftæknistofnunin í Braunschweig, 4Dýralæknaháskólinn í
Utrecht
ingileif@landspitali.is
Inngangur: Bólusetning gegn kynhormónum eða öðrum þáttum
æxlunarkerfisins getur komið í stað skurðaðgerðar til geldingar
L/EKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88 29
L