Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Page 30
■ ÁGRIP ERINDA / XI. VlSINDARÁÐSTEFNA HÍ
karldýra. Hormónið GnRH er 10 amínósýru langt peptíð, sem slýr-
ir myndun gónadótrópína og hefur áhrif á kynhormónaferilinn og
sáðfrumuframleiðslu. Mótefni gegn GnRH geta bælt virkni þess, en
af GnRH bóluefnum þarf marga skammta og/eða sterka ónæmis-
glæða til að fá jafnt svar. Hitalostsprótein (Hsp) hafa verið notuð
sem burðarprótein í tilraunabóluefnum, þau eru sjálf öflugir ónæm-
isvakar og vekja einnig ónæmissvar gegn tengdum ónæmisvökum.
Efniviður og aðferðin GnRH með D-lysín í stað glycín stöðu 6
(GnRH-D6-Lys) var tengt Hsp70 með glútaraldehýði. Karlmýs
(BALB/c) voru bólusettar í kvið með GnRH-Hsp70 í mildum ónæm-
isglæðum (Ribi eða ICF), fyrst ókynþroska, það er þriggja vikna, og
síðan endurbólusettar tveimur og fjórum vikum síðar. Mýsnar voru
drepnar 12 vikna og GnRH-sértæk mótefni og testósterón mælt í
sermi. Pær voru einnig krufnar og eistu og önnur æxlunarfæri skoðuð.
Niðurstöður: Allar mýsnar mynduðu GnRH-sértæk mótefni, hvort
sem þær voru bólusettar með ónæmisglæði eða án. Þrátt fyrir að
testósterónmagn væri afar breytilegt innan hópa var munur á þrosk-
unarstigi innri æxlunarfæra, svo sem urogenital complex, og höfðu
bólusettar mýs vanþroskaðri líffæri (p<0,05) en óbólusettar mýs.
Munur fannst einnig á vefjauppbyggingu eistnanna, en miðað við
þær óbólusettu höfðu bólusettu mýsnar marktækt minna milli-
frumuefni (p<0,05), sem er samsett úr Leydig frumum. Testósterón-
háð genatjáning í eistum var einnig lægri í bólusettu músunum.
Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til að Hsp70 sé gott burðarpró-
tein í bóluefni gegn GnRH og eru hvatning til frekari þróunar slíkra
bóluefna.
E 25 Prófun á ónæmisviðbrögðum íslenskra hrossa hér
á landi og í Sviss við bitmýi (Simulium) og mýflugunni
(Culicoides) sem veldur sumarexemi
Sigurbjörg Þorsteinsdúttir1, Silvia Baselgia2, Vilhjálmur Svansson1, Freyja
S. Eiríksdóttir1, Agnes Helga Martin1, Sigríður Björnsdóttir2, Eliane Marti2
^Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 2Háskólinn í Bern, ^embætti yfirdýra-
læknis, Hólaskóla í Hjaltadal
sibbath@rhi.hi.is
Inngangur: Sumarexem er ofnæmi í hrossum gegn prótíni sem
berst við bit mýflugna af ættkvíslinni Culicoides (biling midges). Of-
næmið er vandamál í íslenskum hestum á erlendri grund en Culi-
coides lifir ekki á íslandi, bitmýið hér er af ættkvíslinni Simulium
(blackflies). Af hestum fæddum á íslandi sem útsettir eru fyrir Culi-
coides fá 20-50% einstaklinga sumarexem en einungis 3-7% hesta
af öðrum kynjum erlendis. Sumarexem er ofnæmi af gerð I með
framleiðslu á IgE og losun á bólgumiðlum, svo sem histamíni og
leukótrínum. Notað var sulfídóleukótrína (sLT) losunarpróf til að
prófa ofnæmisviðbrögð. Hestar með sumarexem svara í sLT losun-
arprófi bæði þegar þeir eru með einkenni á sumrin og líka ein-
kennalausir á veturna. Margir hestar sem svara á Culicoides svara
líka á Simulium. Verið gæti að einhver hross hafi þegar þróað of-
næmisviðbrögð gegn Simulium hér á landi áður en þau eru flutt út
án þess að sýna sumarexemseinkenni.
Efniviður og aðferðir: Tekið var blóð úr 170 hrossum hér heima.
Hrossin voru af báðum kynjum á aldrinum 3-25 vetra. Prófuð voru
76 hross af svæðum þar sem er mikið mýbit, 54 samanburðarhross
og 40 útflutningshross. I Sviss voru prófaðir á sama hátt með sömu
fluguseyðum 87 íslenskir hestar með sumarexem og 71 heilbrigður.
Hvílfrumur úr hestum voru örvaðar in vitro með seyði af Culicoides
nubeculosus og Simulium vittatum (íslenskt bitmý) og losun á sLT
mæld með ELISA-prófi.
Niðurstöður og ályktanir: Hestarnir hér á landi svöruðu ekki á
Culicoides og einungis tveir svöruðu mjög veikt á Simulium. Af
sumarexemshestunum svöruðu 80% á Culicoides en 59% á Simul-
ium. Af heilbrigðu hestunum í Sviss svöruðu 4% á Culicoides en
15% á Simulium. Með sLT losunarprófi var því ekki hægt að sýna
fram á að hestarnir hefðu myndað ofnæmisviðbrögð gegn flugunum
hér heima.
E 26 Þróun ósérvirkra ónæmisþátta hjá þorski
Bcrgljót Magnadúttir1, Sigrún Lange1, Sigríður Guðmundsdóttir1, Agnar
Steinarsson2
'Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum. 2Tilraunaeldisstöð Hafrannsóknastofn-
unar í Grindavík
bergmagn@hi.is
Inngangur: Sérvirkt ónæmiskerfi þorsks, það er virkar eitilfrumur
og framleiðsla mótefna, er talið t'ullþroskað um 56 dögum eftir klak
þegar seiðin hafa náð um 33 mm stærð. Fram að þessum tíma eru
seiðin háð ósérvirkum varnarþáttum til varnar sýkingu. Lítið er vit-
að um þróun ósérvirka ónæmiskerfisins hjá fiskum. Fylgst var með
myndun ákveðinna þátta hjá þorski frá frjóvguðu eggi þar til 57
dögum eftir klak.
Efniviður og aðferðir: Sýni voru tekin í fljótandi köfnunarefni af
frjóvguðum eggjum og lirfum frá þremur dögum eftir frjóvgun þar
til 57 dögum eftir klak (16 sýni). Próteinlausn var unnin úr þessum
efniviði og greind í ónæmisþrykki með mótefnum gegn þorskapró-
teinum (IgM, magnaþáttum, apólípópróteini, pentraxíni, hemó-
glóbúlíni) og með mótefnum framleiddum gegn ýmsum próteinum
annarra tegunda.
Niðurstöður og ályktanir: Helstu niðurstöður voru að mótefni gegn
sermispróteinum þorsks greindi þrjú óskilgreind prótein þremur
dögum eftir frjóvgun: um 52,18 og 14 kDa. 52 kDa próteinið sást
ekki í öðrum sýnum, 18 kDa próteinið greindist líka í eggjum tekn-
um sjö, níu og 11 dögum eftir frjóvgun og í lirfum þar til tveimur
dögum eftir klak en ekki í eldri lirfum og 14 kDa próteinið greindist
ekki í eldri eggjum en kom aftur fram í lirfum einum til tveimur
dögum eftir klak og gæti því hafa borist frá hrygnu til eggs.
30 kDa prótein, sem hefur verið greint sem apolipoprotein pre-
cursor, kom fram í eggjum sjö dögum eftir frjóvgun og var áberandi
prótein þaðan í frá. Mótefni sem framleidd hafa verið gegn magna-
þáttum (C3) þorsks hafa einnig greint þetta 30 kDa prótein. Petta
sýnir að C3 og apolipoprotein precursor eru sennilega sértækt
tengd í þorski um leið og C3 kemur fram. a- og þ-keöjur C3 greind-
ust með nokkurri vissu frá og með 11-15 dögum eftir klak, þ-keðjan
greindist ef til vill fyrr eða rétt um klak.
IgM greindist ekki í neinu sýni sem sýnir að mótefni berast
sennilega ekki frá hrygnu til eggs eins og gerist hjá ýmsum fiskteg-
undum. í þroskunarferli fiska skiptir stærð yfirleitt meira máli en
aldur og þar sem elstu lirfurnar (57 daga gamlar) voru rétt um 20
mm að lengd var ekki líklegt að framleiðsla IgM væri hafin þrátt
fyrir réttan aldur. Minni stærð kom sennilega til af lægra hitastigi
eða meiri þéttleika en viðmið úr fyrri rannsóknum.
Imkkir: Verkefnið var styrkt af Evrópuverkefnin.u FISHAID og Rannsóknasjóði HÍ.
30
LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88