Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Side 35

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Side 35
ÁGRIP ERINDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ I virknin var metin með sjálfsmati með aðstoð VAS-sjónskala og einkunn gefin samkvæmt Ritchies. Styrkur boðefnanna IL-6, TNFa og IL-10 var mældur í sermi kl. 08:00,12:00 og 16:00. Samtímis voru hvít heilkjama blóðkorn einangruð og framleiðsla þeirra á sömu boð- efnum metin eftir 48 klukkustunda ræktun. Boðefnin voru mæld með samloku-ELISA-aðferð (R&D). Niðurstöður: Marktæk jákvæð fylgni var á milli styrks IL-6 í sermi og CRP kl 08:00 og kl. 16:00, og einnig var fylgni við sökk kl. 16:00. Styrkur TNFa í sermi hafði marktæka fylgni við CRP kl. 16:00. Engin fylgni var á milli IL-10 og mæliþátta á bólguvirkni. Fram- leiðsla IL-6, IL-10 og TNFa sýndi ekki marktæka dægursveiflu, hvorki í sermi né í frumufloti. Hins vegar voru meðaltalsgildi IL-6, bæði í sermi og frumufloti, lægst síðdegis og einstaka sjúklingur sýndi áberandi dagsveiflu. Pá var styrkur TNFa hæstur um hádegis- bilið en lægstur síðdegis (p<0,05). Alyktanir: Þó framleiðsla IL-6, TNFa og IL-10 hafi ekki sýnt mark- tæka dægursveiflu sýnir rannsóknin ákveðinn breytileika á styrk boð- efnanna yfir daginn. Pví er vert að íhuga hvort ekki sé nauðsynlegt að hafa staðlaðan sýnatökutíma þegar verið er að rannsaka bólgu- miðlandi boðefni við iksýki og aðra bólgusjúkdóma. Rannsókn með stærra úrtaki ætti að geta skorið úr um mikilvægi sýnatökutíma í rannsóknum af þessum meiði. E 39 Trombín og histamín valda fosfórun á eNOS óháð virkni Akt (PKB) tirynhildur Tlinrsi, Haraldur Halldórsson1, Guðmundur Porgeirsson1.2 'Rannsóknastofa HÍ í lyfjafræði, 2lyflækningadeild Landspítala háskólasjúkrahúss brynhit@hi.is Inngangur: Virkni NO-synthasa í æðaþelsfrumum (eNOS) er stjórnað á flókinn hátt með fosfórun á seríni, threoníni og týrósíni auk tengsla við kaveolín sem eru háð kalsíumstyrk. Próteinkínasinn Akt (PKB) hefur verið hlekkur í flestum þeim boðleiðum sem rannsakaðar hafa verið í æðaþeli sem leiða til eNOS örvunar. Við höfum áður sýnt að örvun æðaþelsfrumna me'ð trombíni og histamíni, áverkunarefnum sem örva myndun á cGMP í æðaþeli, kemur í veg fyrir Akt-fosfórun. í þessari rannsókn höfum við kann- að áhrif þessara áverkunarefna á fosfórun eNOS. Efniviður og aðferðir: Æðaþelsfrumur úr bláæðum naflastrengja voru ræktaðar uns þær náðu samfellu á ræktunarskálum. Eftir með- höndlun með áverkunarefnum og/eða hindrum var fosfórun eNOS á seríni 1177 metin með sérhæfðu mótefni sem var greint með raf- Ijómun. Niðurstöður: Bæði histamín og trombín örvuðu fosfórun á eNOS (Serll77) þótt áður hafi komið fram að bæði áverkunarefnin koma 1 veg fyrir Akt-fosfórun. Wortmannin (hindrar PI3K-Akt ferlið) hafði engin áhrif en hindraði eNOS-fosfórun af völdum EGF (epi- dermal growth factor). GF109203X (hindrar PKC), PD98059 (hindrar ERK), SB203580 (hindrar p38), K62 (hindar calmodulin háðan kínasa) og Y27632 (hindrar Rho-kínasa) höfðu heldur engin áhrif. Hins vegar hindraði H89 (20 uM) þetta ferli sem bendir til þess að PKA taki þátt í boðleiðinni. Alyktanir: Niðurstöðurnar benda þannig til að trombín og hista- mín örvi fosfórun eNOS á seríni 1177 í æðaþelsfrumum óháð Akt en hugsanlega í gegnum PKA. E 40 Samanburður á árangri kransæðavíkkunaraðgerða hjá konum og körlum á árunum 1987-2000 Ragnar Daniclscn. Kristján Eyjólfsson Hjartadeild Landspítala háskólasjúkrahúss ragnarda@landspitali.is Inngangur: Umdeilt hefur verið hvort árangur kransæðavíkkana sé jafn góður hjá konum og körlum. Pví var gerður samanburður á milli kynja á árangri og fylgikvillum eftir kransæðavíkkunaraðgerð hér á landi. Eftiiviður og aðferðir: Á árunum 1987-2000 voru gerðar 3355 krans- æðavíkkunaraðgerðir, 798 hjá konum (24%) og 2557 hjá körlum (76%). Sjúkraskrár sjúklinga voru kannaðar afturskyggnt með tilliti til klínískra þátta, árangurs eftir kransæðavíkkun og fylgikvilla á sjúkrahúsi eftir aðgerð. Niðurstöður: Konur í samanburði við karla voru oftar eldri en 65 ára, með háþrýsting og hækkaðar blóðfitur, en höfðu sjaldnar reykt. Tíðni sykursýki, eldra hjartadreps og segaleysandi meðferðar var svipuð, en fyrri hjáveituaðgerð eða kransæðavíkkun óalgengari hjá konum. Óstöðug hjartaöng var algengari hjá konum (41% á móti 32%; p<0,001) og þær fóru oftar í hálfbráða víkkun (43% á móti 37%; p<0,001). Konur voru sjaldnar með þriggjaæða sjúkdóm, en víkkun strax í kjölfar kransæðamyndatöku var jafnalgeng. Notkun stoðneta (40% á móti 42%; NS), víkkun á endurþrengslum (10% á móti 12%; NS) og venugræðlingum (2% á móti 3%; NS) var svipuð. Góður víkkunarárangur var álíka hjá konum og körlum (93% á móti 91%; p=0,06), svo og bráð hjáveituaðgerð eftir víkkun (1 % ), klínískt hjartadrep (2%), og >3-föld kreatínfn kínasa hækkun (2% á móti 3%; NS). Nárablæðing eftir víkkun var algengari hjá konum (1,25% á móti 0,12%; p<0,001), svo og gervigúll í nára (2,1% á móti 0,6%; p<0,001, en líkur á sjúkrahúsdauða í legu svipaðar (0,5% á móti 0,3%; NS). Ályktanir: Árangur kransæðavíkkunar er sambærilegur hjá kynj- unum þó konur séu oftar eldri en 65 ára og með háþrýsting og hækkaðar blóðfitur. Konur höfðu oftar óstöðuga hjartaöng er leiddi til hálfbráðrar víkkunar. Hjartadrep og sjúkrahúsdauði eftir víkkun eru sambærileg hjá kynjunum, en konur fá oftar náravandamál. E 41 Árangur og fylgikvillar eftir kransæðavíkkun hjá íslenskum sjúklingum með sykursýki á árunum 1987-2000 Ragnar Daniclsen. Kristján Eyjólfsson Hjartadeild Landspítala háskólasjúkrahúss ragnarda@landspitali.is Inngangur: Erlendar rannsóknir benda til þess að árangur krans- æðavíkkana sé lakari hjá sykursjúkum en öðrum kransæðasjúkling- um og fylgikvillar og endurþrengsli algengari. Pví var gerður sam- anburður á þessu hér á landi. Efniviður og aðferðir: Á árunum 1987-2000 voru gerðar 3355 krans- æðavíkkanir, þar af 262 (8%) hjá sykursjúkum. Sjúkraskrár voru kannaðar afturskyggnt með tilliti til klfnískra þátta, árangurs krans- æðavíkkunar og fylgikvilla á sjúkrahúsi. Niðurstöður: Meðal sykursjúkra voru konur hlutfallslega fleiri en hjá sjúklingum án sykursýki (29% á móti 23%; p=0,06), en álíka margir eldri en 70 ára. Sykursjúkir voru oftar með háþrýsting (61% L/EKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88 35
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.