Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Page 37
AGRIP ERINDA / XI. VISINDARAÐSTEFNA HÍ I
aður sem: enginn - lítill - meðalgóður - góður. Útilokaðir voru
sjúklingar með arfgengan höfuðskjálfta og þeir sem einungis höfðu
verið meðhöndlaðir í eitt skipti.
Niðurstöður: Tuttugu sjúklingar hafa verið meðhöndlaðir. Ríkjandi
einkenni hjá 13 sjúklingum var snúningur höfuðs (torticollis), hjá
þremur höfuðfetta (retrocollis) og hjá fjórum höfuðskjálfti (trem-
or). Allir sjúklingarnir svöruðu meðferðinni í byrjun; hjá 11 sjúk-
lingum var árangur metinn sem góður, hjá sex sem meðalgóður og
hjá þremur sem lítill. Eftir allmörg meðferðarskipti hætti meðferðin
að skila árangri hjá tveim sjúklinganna (secondary non-responsive)
og var meðferð þá reynd með annarri sermisgerð toxínsins (B í stað
A) með nokkrum árangri. Engir alvarlegir fylgikvillar komu fyrir.
Greint verður nánar frá einkennum, orsökum og tíma sem liðinn er
frá byrjun meðferðar.
Alyktanin Meðferð sjúklinga á íslandi með aukna vöðvaspennu í
hálsi með inndælingu botulinum toxíns í vöðva hefur skilað góðum
árangri og er sambærilegt við það sem lýst er í erlendum rannsóknum.
E 45 Segulörvun hnykils í meðferð sjúklinga með
slingeinkenni
Anna L. Þórisdóttiri, Þóra Andrésdóttir2, Albert Páll Sigurðsson1, Sverrir
Bergmanni, Sigurjón B. Stefánsson1
'Taugalækningadeild og 2endurhæfingardeild Landspítala háskóiasjúkrahúss
sigurjs@landspitali.is
Inngangur: Sjúkdómar í hnykli (cerebellum) eða taugabrautum
sem tengjast honum geta valdið sling (ataxia). Tilgangur rannsókn-
arinnar var að meta árangur og áhrif segulörvunar (transcranial
magnetic stimulation, TMS) hnykils í meðferð sjúklinga með sling,
en segulörvun er ekki enn orðið viðurkennt meðferðarform í þess-
um tilgangi.
Efniviður og aðferðir: Fjórir sjúklingar með slingeinkenni gengust
undir 10 daga meðferð á tveggja vikna tímabili, sem fólst í segulörv-
un yfir svæðum litla heila. Notaður var Dantec Magpro segulörvari
með 14 cm áttalaga rafspólu. Tíu rafpúlsar (72 pts) á 5 sekúndna
fresti (0,2 Hz) voru gefnir á þrem stöðum: yfir hnakka (svíraleiti/
uuon), 5 cm hægra megin og 5 cm vinstra megin við miðlínu hnakka.
Arangur meðferðar var metinn með Berg-prófi.
Niðurstöður: Sjúklingarnir luku allir meðferð án alvarlegra auka-
verkana. Fyrir alla sjúklingana var meðaltalshækkun á Berg-prófi
34 stig í 36 stig. Þrír af fjórum sjúklingum bættu árangur sinn á Berg-
Prófi talsvert eftir meðferð og hækkuðu að meðaltali úr 39 stigum í
46 stig. Einn sjúklingur bætti sig ekki neitt á Berg-prófi.
Alyktanir: Nýlegar rannsóknir hafa sýnt jákvæð áhrif segulörvunar
á sjúklinga með slingeinkenni. Með því að nota áttalaga rafspólu
eins og gert var í þessari forathugun, sem er talin gefa staðbundna
örvun, væri hægt að stytta þann tíma sem sjúklingar eru í meðferð.
E 46 Blóðsegaleysandi meðferð við bráðu heiladrepi á
taugalækningadeild Landspítala Fossvogi 1999-2002
Finnbogi Jakobssoni, Einar M. Valdimarssoni, Örn Thorstensen2
'Taugadeild Landspítala háskólasjúkrahúss, 2röntgendeild Landspítala Fossvogi
innbogijakobsson@hotmail.com
Inngangur: Blóðsegaleysandi meðferð við bráðu heiladrepi með
g)öf rt-PA innan við þremur klukkustundum frá upphafi einkenna
hófst erlendis 1996. Meðferðin er talin minnka afleiðingar heila-
dreps og bæta horfur sjúklinga, þrátt fyrir hættu á alvarlegum heila-
blæðingum. Hérlendis hófst slík meðferð 1999. Tllgangur rannsókn-
arinnar var að meta fjölda einstaklinga, árangur meðferðar og fylgi-
kvilla frá upphafi í október 1999 á taugalækningadeild Landspítala
Fossvogi.
Efniviður og aðferðir: Úr framskyggnri skrá heilablóðfallsjúklinga
á taugalækningadeild Landspítala Fossvogi voru fundnir sjúklingar
frá október 1999 til október 2002 sem fengið höfðu blóðsegaleys-
andi meðferð.
Niðurstöður: Prettán sjúklingar voru meðhöndlaðir eða 4% sjúk-
linga með heiladrep á tímabilinu. Einn sjúklingur 1999,10 sjúkling-
ar 2000, tveir sjúklingar 2001 og tveir einstaklingar 2002. Tólf höfðu
algjöra helftarlömun, en einn staðbundið málstol. Aldursdreifing
var 34-83 ára. Meðaltími frá upphafi einkenna til meðferðar var
tvær klukkustundir og 20 mínútur. Tölvusneiðmynd af höfði (TS)
við komu sýndi ekkert heiladrep hjá 12 sjúklingum. Hjá tveimur
greindist blóðsegi í art. cerebri media á TS. Enginn sjúklingur fékk
einkennagefandi heilablæðingu af meðferðinni. Meðferð var talin
skila árangri í minnkun brottfallseinkenna hjá fjórum einstakling-
um.
Ályktanir: Hlutfall sjúklinga (4%) með heiladrep sem fengu blóð-
segaleysandi meðferð var líkt og erlendis (1-10%). Sjúklingar með
alvarleg brottfallseinkenni og slæmar horfur voru meðhöndlaðir, en
ekki einstaklingar með minni brottfallseinkenni. Meðferðarárang-
ur var svipaður hérlendis og lýst er erlendis. Bráð meðferð heila-
dreps með blóðsegaleysandi meðferð á rétt á sér hérlendis í völdum
tilvikum.
E 47 Dánartíðni af völdum heilavefsblæðinga. Afturskyggn
rannsókn á Landspítala Hringbraut
Jóhann Davíð fsaksson1, Albert Páll Sigurðsson2, Ólafur Kjartansson3
^Læknadeild HÍ, 2taugalækningadeild og 3röntgendeild Landspítala Hringbraut
alberts@landspitali.is
Inngangur: Árlega fá um 100 sjúklingar heilavefsblæðingar (HVB)
á íslandi. Dauðsföll eru hærri við heilavefsblæðingar en heilablóð-
þurrð. í rannsókninni var leitast við að kanna hvaða þættir spá fyrir
um ótímabæran dauða þessara sjúklinga. Erlendar rannsóknir
benda til að stór blæðing (> 60 ml), blæðing inn í heilahólf og lág
Glasgow Coma Scale (GSC) stigun (< 9) við komu spái best fyrir
um þetta.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til sjúklinga sem greindust
með heilavefsblæðingar á Landspítala Hringbraut á 10 ára tímabili
(1990 til 1999). Sjúkraskýrslur voru kannaðar með tilliti til: aldurs
og kyns, GCS stigunar, blóðprófa, blóðþrýstings og lyfja við komu,
hvort saga væri um háþrýsting, kólesterólhækkun (hypercholester-
olemia), reykingar, áfengisneyslu eða áverka. Tímalengd frá upp-
hafi heilavefsblæðinga að dauða var athuguð. Tölvusneiðmyndir af
höfði voru lesnar með tilliti til staðsetninga og stærða blæðinga og
hvort blóð væri inni í heilahólfum. Kí-kvaðratspróf var notað til að
meta tölfræðilega marktækni.
Niðurstöður: Alls greindust 218 sjúklingar með heilavefsblæðingar,
131 karl og 87 konur. Aldur sjúklinga var 0-96 ár, meðalaldur 67 ár.
Fjórir voru 0-4 ára og sex 25-29 ára; fjórir þeirra höfðu cystatín C
cerebral amyloid angiopathia. Alls létust 25%, flestir innan tveggja
LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2 0 02/8 8 3 7