Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Qupperneq 37

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Qupperneq 37
AGRIP ERINDA / XI. VISINDARAÐSTEFNA HÍ I aður sem: enginn - lítill - meðalgóður - góður. Útilokaðir voru sjúklingar með arfgengan höfuðskjálfta og þeir sem einungis höfðu verið meðhöndlaðir í eitt skipti. Niðurstöður: Tuttugu sjúklingar hafa verið meðhöndlaðir. Ríkjandi einkenni hjá 13 sjúklingum var snúningur höfuðs (torticollis), hjá þremur höfuðfetta (retrocollis) og hjá fjórum höfuðskjálfti (trem- or). Allir sjúklingarnir svöruðu meðferðinni í byrjun; hjá 11 sjúk- lingum var árangur metinn sem góður, hjá sex sem meðalgóður og hjá þremur sem lítill. Eftir allmörg meðferðarskipti hætti meðferðin að skila árangri hjá tveim sjúklinganna (secondary non-responsive) og var meðferð þá reynd með annarri sermisgerð toxínsins (B í stað A) með nokkrum árangri. Engir alvarlegir fylgikvillar komu fyrir. Greint verður nánar frá einkennum, orsökum og tíma sem liðinn er frá byrjun meðferðar. Alyktanin Meðferð sjúklinga á íslandi með aukna vöðvaspennu í hálsi með inndælingu botulinum toxíns í vöðva hefur skilað góðum árangri og er sambærilegt við það sem lýst er í erlendum rannsóknum. E 45 Segulörvun hnykils í meðferð sjúklinga með slingeinkenni Anna L. Þórisdóttiri, Þóra Andrésdóttir2, Albert Páll Sigurðsson1, Sverrir Bergmanni, Sigurjón B. Stefánsson1 'Taugalækningadeild og 2endurhæfingardeild Landspítala háskóiasjúkrahúss sigurjs@landspitali.is Inngangur: Sjúkdómar í hnykli (cerebellum) eða taugabrautum sem tengjast honum geta valdið sling (ataxia). Tilgangur rannsókn- arinnar var að meta árangur og áhrif segulörvunar (transcranial magnetic stimulation, TMS) hnykils í meðferð sjúklinga með sling, en segulörvun er ekki enn orðið viðurkennt meðferðarform í þess- um tilgangi. Efniviður og aðferðir: Fjórir sjúklingar með slingeinkenni gengust undir 10 daga meðferð á tveggja vikna tímabili, sem fólst í segulörv- un yfir svæðum litla heila. Notaður var Dantec Magpro segulörvari með 14 cm áttalaga rafspólu. Tíu rafpúlsar (72 pts) á 5 sekúndna fresti (0,2 Hz) voru gefnir á þrem stöðum: yfir hnakka (svíraleiti/ uuon), 5 cm hægra megin og 5 cm vinstra megin við miðlínu hnakka. Arangur meðferðar var metinn með Berg-prófi. Niðurstöður: Sjúklingarnir luku allir meðferð án alvarlegra auka- verkana. Fyrir alla sjúklingana var meðaltalshækkun á Berg-prófi 34 stig í 36 stig. Þrír af fjórum sjúklingum bættu árangur sinn á Berg- Prófi talsvert eftir meðferð og hækkuðu að meðaltali úr 39 stigum í 46 stig. Einn sjúklingur bætti sig ekki neitt á Berg-prófi. Alyktanir: Nýlegar rannsóknir hafa sýnt jákvæð áhrif segulörvunar á sjúklinga með slingeinkenni. Með því að nota áttalaga rafspólu eins og gert var í þessari forathugun, sem er talin gefa staðbundna örvun, væri hægt að stytta þann tíma sem sjúklingar eru í meðferð. E 46 Blóðsegaleysandi meðferð við bráðu heiladrepi á taugalækningadeild Landspítala Fossvogi 1999-2002 Finnbogi Jakobssoni, Einar M. Valdimarssoni, Örn Thorstensen2 'Taugadeild Landspítala háskólasjúkrahúss, 2röntgendeild Landspítala Fossvogi innbogijakobsson@hotmail.com Inngangur: Blóðsegaleysandi meðferð við bráðu heiladrepi með g)öf rt-PA innan við þremur klukkustundum frá upphafi einkenna hófst erlendis 1996. Meðferðin er talin minnka afleiðingar heila- dreps og bæta horfur sjúklinga, þrátt fyrir hættu á alvarlegum heila- blæðingum. Hérlendis hófst slík meðferð 1999. Tllgangur rannsókn- arinnar var að meta fjölda einstaklinga, árangur meðferðar og fylgi- kvilla frá upphafi í október 1999 á taugalækningadeild Landspítala Fossvogi. Efniviður og aðferðir: Úr framskyggnri skrá heilablóðfallsjúklinga á taugalækningadeild Landspítala Fossvogi voru fundnir sjúklingar frá október 1999 til október 2002 sem fengið höfðu blóðsegaleys- andi meðferð. Niðurstöður: Prettán sjúklingar voru meðhöndlaðir eða 4% sjúk- linga með heiladrep á tímabilinu. Einn sjúklingur 1999,10 sjúkling- ar 2000, tveir sjúklingar 2001 og tveir einstaklingar 2002. Tólf höfðu algjöra helftarlömun, en einn staðbundið málstol. Aldursdreifing var 34-83 ára. Meðaltími frá upphafi einkenna til meðferðar var tvær klukkustundir og 20 mínútur. Tölvusneiðmynd af höfði (TS) við komu sýndi ekkert heiladrep hjá 12 sjúklingum. Hjá tveimur greindist blóðsegi í art. cerebri media á TS. Enginn sjúklingur fékk einkennagefandi heilablæðingu af meðferðinni. Meðferð var talin skila árangri í minnkun brottfallseinkenna hjá fjórum einstakling- um. Ályktanir: Hlutfall sjúklinga (4%) með heiladrep sem fengu blóð- segaleysandi meðferð var líkt og erlendis (1-10%). Sjúklingar með alvarleg brottfallseinkenni og slæmar horfur voru meðhöndlaðir, en ekki einstaklingar með minni brottfallseinkenni. Meðferðarárang- ur var svipaður hérlendis og lýst er erlendis. Bráð meðferð heila- dreps með blóðsegaleysandi meðferð á rétt á sér hérlendis í völdum tilvikum. E 47 Dánartíðni af völdum heilavefsblæðinga. Afturskyggn rannsókn á Landspítala Hringbraut Jóhann Davíð fsaksson1, Albert Páll Sigurðsson2, Ólafur Kjartansson3 ^Læknadeild HÍ, 2taugalækningadeild og 3röntgendeild Landspítala Hringbraut alberts@landspitali.is Inngangur: Árlega fá um 100 sjúklingar heilavefsblæðingar (HVB) á íslandi. Dauðsföll eru hærri við heilavefsblæðingar en heilablóð- þurrð. í rannsókninni var leitast við að kanna hvaða þættir spá fyrir um ótímabæran dauða þessara sjúklinga. Erlendar rannsóknir benda til að stór blæðing (> 60 ml), blæðing inn í heilahólf og lág Glasgow Coma Scale (GSC) stigun (< 9) við komu spái best fyrir um þetta. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til sjúklinga sem greindust með heilavefsblæðingar á Landspítala Hringbraut á 10 ára tímabili (1990 til 1999). Sjúkraskýrslur voru kannaðar með tilliti til: aldurs og kyns, GCS stigunar, blóðprófa, blóðþrýstings og lyfja við komu, hvort saga væri um háþrýsting, kólesterólhækkun (hypercholester- olemia), reykingar, áfengisneyslu eða áverka. Tímalengd frá upp- hafi heilavefsblæðinga að dauða var athuguð. Tölvusneiðmyndir af höfði voru lesnar með tilliti til staðsetninga og stærða blæðinga og hvort blóð væri inni í heilahólfum. Kí-kvaðratspróf var notað til að meta tölfræðilega marktækni. Niðurstöður: Alls greindust 218 sjúklingar með heilavefsblæðingar, 131 karl og 87 konur. Aldur sjúklinga var 0-96 ár, meðalaldur 67 ár. Fjórir voru 0-4 ára og sex 25-29 ára; fjórir þeirra höfðu cystatín C cerebral amyloid angiopathia. Alls létust 25%, flestir innan tveggja LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2 0 02/8 8 3 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.