Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Blaðsíða 41

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Blaðsíða 41
ÁGRIP ERINDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ I greiningu er meþýleringarsérhæft PCR og rafdráttur. Við greiningu á ójafnvægi/tapi er erfðaefnið sem skoða á magnað upp með örraðavísum. PCR afurðir eru síðan dregnar á geli í ALFexpress raðgreini og greindar með Fragment Analyzer hugbúnaði. Niðurstöður og ályktanir: Verkefnið er í fullum gangi og verða helstu niðurstöður þess kynntar á ráðstefnunni. Farið verður ítar- lega í aðferðafræði rannsóknarinnar en ekki er vitað til þess að fyrr- nefndar aðferðir hafi verið notaðar áður hér á landi. E 57 Litningaóstöðugleiki í brjóstaæxlum Sigríöur Klara Böðvarsdóttiri, Margrét Steinarsdóttir2, Hólmfríður Hilm- arsdóttirl, Katrín Guðmundsdóttir1, Sigfríður Guðlaugsdóttiri, Jón Gunn- laugur Jónasson2.3, Jenny Varley4, Jórunn E. Eyfjörð1.3 1 Rannsóknarstofa Krabbameinsfélags Islands í sameinda- og frumulíffræði, 2Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði, 3Háskóli íslands, 4Patersonstofnunin í krabbameinsrannsóknum í Manchester skb@krabb.is Inngangur: Litningaóstöðugleiki er algengur í brjóstaæxlum. Fyrri rannsóknir hafa sýnt sterk tengsl milli flókinna litningabreytinga í brjóstakrabbameinum, stökkbreytinga í p53 geni og kímlínubreyt- ingar, 999del5, í BRCA2 geninu. Nýlegar niðurstöður benda til þess að endaeyðing litninga eigi stóran þátt í litningaóstöðugleika við æxlismyndun í þekjuvef. Líklegt er að þetta eigi einnig við um brjóstakrabbamein, og hugsanlegt er að stökkbreyting í BRCA2 hafi þar einnig áhrif. Tilgangur verkefnisins er að skoða þætti sem líklegir eru til að hafa áhrif á litningaóstöðugleika. Meðal þessara þátta eru endaeyðing litninga og mögnun æxlisgena, svo sem c-Myc sem hefur áhrif á tjáningu telomerasa. Efniviður og aðferðir: Brjóstaæxli með þekktar litningabreytingar voru valin í þessa rannsókn. Eyðing litningaenda var greind í 82 brjóstaæxlum sem einnig höfðu verið greind með tilliti til stökk- breytinga í p53 og BRCA2 genum. Þar sem litningaendum í æxlum er viðhaldið með telomerasa er nauðsyn að kanna tjáningu hans. Litað er fyrir virku hTERT telomerasaeiningunni á paraffínsteypt- um vefjasneiðum. Mögnun æxlisgena er skoðuð með CGH (com- parative genomic hybridization) og sértækum þreifurum fyrir FISH (fluorescense in situ hybridization). Niðurstöður og ályktanir: Algengt er að æxli með p53 eða BRCA2 stökkbreytingu sýni endasamruna og eru þau æxli jafnan með flóknar litningabreytingar og háa litningatölu. CGH greining á 27 brjóstaæxlum, sem flest sýndu endasamruna og háa litningatölu, sýndi c-Myc mögnun í um 85% tilfella. Einnig reyndist svæði þar sem Aurora A gen er staðsett vera magnað í 85% tilfella, en aurora A hefur áhrif á stöðugleika erfðaefnisins. E 58 íslensk rannsókn á sýnd Cys282Tyr stökkbreytingar ■ HFE geni sem tengist hemókrómatósu Jónína Jóhannsdóttir12, Eiríkur Steingrímsson2, Guömundur M. Jóhann- esson3, Jón Gunnlaugur Jónasson4, Jón Jóhannes Jónsson1.2 'Hrföa- og sameindalæknisfræðideild Rannsóknastofnunar Landspítala háskóla- sjúkrahúss, 2Lífefna- og sameindalíffræðistofa læknadeildar HI, 3blóðmeinafræði- deild Rannsóknastofnunar Landspítala háskólasjúkrahúss, 4Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði joninajo@hi.is Inngangur: Hemókrómatósa er arfgengur efnaskiptagalli sem staf- ar af aukinni upptöku járns í smáþörmum og ofhleðslu járns í vefj- um. Niðurstöður erlendra rannsókna á sýnd Cys282Tyr stökkbreyt- ingar í HFE geni eru mjög mismunandi eða 1-50%. Tilgangur þess- arar rannsóknar var að kanna sýnd stökkbreytingarinnar meðal ís- lendinga. Efniviður og aðferðir: Samsætutíðni stökkbreytinga í HFE geni hjá íslendingum var rannsökuð á 250 aftengdum sýnum völdum af handahófi úr hópi einstaklinga fæddum 1996. Farið var yfir niður- stöður á lifrarsýnum hjá RH í meinafræði yfir 25 ára tímabil og stökkbreytingar greindar á sýnum með hemókrómatósu. Arfgerð var ákveðin með PCR og ensímskurði. Lífefnafræðileg skilgreining hemókrómatósu var við S-járnmettun >60% hjá körlum og >50% hjá konum, og S-ferritín >500 pg/L hjá báðum kynjum. Fjöldi karla >40 ára og kvenna >50 ára var fenginn úr þjóðskrá. Niðurstöður: Samsætutíðni Cys282Tyr stökkbreytingarinnar var 6,8%, His63Asp 16,8% og Ser65Cys 3,1%. Á árunum 1973-1997 greindust 38 einstaklingár með hemókrómatósu samkvæmt niður- stöðum úr lifrarástungu en alls höfum við greint 81 hemókrómatósu- sjúkling með tilliti til HFE stökkbreytinga. Cys282Tyr arfhreinir reyndust 65, eða 80%. Samkvæmt Hardy-Weinberg jafnvægi ættu 328 íslendingar, karlar >40 ára og konur >50 ára, að vera Cys282Tyr arfhreinir. Ef sjúklingar fá hemókrómatósu þá er það jafnan eftir þessi aldursmörk. Af 65 Cys282Tyr arfhreinum sjúklingum höfum við upplýsingar um að 36 sjúklinganna uppfylli skilgreiningar hér að framan, þar með talið aldur. Sýnd Cys282Tyr stökkbreytingarinnar erþar afleiðandi að minnsta kosti 11% (36/328) á íslandi. Ályktanir: Þessar niðurstöður gefa tilefni til að rannsaka áhrif ann- arra breytigena og umhverfisþátta á sýnd hemókrómatósu. E 59 Þróun aðferða til rannsókna á fríum kjarnsýrum í líkamsvökvum Árni Alfreðsson1, Meghann Lyons1, Jónína Jóhannsdóttir1-2, Guðmundur H. Gunnarsson1, Magnús Konráðsson1, Steinunn Kristjánsdóttir1, Julie Asmussen1, Jón Jóhannes Jónssonm 1 Lífefna- og sameindalíffræöistofa læknadeildar HÍ, 2erfða-og sameindalæknis- fræðideild Landspítala háskólasjúkrahúss arnialf@hi.is Inngangur: Fríar kjarnsýrur eru til staðar í lágum styrk í blóðvökva. Takmarkaðar upplýsingar eru til um uppruna þeirra, eiginleika, af- drif og breytingar við sjúkdómsástand. Tilgangur þessa verkefnis var að þróa aðferðir sem væru nógu næmar til að mæla styrk og byggingu utanfrumu DNA í heilbrigðum einstaklingum. Efniviður og aðferðir: Erfðaefni var einangrað með High Pure Viral Nucleic Acid Kit (Roche Diagnostics) úr blóðvökva 36 heil- brigðra einstaklinga (21-33 ára, 17 karlar og 19 konur). Hannað var PCR hvarf sem magnar upp 169 bp langan bút úr Alu endurteknum röðum samhliða mælingu á SYBR®Green I flúrljómun á rauntíma í LightCycler (Alu-PCR). Einnig var þróuð aðferð sem byggir á að mæla Picogreen flúrljómun beint frá tvíþátta DNA bæði til magn- mælinga og til að meta stærð kjarnsýrubúta eftir rafdrátt. Flúrljóm- un var í þessu tilviki mæld á Typhoon™ 8600 flúrljómunarmynd- greini. Niðurstöður: Öll sýni féllu innan mælisviðs beggja aðferða. Styrkur frírra kjarnsýra í blóðvökva heilbrigðra var að meðaltali 4,7 pg/L (breidd 1,6-8,8) samkvæmt Alu-PCR. Með beinni flúrljómunarmæl- ingu var meðaltalið 3,5 pg/L (breidd 1,0-7,0). Markvísi Alu-PCR LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.