Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Síða 42

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Síða 42
■ ÁGRIP ERINDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ aðferðar var 9,1% en beinnar flúrljómunaraðferðar 13,9%. Sam- kvæmt rafdrætti var mest tvíþátta DNA í blóðvökva heilbrigðra einstaklinga með færanleika sem samsvarar 150 til 300 bp löngum sameindum. Konur höfðu 20% lægri styrk frírra kjarnsýra sam- kvæmt báðum mæliaðferðum. Alyktanir: Þróaðar hafa verið nógu næmar aðferðir til að mæla styrk og lengd frírra kjarnsýra í blóðvökva heilbrigðra. Þar með er kominn grundvöllur til að bera saman heilbrigða og sjúka til að kanna hvernig styrkur og bygging utanfrumu DNA breytist við sjúkdómsástand. Mismunur á niðurstöðum aðferðanna felst líklega í mismunandi byggingu DNA sameinda til dæmis þó að nokkuð sé um einþátta DNA í blóðvökva heilbrigðra. E 60 Riða á íslandi. Tíðni einkennalauss riðusmits í þremur riðuhjörðum og samband við PrP arfgerðir Stefanía Þorgeirsdóttiri, Guðmundur Georgssonl, Sigurður Sigurðarsoní, Ástríður Pálsdóttir1 'Tilraunastöð HÍ í meinafræði og 2rannsóknadeild dýrasjúkdóma að Keldum stef@hi.is Inngangur: Riða í kindum einkennist af löngum meðgöngutíma og einkennalaus sýking getur aukið útbreiðslu sjúkdómsins. VRQ arf- gerð príongensins (PrP) í íslensku sauðfé er tengd auknu næmi fyrir riðusmiti, en AHQ arfgerðin virðist vera verndandi. Þrjár riðu- hjarðir voru rannsakaðar með tilliti til riðusmits og PrP arfgerða. Reynt er að svara því hvort ræktun riðuþolins sauðfjárstofns auki hættu á heilbrigðum smitberum. Efniviður og aðfcrðir: Heila- og blóðsýnum var safnað úr alls 266 kindum úr þremur riðuhjörðum. PrP arfgerðagreining var gerð með skerðibútagreiningu og bræðslugeli. Leitað var að riðusmitefn- inu, PrPSc, með próteinþrykki (WB) og í einni hjörð einnig með ónæmislitun á heilasýnum. Helstu niðurstöður: Tíðni einkennalausrar sýkingar var afar mis- munandi milli riðuhjarða, 35% í þeirri fyrstu, 12% annarri en að- eins 2% í þeirri þriðju. Sú hjörð sem hafði hæsta tíðni af riðusmituð- um kindum hafði einnig flestar kindur með áhættuarfgerð, en einn- ig var grunur um að fyrstu kindur hafi smitast nokkrum árum áður en hjörðin var felld. Hlutfall smitaðra einstaklinga með áhættuarf- gerð endurspeglaði þverskurð hverrar hjarðar hvað varðar PrP arf- gerðir. í fyrstu hjörðinni voru allar nema tvær með áhættuarfgerð- ina VRQ, en í hinum tveimur hjörðunum voru flestar jákvæðu kind- anna ARQ/ARQ (16/19 og 4/5). í öllum þremur hjörðunum reynd- ist engin af riðujákvæðu kindunum (með eða án einkenna) vera með verndandi arfgerðina AHQ. Alyktanir: Munur á tíðni einkennalausrar sýkingar milli hjarða gæti stafað af því að sjúkdómurinn hafi leynst meðal kindanna mis- lengi áður en hann uppgötvaðist, en einnig gæti uppbygging hjarð- anna hvað varðar PrP arfgerðir skipt máli. Niðurstöður okkar benda ekki til að kynbætur þa'r sem tíðni AHQ arfgerðarinnar yrði aukin myndu auka líkur á einkennalausum smitberum. E 61 Staðsetning á genum sem tengjast mismunandi birtingarformum sóra Ari Kárason1, Jóhann E. Guðjónsson2, Rudi Upmanyu1, Arna Antonsdótt- irt, Valdimar B. Hauksson1, Michael C. Frigge1, Augustine Kong1, Kári Stefánsson1, Jeffrey Gulcher1, Helgi Valdimarsson2 'íslensk erðfagreining, 2ónæmisfræðideild Landspítalans helgiv@landspitali.is Inngangur: Leit að litningasvæðum með sóragenum hefur til þessa ætíð verið gerð án þess að taka tillit til þess að sjúkdómurinn gelur haft mjög ólík birtingarform. Við og aðrir höfum fundið sterk tengsl milli sóra og gens á MHC svæði 6. litnings, og byggjast þessi tengsl á HLA-Cw6 geninu. Við höfum nú kannað hvort hægt sé að staðsetja aðra erfðaþætti sem tengjast ólíkunt birtingarformum sjúkdómsins og flokkuðum sjúklingana því samkvæmt ákveðnum klínískum skil- merkjum. Efniviður og aðferðir: Nákvæm klínísk greining var gerð á um 1000 sjúklingum með sóra. Greining á erfðaefni þessara sjúkinga var gerð með 1000 erfðamerkjum, sem hafa verið notuð af íslenskri erfðagreiningu til tengslagreiningar á erfðamengi mannsins. Niðurstöður: Miðgildi aldurs við upphaf sjúkdóms var 17 ár. Tengsl fundust við svæði á lengri armi 4. litnings hjá þeim sem fengu sjúk- dóminn eftir 17 ára aldur (LOD>3,7) en ekki hjá þeim sem fengu sjúkdóminn fyrr. Þeir sem fengu fyrstu einkenni sjúkdómsins í hár- svörð sýndu tengsl við lengri arm 10. litnings (LOD>4,0), en þessir sjúklingar hafa gjarnan exemkennd (seborrhoeic) útbrot. Einnig koma fram tengsi við svæði á 11. litningi hjá sjúklingum með þrálát dropaútbrot (eruptive psoriasis). Loks fundust tengsl við svæði á 1. litningi hjá sjúklingum með naglbreytingar sem tengjast sóra (LOD>3,0). Ályktanir: Fyrri niðurstöður okkar benda til þess að tilhneiging til að erfa sóra ráðist af samspili fárra gena. Þessar niðurstöður sam- rýmast því að ýmis önnur gen geti haft veruleg áhrif á gang og ein- kenni sjúkdómsins. E 62 FDA flokkun lyfja og sýklódextrín Þorsteinn Loftsson Lyfjafræðideild HÍ Neitfang: thorstlo@hi.is Inngangur: FDA hefur innleilt flokkunarkerfi fyrir lyf sem byggist á leysanleika lyfjanna í vatni og hæfni þeirra til að komast í gegnum lífrænar himnur. Kallast þetta kerfi Biopharmaceutics Classifica- tion System. Samkvæmt því eru lyf flokkuð í fjóra flokka. í flokki 1 eru lyf sem bæði leysast vel upp í vatni og fara auðveldlega í gegnum lífrænar himnur. í flokki 2 eru lyf sem eru torleysanleg í vatni en fara auðveldlega í gegnum lífrænar himnur þegar þau eru í lausn. í flokki 3 eru lyf sem leysast auðveldlega upp í vatni en fara treglega í gegnum lífrænar himnur. Að lokum eru lyf sem eru bæði torleys- anleg í vatni og fara treglega í gegnum lífrænar himnur í flokki 4. Sýnt verður hvernig sýklódextrínfléttun hefur áhrif á lyf í þessum flokkum. Efniviður og aðferðir: Ýmis lyf voru leyst upp í sýklódextrínlausn- um í vatni. Leysanleiki lyfjanna var ákvarðaður og flutningur þeirra frá lausnunum í gegnum ólífrænar (sellófanhimnur) og lífrænar 42 LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88 k
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.