Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Síða 43

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Síða 43
ÁGRIP ERINDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ I himnur (músahúð, snákahúð og fiskroð) ákvarðaður. Lyfin voru magnákvörðuð með HPLC. Helsfu niðurstöður: í flokki 1 eru þau lyf sem hafa æskilega eðlis- efnafræðilega eiginleika. Aftur á móti eru flest lyf í flokki 2 og mjög mörg ný lyf (og NCE) eru í flokki 2 eða 4. Sýklódextrín mynda flétt- ur (komplexa) með mörgum fitusæknum lyfjum og geta þannig aukið leysanleika lyfjanna í vatni. Par sem ekki myndast jafngild tengi (kóvalent tengi) við fléttumyndun og þar sem óbundnar lyfja- sameindir eru í hröðu jafnvægi við sameindir sem bundnar eru í fléttunum, þá dregur fléttunin ekki úr hæfni lyfsins til að komast í gegnum lífrænar himnur. Alyktanir: Með sýklódextrínfléttun lyfja má flytja lyf úr flokki 2 í flokk 1. Einnig er hægt að flytja sum lyf úr flokki 4 í flokk 1. Aftur á móti geta sýklódextrín ekki flutt lyf úr flokki 3 í flokk 1. E 63 Einangruð svínaaugu sem líkan fyrir frásog augnlyfja Hákon Hrafn Sigurðsson12, Þorsteinn Loftsson2, Einar Stefánsson3 'Lyfjafræðideild HÍ, 2íslensk erfðagreining, 3læknadeild Hl hhs@hi.is Inngangur: Kanínur eru oft notaðar sem tilraunadýr þegar meta á frásog nýrra augnlyfja eða augnlyfjasamsetninga. Þó er notkun kan- ína við slíkar rannsóknir umdeild. Svínsaugu eru talin líkjast manns- augum hvað mest. Hins vegar er erfitt að framkvæma slíkar frásogs- tilraunir í lifandi svínum. Markmið: Að kanna hversu gott líkan einangruð augu úr svínum eru til að meta frásog augnlyfjasamsetninga. Einnig að kanna hvort hægt sé að nota slímhimnu svínaaugna til að rannsaka slímhimnu- viðloðandi augnlyfjasamsetningar. Efniviður og aðferðir: Augu úr nýslátruðum svínum eru notuð við rannsóknirnar. Þau eru skorin úr svínum á tvennan hátt, annars vegar einungis augað úr tóftinni en hins vegar augað með augn- vöðvum, augnlokum og hluta húðar í kringum augun. Augunum er komið fyrir í sérstökum grindum og míkródíalýsusprotum komið fyrir á mismunandi stöðum í augunum. Mæling hefst er lyfjalausn er sett á yfirborð augans og flæði byrjar inn í sprotana. í lok tilrauna er augað hlutað í sundur og lyfið magngreint í mismunandi hlutum þess. Einnig er flæði lyfs í gegnum mismunandi hluta augans mælt í flæðisellum. Niðurstöður: Fyrstu niðurstöður hafa leitt tvennt mjög mikilvægt í ljós. Hornhimna svínaaugna er mikil hindrun á flæði lyfja og það tekur venjulega fitusækna sterasameind um það bil fjórar klukku- stundir að fara í gegnum hornhimnuna. Staðsetning sprota inn í auga skiptir höfuðmáli við mat á frásog lyfja. Almennt er frásog inn í svínaaugu mun minna en almennt er talið fyrir mannsaugu. Ályktanir: Þessar niðurstöður benda til þess að svínaaugu séu ef til vill ekki heppileg sem líkön fyrir frásog augnlyfja. Einnig má draga mjög varfærnislega þær ályktanir að hugsanlega sé hluti lyfs sem mælist í augum í klínískum rannsóknum ekki tilkominn vegna frá- sogs lyfsins inn í augað heldur vegna flutnings þangað með blóðrás- arkerfinu. E 64 Efnabyggingar einsleitra fjölsykra úr ormagrösum (Thamnotia vermicularis var. subuliformis) og áhrif þeirra á frumufjölgun miltisfrumna in vitro Sesselja Ómarsdóttiri, Elín Soffía Ólafsdóttiri, Berit Smestad Paulsen2, Jóna Frcysdóttir3 •Lyfjafræðideild HI, 2Dept of Pharmacognosy, Institute of Pharniacy, University of Oslo, ^Lyfjaþróun hf. sesselo@hi.is Inngangur: Af þeim 13.500 fléttutegundum sem þekktar eru í dag hafa einungis um 100 tegundir verið rannsakaðar með tilliti til fjöl- sykruinnihalds. Margar fjölsykrur úr fléttum og sveppum hafa sýnt áhrif á ýmsa þætti ónæmiskerfisins. Ormagrös framleiða flókið het- eróglýkan sem hefur óvenjulega rhamnópýranósýlgalaktófúranan byggingu og heitir thamnolan. Thamnolan hefur sýnt virkni í át- frumuprófi og anti-komplementprófi in vitro. Efniviður og aðferðir: Fjölsykrurnar voru úrhlutaðar með heitu vatni og 0,5 M NaOH, einangraðar með etanólfellingum og díalýsu, hreinsaðar upp með jónskiptaskiljun, gelsíun og preparatíft á GP- HPLC. Fjölsykrumar vom byggingaákvarðaðar með 'l l og 13C -NMR, metanólýsu og metýleringsgreiningu á GC-MS og með ensím- og sýruhýdrólýsu. Mólþyngd var ákvörðuð með GP-HPLC. Frumu- fjölgunarpróf voru gerð á miltisfrumum úr rottum. Frumurnar voru ræktaðar í 24 klukkustundir með mismunandi styrk af fjölsykrum. Frumufjölgunin var ákvörðuð með því að mæla 3H-thýmidín upp- töku frumna í skiptingu með sindurteljara. Niðurstöður: Ormagrös innihalda að minnsta kosti fjórar tegundir fjölsykra. Thamnolan, Ths-2 sem er (1—»3)-B-D-glúkan sem greinist með (1—*6)-B-D-glúkanópýranósýl hóp á þriðju hverri einingu í að- alkeðjunni og hefur Mr = 67 kDa. Ths-4 sem er heteróglýkan með einsykrusamsetninga GaI:Man:Glc:Rha:Ara:Xyl (45:31:11:6:4:3) og Mr = 19 kDa og Ths-5 einnig heteróglýkan og hefur einsykrusam- setninguna Gal:Glc:Man:Rha:Ara:Xyl (44:27:11:9:5:4) og Mr = 200 kDa. Ths-2 og Ths-5 juku frumufjölgun miltisfrumna í þessu prófi þar sem að SI (stimulation index) var 2,3 hjá Ths-2 og 2,5 hjá Ths-5 í styrknum 167 p,g/ml. Ályktanir: Ormagrös framleiða fjölsykrur með óvenjulegar bygg- ingar sem gætu verið áhugaverðar með tilliti til áhrifa þeirra á ónæmiskerfið og út frá flokkunarfræðilegu sjónarmiði. E 65 Umhverfisvæn mjúk bakteríudrepandi lyf Þorsteinn Þorsteinssoni.2, Már Másson1, Karl G. Kristinsson3, Martha A. Hjálmarsdóttir3, Hilmar Hilmarsson4, Þorsteinn Loftsson1 1 Lyfjafræöidcild HÍ, 2íslensk erfðagreining, 3sýklafræðideild Landspítala háskóla- sjúkrahúss, 4Líffræöistofnun HI thorstt@hi.is Inngangur: Mjúk lyf eru skilgreind sem líffræðilega virk efnasam- bönd (lyf) sem brotna niður með fýrirsjáanlegum hraða og hætti í líkamanum (in vivo) í óeitruð efni eftir að þau hafa haft tilætluð áhrif. Mjúk bakteríudrepandi efnasambönd úr fituefnum, meðal annars úr fiskiolíu, voru búin til og virkni þeirra og eðlislyfjafræði- legir eiginleikar prófaðir. Efnafræðileg uppbygging samanstendur af löngum fituhala sem er tengdur við skautaðan hóp með efna- fræðilega óstöðugu tengi. Þessi efni líkjasl efnafræðilega (hermar) LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2 0 0 2/8 8 4 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.