Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Side 53
ÁGRIP ERINDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ I
sama gilti um þá sem voru oft krjúpandi, eða úr 64% í45%. Algengi
verkjakvartana frá baki, hnjám og ökklum minnkaði í kjölfarið og
það dró úr heimsóknum til lækna vegna bakveiki. Þeim, sem voru
mjög oft andlega úrvinda, fækkaði um helming (úr 21% í 11%).
Alyktanir: Markvisst vinnuverndarstarf eins og í þessu tilviki skilar
verulegum árangri sem er þar með til verulegs gagns fyrir starfs-
mann, fyrirtæki og þjóðfélag.
E 92 Áhrif nýs barnsföður á endurtekningaráhættu
háþrýstings á meðgöngu. Rannsókn á fjölskyldutengdum
konum
Sigrún Hjartardóttir1, Björn Geir Leifsson2, Reynir Tómas Geirsson1, Val-
gerður Steinþórsdóttir-1
1 Kvennadeild og 2skurðdeild Landspítala háskólasjúkrahúss, 2íslensk erfðagreining
sighjart@landspitali.is
Tilgangur: Hækkun blóðþrýstings í meðgöngu (aðallega með-
göngueitrun) sést mun oftar í fyrstu meðgöngu konu en þeim síðari.
Fjölskyldusaga um slíka hækkun og fyrri hækkun á blóðþrýstingi í
meðgöngu eykur líkur á endurtekningu. Einnig hefur verið talið að
áhættan hjá fjölbyrjum aukist ef barnsfaðir breytist. Rannsökuð
voru áhrif nýs barnsföður á þessa áhættu hjá konum sem höfðu
sögu um slíka hækkun í fyrstu meðgöngu og tilheyra fjölskyldum
þar sem sjúkdómurinn er þekktur. Einnig var athugað hvort aldur
móður eða tímalengd milli fæðinga hafi áhrif á þessa áhættu.
Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um 614 konur með staðfesta
greiningu háþrýstings eftir 20. viku í fyrstu meðgöngu voru notaðar
til að meta áhrif barnsföður, aldurs móður og tímalengdar milli fæð-
inga á áhættu þess að fá háþrýsting í meðgöngu að nýju.
Niðurstöður: Af 614 konum hafði 121 (19,7%) nýjan barnsföður.
Endurtekinn háþrýstingur greindist hjá 62% kvenna með nýjan og
64,5% kvenna með sama barnsföður. Áhættuhlutfall (OR) endur-
tekningar með nýjum barnsföður var 0,897 (95% vikmörk 0,595-
1,353). Meðaltímalengd milli fyrstu og annarrar fæðingar var lengri
hjá konum sem fengu endurtekinn háþrýsting (4,9 á móti 4,0 ár;
p=0,0002). Áhættuhlutfall endurtekningar háþrýstings var 1,154
(95% vikmörk 1,049-1,269) fyrir hvert ár með sama og 1,145 (95%
vikmörk 0,958-1,368) með nýjum barnsföður eftir leiðréttingu
vegna aldurs móður.
Ályktanir: Hjá þessum hópi kvenna með þekkta fjölskyldusögu og
fyrri háþrýsting á meðgöngu þar sem búast má við hærri tíðni end-
urtekins háþrýstings virðist nýr barnsfaðir í annarri meðgöngu ekki
hafa nein áhrif til viðbótar áhættu. Aukin tímalengd milli fæðinga
virðist hins vegar geta aukið áhættuna um allt að 15% fyrir hvert ár,
hvort heldur barnsfaðir er sá sami eða annar.
E 93 Tengsl sálfélagslegra þátta og óþæginda í hálsi,
herðum og mjóbaki hjá konum í öldrunarþjónustu
Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, Berglind Helga-
dóttir, Kristinn Tómasson
Rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins
hkg@ver.is
Inngangur: Óþægindi í stoðkerfi eru algeng og kostnaðarsöm bæði
á Islandi og annars staðar. Umönnun aldraðra er erfið vinna og
starfsmannaskipti tíð á öldrunarstofnunum. Markmið rannsóknar-
innar var að kanna tengsl sálfélagslegra þátta og óþæginda í hálsi,
herðum og mjóbaki hjá fólki í öldrunarþjónustu.
Efniviður og aðferðir: Spurningalisti var sendur á allar öldrunar-
deildir og öldrunarstofnanir þar sem voru 10 starfsmenn eða fleiri,
á samtals 62 vinnustaði. Peir sem voru í vinnu sólarhringinn 1.-2.
nóvember 2000 voru beðnir að svara listanum (N=1886). Spurt var
um persónulega hagi, svo sem hjúskaparstöðu, heimilisaðstæður,
menntun og stöðu, líkamlegt álag og líkamsbeitingu, félagslega og
andlega álagsþætti. Svörun var 80%. Konur voru 96%. Meðalaldur
var 45 ára, en aldursbilið 14-79 ára. Sextán af hundraði voru hjúkr-
unarfræðingar, 20% sjúkraliðar, ófaglærðir 44%, ræstitæknar 8%,
aðrir 11%. Körlunum var sleppt. Tengsl sálfélagslegra þátta og óþæg-
inda í stoðkerfi voru könnuð með lógístískri aðhvarfsgreiningu og
reiknuð líkindahlutföll (odds ratio, OR) með 95% öryggisbilum.
Niðurstöður: Óþægindi í hálsi og hnakka tengdust mörgum sálfé-
lagslegum þáttum þó einkum óánægju í starfi, að vera úrvinda eftir
vaktina, óánægju með yfirmenn og að hafa orðið fyrir áreitni
(OR>2). Óþægindi í öxlum tengdist sérstaklega óánægju með valda-
skipulagið og yfirmennina (OR>3). Óþægindi í mjóbaki tengdust
sérstaklega skorti á samstöðu í vinnunni, óánægju með yfirmenn og
valdaskipulagið (OR>2). Að vera yfirleitt andlega úrvinda eftir
vinnu og að hafa orðið fyrir einhvers konar áreitni tengdist óþæg-
indum í öllum fyrrnefndum líkamssvæðum.
Ályktanir: Til að koma í veg fyrir vinnutengd óþægindi í stoðkerfi
er mikilvægt að huga bæði að sálfélagslegum þáttum og líkamlegu
álagi.
E 94 Próffræðilegir eiginleikar BASC
hegðunarmatskvarðanna
Sólveig Jónsdóttir1, Sigurlín H. Kjartansdóttir2, Jakob Smári2
1 Barna- og unglingageðdeild Landspítala háskólasjúkrahúss, 2félagsvísindadeild HÍ
soljonsd@landspitali.is
Inngangur: BASC (Behavior Assessment System for Children)
hegðunarmatskvarðarnir eru yfirgripsmikið mælitæki, sem ætlað er
til notkunar við mat, greiningu og meðferð geðraskana, þroskarask-
ana, námserfiðleika og hegðunartruflana barna og unglinga á aldr-
inum tveggja og hálfs árs til 18 ára. Rannsóknir í Bandaríkjunum
hafa sýnt að þeir reynast vel við mat á athyglisbresti með ofvirkni,
sem er algengasta taugageðröskun barna og unglinga. Megintil-
gangur rannsóknarinnar var að athuga próffræðilega eiginleika ís-
lenskrar þýðingar hegðunarmatskvarðanna.
Efniviður «g aðferðir: Tvö hundruð þrjátíu og tvö börn á aldrinum
6-11 ára voru valin af handahófi úr nemendahópi eins skóla á höf-
uðborgarsvæðinu. Eitt hundrað þrjátíu og sjö foreldrar (60%) sam-
þykktu að taka þátt og sendu útfyllta foreldramatskvarða fyrir börn
sín. Átján kennarar (86%) 117 barnanna fylltu út kennaramats-
kvarða. Sjálfsmatskvarðar bárust frá 95 (61%) barnanna á aldrinum
8-11 ára.
Niðurstöður: Kennarar meta drengi marktækt hærri en stúlkur á
kvörðum er mæla ofvirkni og árásargirni. Athyglisvandamál eru
einnig meiri hjá drengjum. Kennarar meta stúlkur hærri á kvíða og
líkamlegum umkvörtunum. Stúlkur eru metnar með heldur betri
félagsfærni en drengir. Mat foreldra er í sömu átt og kennaranna, en
ekki kemur fram eins mikill munur á milli kynja. Meðaltal áreiðan-
leikastuðla undirkvarða kennaramatsins er 0,84 og yfirkvarða 0,94.
LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2 0 02/88 53