Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Page 59

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Page 59
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ I Ályktanir: Þrátt fyrir að myndir frá hinum ýmsu stafrænu röntgen- kerfum séu ekki fagrar á að líta virðist sem greiningarhæfni þeirra minnki ekki. V 15 Stuðpúðavirkni, magn basa til hlutleysingar og sýrustig drykkja í tengslum við upplausn tannflísa /n vitro Þorbjörg Jcnsdóttir1, Allan Bardow2, W. Peter Holbrook1 'Háskóli íslands, 2tannlæknadeild Kaupmannahafnarháskóla TJE@odont.ku.dk Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að meta samband stuð- púðavirkni (buffer capacity, (3), magn basa til hlutleysingar (titra- table acid, TA) og pH drykkja í tengslum við upplausn tannflísa in vitro. Efniviður og aðferðir: Sextán drykkir, þar með taldir þrír tilrauna- drykkir, voru valdir frá flokkunum; ávaxtasafar, djús, mjólkur- drykkir, gosdrykkir, fþrótta- og orkudrykkir. þ var metið sem með- altals pH gildi 4,5, 6,3 og 8,5 þegar mmól H+ / (1L af drykk x pH eining). TA var mælt sem rúmmál í millilítra (ml) af 1,0 M NaOH sem þurfti til að hækka sýrustigið í 50 millilítra af drykk að pH 5,5, 7,0 og 10,0. Upphaflegt sýrustig í drykk var metið fýrir títrun. Tann- flísarnar voru fengnar úr mannstönnum (meðalþyngd 452 mg). Flís- arnar voru settar í lOml af hverjum drykk í 24 klukkustundir og hrært stöðugt. Niðurstöður: Niðurstöður sýndu að þyngdartap tannflísanna spannaði 0 til 9,9% af heildarþyngd. Meðaltals (3 þessara 16 drykkja mældist hæst við pH 4.5 þar sem stuðpúðagildið var 37 mmól H+ / (1L drykkur x pH eining) og lægst við pH 8,5. Við pH 4,5 var sítr- ónukonsentrat talið hafa hæsta þ með 129 mmól H+ / (1L drykkur x pH eining) og Coca Cola® hafði lægsta (3 með 5 mmól H+ / (1L drykkur x pH eining). Marktæk fylgni fannst milli upplausnar tann- flísa í 24 klukkustundir og stuðpúðavirkni við pH 4,5 og 8,5 (p<0,05); TA við pH 5,5, 7,0 og 10,0 (p<0,01, p<0,01 og p<0,05); og pH (p<0,01). Ályktanir: Magn basa til hlutleysingar að pH 5,5 segir best til um upplausn tannflísa í drykk. V 16 Ný aðferð til að meta glerungseyðingarmátt drykkja Þorbjörg Jensdóttir1, W. Peter Holbrook1, Allan Bardow2 'Tannlæknadeild HÍ, 2tannlæknadeild Kaupmannahafnarháskóla TJE@odont.ku.dk Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að finna nýja og raun- hæfari en jafnframt einfalda aðferð til að meta glerungseyðingar- mátt drykkja. Efniviður og aðferðin Tíu drykkir voru valdir úr flokkunum, ávaxta- safar, djús, gosdrykkir, íþrótta- og orkudrykkir. Sýrustig hvers drykkj- ar var mælt (pHj). Næst var 500 mg af hreinum hýdroxíðapatít kryst- öllum (HA) bætt í 50 ml af hverri drykkjartegund og pH gildin voru skráð á 15 sekúnda fresti í 3 mínútur (pH2-pH13), eftir 30 mínútur (pH,4) og 60 mínútur (pH15). Allir drykkir voru títraðir með 1N NaOH og glerungseyðingarmáttur drykkjanna var skráður sem magn basa til hlutleysingar í mg H+ frá pH(, til pH2, frá pH2 til pH3 frá pH4 ••• til pH15. Magn HA sem leystist upp í drykknum var reiknað í mg frá mólþunganum og hlutföllunum 1 HA fyrir 14 H+. Allir 10 drykk- irnir voru mettaðir með tilliti til HA eftir 30 mínútur. Niðurstöður: Niðurstöðurnar sýndu að tímaþátturinn hefur mikið að segja þegar verið er að meta glerungseyðandi áhrif drykkja og að glerungseyðandi áhrif drykkja breytist eftir því sem lengra líður. Eldri aðferðir hafa sýnt fram á að ávaxtasafar hafi meiri glerungs- eyðandi áhrif en gosdrykkir en þegar tímaþátturinn er tekinn með í reikninginn þá er þessu öfugt farið og gosdrykkir reynast meira glerungseyðandi en safarnir. Ályktanir: Þessi nýja aðferð gefur raunhæfari niðurstöður á gler- ungseyðandi áhrif drykkja. V 17 Neysla drykkja og glerungseyðing tanna Þorbjörg Jensdóttir1.2, Inga B. Árnadóttir1, Inga Þórsdóttir2, Allan Bar- dow-1, W. Peter Holbrook1 'Tannlæknadeild og 2raunvísindadeild HÍ, 3tannlæknadeild Kaupmannahafnar- háskóla TJE@odont.ku.dk Inngangur: Með aukinni neyslu súrra drykkja síðastliðin 10-15 ár virðist tíðni glerungseyðingar hjá Islendingum fara stigvaxandi. Mark- mið þessarar rannsóknar var þess vegna að meta tíðni glerungseyð- ingar hjá tveimur hópurn Islendinga, ungum fullorðnum (meðalald- ur 21 árs) og bakflæðissjúklingum (GERD) (meðalaldur 35 ára), með tilliti til neyslu svaladrykkja. Efniviður og aðferðir: Áttalíu tóku þátt í rannsókninni, 57 ungir fullorðnir og 23 GERD sjúklingar. Þátttakendurnir svöruðu ítarleg- um spurningalista þar sem áhersla var lögð á drykkjarvenjur. Að auki voru tennur skoðaðar, þar sem tannlæknir greindi glerungs- eyðingu ef hún var til staðar. Lýsandi skráningarform var notað við greiningu glerungseyðingar. Alvarleiki glerungseyðingar var skráð- ur, þar sem 0=engin eyðing, l=fyrsta stigs eyðing (byrjunarstig), 2=annars stigs eyðing og 3=þriðja stigs eyðing (veruleg eyðing). Niðurstöður: Marktæk jákvæð fylgni var fengin milli neyslu Coca Cola®, tíðni (p<0,05; rho=0,23) og alvarleika (p<0,05; rho=0,25) glerungseyðingar í jöxlum og framtönnum. Engin fylgni var fengin þegar aðrar einstakar tegundir drykkja voru skoðaðar með tilliti til tíðni eða alvarleika glerungseyðingar. Þrisvar sinnum meiri líkur voru á að fá glerungseyðingu í jöxlum eða framtönnum ef neysla Coca Cola® var þrisvar sinnum í viku eða oftar auk þess sem þrisvar sinnum meiri líkur voru á að geta fengið glerungseyðingu ef neysla gosdrykkja almennt var meiri en einn lítri á viku. Ályktanir: Það er ályktað að tíðni neyslu svaladrykkja sé stór áhættuþállur í aukinni tíðni og alvarleika glerungseyðingar hjá Is- lendingum. V 18 Tíðni glerungseyðingar í áhættuhópum Inga B. Árnadóttir, Þorbjörg Jensdóttir, Inga Þórsdóttir, W. Peter Holbrook Tannlæknadeild HÍ iarnad@rhi.hi.is Inngangur: Glerungseyðing er margþættur sjúkdómur sem er ólfk- ur tannskemmdum eða tannátu vegna þess að um er að ræða efna- fræðilega upplausn tanna, en ekki samspil sykurs og örvera. Ung- menni (meðalaldur 21 árs) flokkast í áhættuhóp á glerurrgseyðingu LÆKNABLADIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88 59
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.