Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Side 61

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Side 61
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VlSINDARÁÐSTEFNA HÍ I V 21 Algengi taugaskemmda hjá einstaklingum með full- orðinssykursýki á íslandi Friftný Hcimisd«ttir12,Vilmundur Guðnason23, Gunnar Sigurðssoni.23, Rafn Benediktsson!3,3 iLæknadeild HÍ, 2Hjartavernd Kópavogi, 3lyfla:kningadeild Landspítala Fossvogi fridnyh@simnet.is Inngangur: Sykursýki af tegund 2 (SS2) hefur flókna sjúkdóms- mynd og margir þjást af fylgikvillum. Erlendar rannsóknir telja að 40-50% sykursjúkra hafi taugaskemmdir. Algengi einkenna og teikna um taugaskemmdir hjá sjúklingum með SS2 er ekki kunn hérlendis og því vert að kanna það. Efniviður og aðferöir: Þrjú þúsund níu hundruð tuttugu og tveir tóku þátt í Fullorðinssykursýkirannsókn Hjartaverndar (NIDDM) og íslenskrar erfðagreiningar 1998-2000. Fjörutíu og einum úr NIDDM-rannsókninni var boðið að taka þátt. Sá hópur voru sykur- sjúkir (SS2), fæddir 1925-1965, með greindan sjúkdóm í að minnsta kosti átta ár, bjuggu á og nærri höfuðborgarsvæðinu og áttu maka (SB) sem voru í NIDDM-rannsókninni. Fjörutíu og einn sjúklingur með SS2 og 37 makar tóku þátt. Niðurstöður: Meðalaldur þátttakenda (±staðalfrávik; SD) var 70,3±6,7 ár hjá sjúklingum með SS2 og 69,7±7,4 ár hjá SB (p=ns). SS2 höfðu greinda sykursýki að meðaltali í 17,1±8,3 ár; 48,8%±15,3 CI í SS2 sögðust hafa einkenni um taugaskaða samkvæmt NSS (Neuropathy Symptom Score) en 35,3%±16,1 CI hjá SB (p=ns); 24,4%±13,1 CI sögðusl hafa mikil einkenni (7-9) samkvæmt NSS hjá SS2 en 5,9%±7,9 CI hjá SB (p<0,03). Marktækt algengara var að SS2 höfðu óeðlilega klíníska fótaskoðun. Samkvæmt því höfðu 34,2%±14,5 CI SS2 teikn um taugaskaða samkvæmt NDS (Neuro- pathy Disability Score) í samanburði við 11,8%±10,8 CI hjá SB (p<0,02). Hins vegar voru aðeins tveir SS2 sjúklingar með NDS>6. Marktæk fylgni var á milli VPT (vibration perception test) og NDS hjá SS2 (p<0,001; R=0,7). Fylgni var á milli aldurs og NDS hjá SS2 (p<0,01; R=0,4) en ekki marktækt milli sjúkdómslengdar og NDS. HbAlc-mælingar frá þessum tíma voru tiltækar fyrir 15 SS2 sjúklinga og var marktæk fylgni milli þeirra og NDS (p<0,03; R=0,6). Ályktanir: Um þriðjungur sykursjúkra eru með merki um tauga- skemmdir. Algengi taugaskemmda hjá íslenskum SS2 sjúklingum er lágt og flest tilfelli eru væg. V 22 Öryggi rabeprazóls og ómeprazóls í viðhaldsmeðferð á vélindabakflæði. Áhrif fimm ára meðferðar á gastríni • sermi Bjami Þjóðleifsson1, Hallgrímur Guöjónsson1, Einar OddssonL Neil Miller2 1 Rannsóknarstofa í meltingarsjúkdómum Landspítala Hringbraut, 2Eisai Ltd, London bjarnit@landspitali.is Inngaugur: Hækkun á gastríni í sermi er eðlileg lífeðlisfræðileg af- leiðing af meðferð með sýrulækkandi lyíjum og er í réttu hlutfalli við virkni lyfjanna. Ómeprazól er broliö niður af CYP2C19 ensíminu og er virkni breytileg milli einstaklinga og getur því gefið mismunandi sýruhemlun. Rabeprazól brotnar niður óháð CYP2C19 og virkni milli einstaklinga er lítið breytileg. Hækkun á gastríni í sermi veldur carcinoid æxlum hjá rottum en það hefur ekki fundist hjá mönnum. Tilgangur: Að kanna áhrif fimm ára meðferðar með ómeprazóli 20 mg eða rabeprazóli 10 eða 20 mg á gastríni í sermi hjá mönnum. Efniviður og aðferðir: Skilyrði fyrir þátttöku var vélindabakflæði með bólgu, sem hafði gróið á PPI meðferð, hvort tveggja staðfest með speglun. Tvö hundruð fjörutíu og þremur sjúklingum var síðan gefið ómeprazól 20 mg eða rabeprazól 10 eða 20 mg, sem var ákveðið með tvíblindu slembivali. Eitt hundrað tuttugu og þrír luku fimm ára meðferð. Gastrín í sermi var mælt eftir 13, 26 og 52 vikur og síðan árlega eftir það. Staðtölulegur samanburður var gerður með ANOVA líkani af logariþma breyttu svæði undir gastrínblóðþéttnikúrfu (AUC). Niðurstöður: Enginn staðtölulegur munur var á AUC milli með- ferðarhópa og meðalgildi rabeprazólhópanna var rétt um og yfir normalgildum (150 ng/1) og enginn hafði mikið hækkað gildi. í óme- prazólhópnum voru meðalgildi á bilinu 200-300 ng/l en þar voru hins vegar fimm einstaklingar með gastrín á bilinu 500-2050 ng/1. Engin marktæk breyting var á ECL frumum hjá þessum sjúkling- um. Ályktanir: Hækkun á gastríni í sermi var óveruleg hjá miklum meirihluta sjúklinga sem fengu ómeprazól- og rabeprazólmeðferð. Engin merki komu fram um forstig carcinoid æxla. Rannsóknin bendir til að langtímameðferð með PPI lyfjum sé áhættulaus að minnsta kosti til fimm ára. V 23 Áhrif pentavac og MMR bólusetningar á þarma hjá ungbörnum Bjarni Þjóðleifssoni, Katrín Davíðsdóttir2, Úlfur Agnarsson3, Arndís Theo- dórs1, Aðalbjörg Gunnarsdóttiri, Elva Möller2, Guðmundur Sigþórsson4, Matthías Kjeld1, Ingvar Bjarnason4 tLandspítala Hringbraut, 2Miðstöð heilsuverndar barna Barónsstíg, 3Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja Reykjanesbæ, 4GKT læknaskólinn London bjarnit@landspitali.is Inngangur: Á seinustu árum hafa komið fram tilgátur um að MMR bólusetning geti leitt til þarmabólgu með leka á þörmum. Skaðleg efni geti þannig komist útí blóðið sem trufla þroska heilans á við- kvæmu stigi og það síðar komið fram sem einhverfa. Petta er hægt að rannsaka þar sem nú eru til næm og sértæk próf til að meta þarmabólgu hjá börnum. Eitt slíkt próf er mæling á kal- prótektíni í hægðum sem gefur nákvæma vísbendingu um bólgu í þörmum. Við könnuðum merki um þarmabólgu með kalprótektín- aðferðinni fyrir og eftir pentavac bólusetningu og fyrir og eftir MMR bólusetningu í hópi barna. Efniviður og aðferðir: Eitt hundrað og níu börn sem komu til bólu- setningar á Miðstöð heilsuverndar barna á Barónsstíg eða á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja Reykjanesbæ tóku þátt í rannsókninni. Börnin voru rannsökuð með því að fá hægðasýni og var mælt í því kalprótektín (Calprest, Calprotech Ltd., London) fyrir pentavac (við 12 mánaða aldur) og fyrir MMR (við 18 mánaða aldur) bólu- setningu og tveimur, fjórum og 12-18 vikum síðar. Staðtölulegur munur var prófaður með Wilcoxons „ranked sums test“ og pöruðu t-prófi. Niðurstöður: Alls byrjuðu 109 börn í tilrauninni og 100, 88 og 79 skiluðu sýnum tveimur, fjórum og 18 vikum eftir pentavac bólu- setningu (tafla I). Eftir MMR bóluselningu skiluðu 61, 56 og 20 börn sýnum tveimur, fjórum og 12 vikum eftir MMR. Pað er enginn LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2 0 0 2/8 8 61
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.