Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Qupperneq 64

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Qupperneq 64
■ ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VfSINDARÁÐSTEFNA HÍ VEGF er hækkaður í liðvökva og sermi sjúklinga með liðbólgusjúk- dóma. Nýleg rannsókn sýndi að styrkur VEGF í sermi spáir fyrir um hraðari sjúkdómsframvindu og liðskemmdir. Hins vegar sýnir önnur rannsókn að ekki sé unnt að greina á milli liðbólgusjúkdóma með styrk VEGF í liðvökva. Par sem blóðflögur framleiða VEGF er mögulegt að styrkur VEGF í sermi gefi ekki rétta mynd af mein- ferli þeim sem á sér stað við iktsýki. Hægt er að sneiða hjá þessum vanda með því að mæla VEGF í plasma. Markmið þessa verkefnis- ins var að meta hvort styrkur VEGF í plasma sjúklinga með byrj- andi iktsýki spái fyrir um framvindu iktsýki tveimur árum eftir að sjúkdómsgreiningin er staðfest. Efniviður og aðferðir: Fimmtíu og níu sjúklingar með iktsýki, sam- kvæmt skilmerkjum ACR tóku þátt í rannsókninni. Meðalaldur þeirra var 53±16 ár og 60% þeirra voru konur. Meðaltími frá upp- hafi sjúkdómseinkenna voru 3±3 mánuðir. Virkni sjúkdómsins var metin með sjálfsmati sjúklinga með sjónskala (VAS) (verkir og al- menn vellíðan) og þeir svöruðu stöðluðum spurningalista. Fjöldi bólginna og aumra liða voru skráðir. Þá voru gigtarþættir (RAPA) og undirflokkar þeirra (IgM og IgA) ásamt CRP mældir með stöðl- uðum aðferðum. Röntgenmyndir af höndum og fótum við upphaf rannsóknar og tveimur árum síðar voru stigaðar samkvæmt aðferð Van der Heijde/Sharp. Styrkur VEGF var mældur í plasma (Quan- tikine R&D) við sömu tímapunkta. Niðurstöður: Styrkur VEGF við sjúkdómsgreiningu hafði fylgni við CRP (r=0,558; p<0,0001) en ekki við aðra mælda þætti. Þá lækk- aði styrkur VEGF marktækt á rannsóknartímabilinu (p<0,001), hins vegar hafði þessi lækkun ekki samband við klínískan bata sjúk- linganna. Styrkur VEGF hafði hvorki í upphafi né eftir tvö ár fylgni við myndun úráta eða stigunareinkunn samkvæmt Van der Heijde/ Sharp. Alyktanir: Niðurstöður þessarar rannsóknar benda ekki til þess að styrkur VEGF í plasma hjá nýgreindum sjúklingum með iktsýki spái fyrir um alvarlegri sjúkdóm með tilliti til almennrar líðunar sjúklinganna, fjölda aumra og/eða bólginna liða né myndun úráta á röntgenmyndum. V 30 Styrkur „basic fibroblast growth factor" og „vascular endothelial growth factor“ í liðvökva greinir ekki á milli mismunandi liðbólgusjúkdóma Björn GuðbjörnssunL Rolf ChristoffersonZ, Anders Larsson3 1 Rannsoknastola í gigtarsjúkdómum Landspítala háskólasjúkrahúsi, -barnasknrödeild og 3lífefnafræðideild Akademíska sjúkrahúsinu, Uppsölum bjorngu@landspitali.is Inngangur: Markmið þessa rannsóknarverkefnis er að kanna hvort styrkur basic fibroblast growth factor (bFGF) og vascular endo- thelial growth factor VEGF í liðvökva greinir á milli mismunandi liðbólgusjúkdóma. Sérstaklega verður skoðað hvort þessir æðavaxt- arþættir greina á milli iktsýki, sem einkennist af úrátum og alvarleg- um liðbreytingum, og annarra liðbólgusjúkdóma. Efniviöur og aðferðir: Liðvökva var safnað frá 66 einstaklingum sem komu til meðferðar þar sem steragjöf í lið var ráðgerð vegna mikilla liðbólgueinkenna á göngudeild gigtardeildar. Prjátíu og fimm einstaklingar höfðu iktsýki, níu sóragigt, 11 viðbragðsbólgu og aðrir 11 höfðu óflokkaðan liðbólgusjúkdóm. Jafnframt var tekið blóðsýni svo unnt væri að mæla umrædda æðavaxtarþætti í sermi. 64 LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88 Áttatíu blóðgjafar voru notaðir sem viðmiðunarhópur. Við mæling- arnar var notuð samloku ELISA aðferð (Quantikine R&D Sys- tems). Niðurstöður: Styrkur VEGF í liðvökva var hærri í öllum hópunum miðað við styrk þess í sermi. Styrkur bFGF og VEGF í sermi hafði marktæka fylgni við CRP (r=0,45; p<0,001 og r=0,56; p<0,0001). Ekki var marktækur munur á styrk bFGF og VEGF í liðvökva þeirra sem höfðu iktsýki og hinna sjúkdómaflokkanna. Sjúklingar með iktsýki og á sjúkdómsdempandi meðferð höfðu lægri styrk af bFGF og VEGF í liðvökva miðað við þá sem ekki voru á sérhæfðri gigtarmeðferð og sykursteranotendur höfðu einnig lægri styrk af VEGF í liðvöka en þeir sem ekki notuðu sykurstera. Þessi munur var þó ekki marktækur. Ályktanir: Styrkur bFGF og VEGF í sermi var hækkaður hjá sjúk- lingum með iktsýki. Styrkur þessara æðavaxtaþátta voru verulega hækkaðir í liðvökva sjúklinga með iktsýki, en greindu þó ekki þann sjúklingahóp frá öðrum liðbólgusjúkdómum. V 31 Berkjuauðertni og skert lungnastarfsemi við heilkenni Sjögrens. Rannsókn yfir átta ára tímabil Dóra Lúðvíksdóttiri, Sigríður Þ. ValtýsdóttiC, Hans Hedenström3, Roger Hallgren2, Björn Guðbjörnsson2.4 1 Lungnadeildir og 2gigtlækningadeildir Landspítala háskólasjúkrahúss og Akadem- íska sjúkrahúsinu Uppsölum, -Vannsóknastofa í lífeðlisfræði Akademíska sjúkrahús- inu Uppsölum, 4Rannsóknastofa í gigtarsjúkdómum Landspítala háskólasjúkrahúsi bjorngu@landspitali.is Inngangur: Loftvegaeinkenni eru algeng hjá sjúklingum með heil- kenni Sjögrens. Áður hefur verið lýst hárri tíðni berkjuauðertni hjá þessum sjúklingahópi. Hvort og þá hvaða þýðingu berkjuauðertni hefur við heilkenni Sjögrens með tilliti til lungnastarfseminnar, ef litið er til lengri tíma, er óþekkt í dag. í þessari rannsókn höfum við skoðað hóp sjúklinga með heilkenni Sjögrens með tillliti til lungna- starfseminnar. Efniviður og aðfcröir: Lungnastarfsemin var rannsökuð með átta ára millibili hjá 15 sjúklingum, 14 konum og einum karli. Staðlaðar öndunarmælingar og loftdreifipróf fyrir CO (DLCO) voru gerð og berkjuauðertni var mæld með metakólín innöndunarprófi. Niðurstöður: Marktæk minnkun yfir tímabilið sást í total lung capacity (TLC) vital capacity (VC), forced vital capacity (FVC), functional residual capacity (FRC), expiratory midflows (FEF) og static lung compliance (Cst) (p<0,05). Marktæk fylgni var á milli teppu í smærri loftvegum (FEF50) í byrjun og VC eftir átta ár (r=0,8; p<0,003). Aukning á berkjuauðertni á rannsóknartímabilinu sást hjá fimm einstaklingum og lækkuðu þeir allir í DLCO (r=0,9; p<0,05). Versnandi DLCO sást alls hjá sjö sjúklingum og sex þeirra hlutu versnun á fráblástursprófi. Ályktanir: Á þessu átta ára tímabili sáum við að 30% af sjúklingum með heilkenni Sjögrens versnuðu á öndunarprófum og fengu klín- ísk einkenni um lungnasjúkdóm. Niðurstöður þessar gefa til kynna að spágildi sé á milli teppu í smærri loftvegum og berkjuauðertni í upphafi sjúkdómsferilsins og við síðari lækkun í VC og DLCO, sem getur samrýmst hægfara þróun á interstitial lungnasjúkdómi hjá einstaklingum með heilkenni Sjögrens. J
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.