Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Page 65

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Page 65
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ I V 32 Samanburður á færni, líðan og félagslegum að- stæðum aldraðra við innlögn á bráðadeild og fjórum mánuðum síðar. Fyrstu niðurstöður íslenska hluta samnorrænnar RAI-AC rannsóknar Ólafur Samúclssoni, Sigrún Bjartmarz1, Pálmi V. Jónsson1-2, Anna Birna Jensdóttir1 og norræni MDS-AC rannsóknarhópurinn 'Rannsóknastofa HÍ og Landspítala háskólasjúkrahúss í öldrunaríræöum, 2|ækna- deild HÍ olafs@landspitali.is Inngangur: Stór hluti þeirra sem leggjast brátt inn á sjúkrahús eru aldraðir og hlutfall þeirra mun aukast. Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi heildræns öldrunarmats í þjónustu við aldraða sjúklinga. Resident Assessment Instrument (RAI) er tæki til heildræns öldr- unarmats. RAI-AC er afbrigði þessa mats, sérhannað til notkunar í bráðaþjónustu. Þessi rannsókn lýsir prófun þessa mælitækis á bráðalyflækningadeildum á Norðurlöndunum fimm. Hér er sýnd greining á niðurstöðum varðandi færni og félagslega aðstöðu við innlögn og eftir fjóra mánuði. Efniviður og aðferðir: Með slembiúrtaki voru valdir 160 af 252 sjúklingum, 75 ára og eldri, sem lögðust inn brátt á lyflækninga- deildir Landspítala Fossvogi á tímabilinu maí til desember 2001. Af þeim 92 sem ekki voru með neituðu 23 þátttöku, 29 töldust of veikir og 40 náðist ekki að meta innan ramma rannsóknarinnar. Sjúkling- ar voru metnir innan sólarhrings frá innlögn og fjórum mánuðum eftir innlögn. Sýndur er samanburður á búsetu þátttakenda við inn- lögn og eftir útskrift, samanburður á vitrænni getu (CPS) og getu til athafna daglegs lífs (ADL). Breytingar á vitrænni færni og getu til athafna daglegs lífs eru einnig bornar saman við niðurstöður frá hinum Norðurlöndunum. Loks eru sýndar niðurstöður varðandi verkjaupplifun og áhrif verkjameðferðar. Niðurstöður: Af þeim sem bjuggu heima fyrir innlögn þurftu 8% á hjúkrunarheimili að halda eftir bráðainnlögn. Fjöldi þeirra sem út- skrifaðist á hjúkrunarheimili var þrefaldur miðað við fjölda þeirra sem innrilaðist frá hjúkrunarheimili. Langvinnir verkir eru algengir og hafa áhrif á líf þessara einstaklinga. Há tíðni er á bráðum verk við komu og 50% þeirra sjúklinga töldu sig ekki nægilega verkja- stillta sólarhring eftir innlögn. Mat á getu til athafna daglegs lífs og sérstaklega á vitrænni getu geta verið spáþættir fyrir útkomu við fjóra mánuði. Ályktanir: Með RAI-AC mælitækinu eru skráðar mikilvægar breyt- ur við komu á bráðasjúkrahús sem hafa með lífsgæði og horfur hinna öldruðu sjúklinga að gera. V 33 Reglulegar lágtíðnisveiflur í blóðflæði í smáæðum Þarmaslímhúðar Gísli H. Sigurðsson1, Vladimir Krejci2, Luzius Hiltebrand2 'Svætinga- og gjörgæsludeild Landspítala háskólasjúkrahúss, 2svæfinga- og SÍörgæsludeild Inselspital háskólasjúkrahússins í Bern. Sviss* gislihs@landspitali.is Inngangur: Á síðustu árum hafa leysi Doppler blóðflæðimælingar svo og smásjármælingar á líffærum (intravital microscopy) sýnt að hlóðflæði (flow motion) í smáæðum (microcirculation) sveiflast reglulega (um það bil 15-25 sinnum á mínútu, cpm) í húð, slímhúð °g ómentum. Þetta hefur ekki verið rannsakað í kviðarholslíffærum nema í ómentum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvorl sveiflur væru á blóðflæði í smáæðum þarmaslímhúðar við eðlilegar hemódýnamískar aðstæður eða við sjokk. Einnig, ef slíkar sveiflur í blóðflæði fyndust, þá rannsaka útlit og eðli þeirra. Efniviður og aðferðir: Blóðflæði í smáæðum var mælt stöðugt í nýrum, lifur, brisi og maga-, smáþarma- og ristilslímhúð með leysi Doppler flæðimæli (LDF) í 20 svæfðum svínum. Súrefnismettun í þarmaslímhúð var stöðugt mæld með near-infrared spectoroscopy (NIRO). Hclstu niðurstöður: Við eðlilegar hemódýnamískar aðstæður sáust reglulegar sveiflur í blóðflæði í smáæðum í þarmaslímhúð í öllum dýrunum, sem voru rannsökuð. Tíðni sveiflanna var 3,0-5,5 cpm í maga-, 2,8-7,1 cpm í smáþarma- og 3,5-4,5 cpm í ristilslímhúð. Blóð- flæðisveiflurnar höfðu mismunandi tíðni frá einum stað til annars, þólt aðeins nokkrir millimetrar væru á milli. Það voru samsvarandi sveiflur í súrefnismettun í slímhúðinni, eins og sást á LDF. Ályktanir: 1. Það virðist sem reglulegar lágtíðnisveiflur blóðflæði í smáæðum séu eðlilegt fyrirbæri í þarmaslímhúð, en ekki í lifur, brisi eða nýrum. 2. Þessar reglulegu sveiflur í blóðflæði virðast vera undir stjórn gangráðs, sem liggur perifert í smáæðum. 3. Þessar sveiflur í blóðflæði orsaka mótsvarandi sveiflur í súrefnismettun í þarmaslím- húð. 4. Þessum sveiflum í blóðflæði í þarmaslímhúð fylgja að öllum líkindum breytingar í hýdróstatískum þrýstingi í háræðum sem hafa áhrif á trans-capillary vökvaskipti í þörmunum. * Samstarfsverkefni HI og UniBE. V 34 Þarmablóðflæði í septísku sjokki Gísli H. Sigurðsson1, Luzius Hiltebrand2, Vladimir Krejci2 ^Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala háskólasjúkrahúss, 2svæfinga- og gjörgæsludeild Inselspital háskólasjúkrahússins í Bern, Sviss* gislihs@landspitali.is Inngangur: Það er þekkt samband milli skaða á gut-mucosa-barrier, fjöllíffærabilunar (multi-organ failure) og dauða hjá bráðveikum gjörgæslusjúklingum. Lítið er vitað urn dreifingu á blóðflæði innan mismunandi svæða þarmanna þegar súrefnisflutningur verður háð- ur flæði. Markmið þessarar rannsóknar var að mæla dreifingu á blóð- flæði í smáæðum (microcirculation) í mismunandi lögum þarma- veggsins og mismunandi hlutum maga og þarma í septísku sjokki. Efniviður og aðferðir: Systemískt flæði (CI), regionalt flæði (mes- enteric artery; SMA) og blóðflæði í smáæðum voru mæld í 11 seder- uðum og ventileruðum svínum (20-24 kg). Blóðflæði í smáæðum var mælt með margrása (multichannel) leysi Doppler flæðimæli í maga, smáþarma- og ristilslímhúð og mótsvarandi muscularis. Dýr- in voru gerð septísk með faecal peritonitis. Eftir 240 mínútur var gefinn i.v. vökvi til að breyta hýpódýnamísku sjokki yfir í hýper- dýnamískt septískt sjokk. Helstu niðurstöður: Fyrstu 240 mínúturnar (hýpódýnamískt sjokk) lækkaði systemískt flæði, regionalt flæði og blóðflæði í smáæðum í magaslímhúð um helming meðan blóðflæði í smáæðum í smáþarma- og ristilslímhúð var óbreytt. í muscularishluta smáþarma og ristils minnkaði blóðflæði í smáæðum hlutfallslega mun meira en system- ískt flæði og regionalt flæði. Við hýperdýnamískt sjokk hækkaði systemískt flæði og regionalt flæði og einnig blóðflæði í smáæðum í slímhúð maga, smáþarma og ristlis. Það var mjög lítil breyting á LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88 65
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.