Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Page 66

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Page 66
I ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VfSINDARÁÐSTEFNA HÍ blóðflæði í smáæðum í muscularis í smáþörmum og ristli, sem bend- ir til langvarandi blóðþurrðar (endothelin). Ályktanir: 1. Blóðflæði í smáæðum í slímhúð smáþarma og ristils minnkaði ekkert þrátt fyrir helmingsminnkun á systemísku og regional flæði, sem bendir til að sjálfstjórnun (autoregulation) sé virk í septísku sjokki. 2. Flutningur á blóðflæði frá muscularis til slímhúðar í smáþörm- um og ristli veldur sennilega alvarlegri blóðþurrð í muscularis sem gæti verið skýringin á þarma-spennuleysi (atonia) (paralytic ileus) sem oft sést hjá alvarlega veikum gjörgæslusjúklingum. * Samstarfsverkefni HÍ og UniBE. V 35 Áhrif dópamíns og dópexamíns á blóðflæði í smáæðum í kviðarholslíffærum í sepsis Gísli H. Sigurðsson1, Luzius Hiltebrand2, Vladimir Krejci2 ISvæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala háskólasjúkrahúss, 2svæfinga- og gjörgæsludeild Inselspital háskólasjúkrahússins íBern, Sviss* gislihs@landspitali.is Inngangur: Blóðflæði í kviðarholslíffærum er oft skert í sepsis. Pess vegna eru beta-agónistar oft notaðir lil að auka systemískan súrefn- isllutning með það að markmiði að auka einnig blóðflæði til kviðar- holslíffæra. Þetta er þó erfitt að mæla hjá sjúklingum og ekki verið kannað til hlítar í dýratilraunum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að mæla áhrif dópexamíns og dópamíns á systemískt flæði (cardiac index; CI), regionalt flæði (superior mesenteric artery; SMA) og blóðflæði í smáæðum (microcirculation) í kviðarholslíffærum á svín- um í septísku sjokki. Efniviður og aðferðir: Atta svín voru svæfð, ventileruð og septískt sjokk var framkallað með faecal peritonitis. Systemískt flæði var mælt með thermodilution, regionalt flæði með ultrasound transit time flow metry og blóðflæði í smáþörmum var mælt stöðugt með leysi Doppler flæðimæli (flow metry) í nýrum, lifur, brisi, maga-, smáþarma- og ristilslímhúð. Hvert dýr fékk í slembiröð (random order), cross-over design, 5 og 10 mcg/kg/mín dópamín og 1 og 2 mcg/kg/mín dópexamín. Lyfið var gefið í 20 mínútur en eftir það var 40 mínútna aðlögunartími þar sem blóðþrýstingur og systemískt flæði voru látin jafna sig áður en hitt lyfið var gefið. Helstu niðurstöður: Bæði lyfin juku systemískt flæði; dópamín um 18% og dópexamín um 35%, miðað við grunnlínu (baseline) (p<0,001 í báðum). Regionalt flæði jókst um 33% með dópamíni (p<0,01) og 13% með dópaexamíni (p<0,05). Blóðflæði í smáæðum jókst örlítið í magaslímhúð undir dópexamíngjöf, að öðru leyti voru engar marktækar breytingar á blóðflæði í smáæðum undir meðferð þessara lyfja. Ályktanir: Bæði lyfin dópaexamín og dópamín juku systemískt og regionalt blóðflæði í septísku sjokki, en hvorugt lyfið hafði merkj- anleg áhrif á blóðflæði í smáæðum í nokkru þeirra kviðarholslíffæra sem rannsökuð voru. Það er því engin trygging fyrir að blóðflæði í smáæðum aukist í kviðarholslíffærum í sepsis enda þótt systemískt blóðflæði sé aukið. * Samstarfsverkefni HÍ og UniBE. V 36 Áhrif endóþelíns á blóðflæði í kvidarholslíffærum í sepsis Gísli H. Sigurðsson1, Vladimir Krejci2, Luzius Hiltebrand2 ^Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala háskólasjúkrahúss, 2svæfinga- og gjörgæsludeild Inselspital háskólasjúkrahússins í Bern, Sviss* gislihs@Iandspitali.is Inngangur: Minnkað blóðflæði til lifrar ög þarma í sepsis eykur lík- ur á að sjúklingar fái fjöllíffærabilun (multible organ failure). Það hefur nýlega verið sýnt fram á að endóþelín, sem er kröftugt (potent) og langverkandi æðaherpandi peptíð, er hækkað í blóði í sepsis. Til- gangur þessarar rannsóknar var að athuga áhrif af endóþelínmótlyfi (antagonist) á blóðflæði í smáæðum (microcirculation) í kviðarhols- líffærum í sepsis. Efniviður og aðferðir: Fimmtán svæfð og ventileruð svín voru út- sett fyrir sepsis (fecal peritonitis). Eftir 120 mínúlur fengu átta svín i.v. bolus af bosentan og síðan i.v. dreypi, en sjö (samanburðarhóp- ur) fengu saltvatn. Eftir 240 mínútur fengu báðir hóparnir i.v. vökva, sem breytti hýpódýnamískum sepsis í hýperdýnamískan sepsis. Blóð- flæði í smáæðum var mælt með leysi Doppler flæðimæli í mörgum kviðarholslíffærum. Hclstu niðurstöður: Eftir 120 mínútur hafði blóðflæði í smáæðum í brisi og lifur minnkað um 20% og í muscularis þarma um 40% (p<0,01) meðan blóðflæði í smáæðum var óbreytt í slímhúð maga, smáþarma og rislils. Eftir 240 mínútur hafði systemískl flæði, M AP, pHi og blóðflæði í smáæðum í magaslímhúð, ristilslímhúð, muscul- aris smáþarma og brisi minnkað enn frekar í viðmiðunarhópi, með- an mótsvarandi gildi höfðu batnað í hópnum sem fékk bosentan. I hýperdýnamískum sepsis hækkaði systemískt flæði yfir grunnlínu (baseline) í báðum hópunum, en mun meira í hópnum sem fékk bosentan. í viðmiðunarhópi jókst blóðflæði í smáæðum í flestum vefjum nema í þverrákóttum vöðvum og muscularis smáþarma. í hópnum sem fékk bosentan jókst blóðflæði í smáæðum í öllum vefj- um nema muscularis smáþarma. Ályktanir: Bosentan sem er endóþelín receptor mótlyf bætti blóð- flæði í smáæðum í mörgum kviðarholslíffærum og í periferum vefj- um í sepsis. Þessar niðurstöður benda til þess að endóþelín hafi all- víðtæk áhrif á blóðflæði í smáæðum í kviðarholslíffærum í sepsis. * Samstarfsverkefni HÍ og UniBE. V 37 Lækkandi dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóms á íslandi. Hversu mikið er vegna lækkandi tíðni sjúkdóms- ins, vegna færri endurtekinna tilfella eða vegna færri dauðsfalla meðal þeirra sem fá kransæðastíflu? Gunnar Sigurössonl-2, Nikulás Sigfússon1, Inga Ingibjörg Guðmundsdótt- iri, Uggi AgnarssonL2, Helgi Sigvaldason1, Vilmundur Guðnason1 1 Rannsóknarstöö Hjartaverndar, 2Landspítali háskólasjúkrahús ntariah@landspitali.is Inngangur: Dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóms hefur lækkað mikið á Islandi síðan 1980. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvað lægi að baki þeirri lækkun, breytt tíðni sjúkdómsins eða bætt meðferð kransæðasjúklinga. Efniviður og aðferöir: Hjartavernd hefur annast skráningu á öllum tilfellum kransæðastíflu á Islandi síðan 1981 í aldurshópum 25-74 66 LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.