Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Page 69

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Page 69
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ I V 43 Boðefni og efnatogar sem einkenna Thl og Th2 frumur í RSV og öðrum veirusýkingum í ungbörnum Stefanía P. Bjarnarsonl, Ingileif JónsdóttirL Áslaug Pálsdóttir-L Inger María Ágústsdóttirí, Þorgerður Ámadóttir2, Göran Wennergreirí, Ásgeir Haraldsson^, Sigurður Kristjánssoní 1 Rannsóknastofa í ónæmisfræði, Zveirufræði og 3Bamaspítali Hringsins Landspít- ala Hringbraut, 4Heilsugæslustöð Reykjavíkur, 5barnadeild Queen Silvia Barna- spítalanum, Gautaborg ingileif@landspitali.is Inngangur: Respiratory syncytial veira (RSV) er ein algengasta or- sök veirusýkinga í neðri öndunarvegi ungbarna og sýkjast tveir þriðju barna innan eins árs. Talið er að RSV-sýking í ungbörnum auki líkur á astma eða ofnæmi síðar á ævinni. Eósínphilia í lungum hefur verið tengd við staðbundna minnkun á framleiðslu IFN-y og aukningu á IL-4. Þessi boðefni ásamt IL-5, MIP-þ og eótaxín voru mæld í nefskoli og Eosinopil Cationic Protein (N-ECP) sem líka var mælt í sermi (S-ECP). Efniviður og aðferðir: Nefskolsýni voru tekin úr 68 ungbörnum (sjö mánaða eða yngri) með veirusýkingu og sýking staðfest með ræktun og flúrskinslitun. Þrjátíu og níu höfðu RSV-sýkingu, níu aðrar veirusýkingar. Fimmtíu heilbrigð ungbörn voru til viðmiðun- ar (VM). IL-4, IL-5, IFN-y, MlP-þ og eótaxín voru mæld í nefskoli með ELISA og ECP með UniCap. Niðurstöður: Ekki var marktækur munur á magni neinna boðefna eða efnatoga milli barna með RSV og aðrar veirusýkingar. Marktæk- ur munur var milli RSV og VM í IL-4 (0,79 miðað við 0,31 pg/mL; p=0,008), IFN-y (0,55 miðað við 0,18 pg/mL; p=0,021), MIP-p (605 miðað við 128 pg/mL; p<0,001) og N-ECP (379 miðað við 54 pg/L; p<0,001). í RSV-hópnum var fylgni milli IL-4 og N-ECP (R=0,60; p<0,001), 11-4 og S-ECP (R=0,35; p=0,002), en neikvæð fylgni milli IFN-y og N-ECP (R=-0,39; p=0,015). Fylgni var á milli CD4 efnatog- ans MIP-p og N-ECP (R=0,35; p=0,064). Neikvæð íylgni var milli IL- 4 og eótaxíni (R=-0,48; p=0,002). IL-4 í RSV-hópnum var marktækt hærra í ungbömum, þriggja mánaða eða yngri, en þeim eldri (p=0,049), en eótaxín jókst með aldri (p=0,003). í RSV-sýktum ungbörnum var IL-4, IFN-y, MIP-þ og N-ECP hærra en í heilbrigðum. í RSV-hópnum var jákvætt samband á milli N-ECP og IL-4 en neikvætt við IFN-y. Ekki fannst hækkað hlutlall Th2/Thl boðefna í RSV-sýktum ungbörnum miðað við heilbrigð. Ályktanir: Við drögum þá ályktun að aukin framleiðsla Th2 boð- efna í staðbundnu ónæmissvari í RSV-sýkingu sé tengd aldri. V 44 Miðeyrnasýking í rottum. Áhrif bólusetningar á sýkingarmynd Ingileif Jónsdóttiri, Arnfríður Henrýsdóttir2, Hávard Jakobsen1, Stefanía P. Bjamarson1, Anna Björk Magnúsdóttir3.5, Ann Hermansson3, Karl G. Kristinsson4, Hannes Petersen5 'Ónæmisfræðideild Landspítala háskólasjúkrahúsi, 2læknadeild HÍ, 3háls-, nef og eyrnadeild Háskólasjúkrahússins í Lundi, 4sýkladeild Landspítala Hringbraut, 5háls-, nef og eyrnadeild Landspítala Fossvogi ■ngileif@landspitali.is Inngangur: Ein algengasta orsök eyrnabólgu í börnum er Strepto- cocciis pneumoniae, pneumókokkar. Vaxandi sýklalyfjaónæmi pneumókokka meðal annars hér á landi hefur aukið þörf á fyrir- byggjandi aðgerðum, svo sem bólusetningum. Fjölsykrubóluefni (PPS) er gagnlegt gegn pneumókokkasýkingum í fullorðnum, en vekur ekki ónæmissvar í börnum yngri en tveggja ára. Prótein- tengdar fjölsykrur (PNC) vernda ungbörn gegn ífarandi pneumó- kokkasýkingum og veita nokkra vernd gegn eyrnabólgum. Mark- mið rannsóknarinnar var að kanna mótefnamyndun gegn PNC og áhrif á miðeyrnabólgu í rottum. Efniviður og aðferðir: Átján Sprague-Dawley rottur voru bólu- settar á degi eitt og 14 undir húð með u barnaskammti af Prevenar (sjö hjúpgerðir pneumókokkafjölsykra tengdar próteininu CRM197); 18 voru óbólusett viðmið, fjórar voru bólusettar með bóluefni ásamt ónæmisglæði. Á degi 28 voru rotturnar sýktar með pneumókokkum af hjúpgerð 6B í vinstra miðeyrað. Bláæðablóð var dregið úr hala fyrir og 14, 28 og 38 dögum eftir bólusetningu. IgG-mótefni gegn hjúpgerðunum 7 voru mæld með ELISA. Niðurstöður og ályktanir: í bólusetta hópnum varð marktæk aukn- ing á IgG mótefnum gegn öllum sjö hjúpgerðum frá degi eitt til 28, styrkur mótefna var breytilegur og hlutfallslega lágur gegn 6B. Marktækur munur var á mótefnastyrk bólusetta hópsins og viðmið- unarhóps á degi 28. Allar rotturnar fengu miðeyrnasýkingu eftir inngjöf hjúpgerðar 6B á degi 29. Bólusetti hópurinn fékk vægari sýkingu og var marktækt fljótari að ná bata. Ein rotta úr viðmiðun- arhópi fékk ífarandi sýkingu og dó fyrir lok tilraunar. Sjögilda pneumókokkabóluefnið Prevenar vakti mótefnasvar í rottum gegn öllum hjúpgerðum þess. Það kom ekki í veg fyrir mið- eyrnasýkingu pneumókokka af hjúpgerð 6B við þessar tilraunaað- stæður, en stuðlaði að vægari sýkingu og hraðari bata. Þetta líkan verður notað til að hanna betri aðferðir við bólusetningar gegn eyrnabólgu. V 45 Dýralíkan miðeyrnasýkinga. Máttur aðferðarinnar, annmarkar greiningar Hanncs Petersen5, Rakel Valdimarsdóttir2, Anna Björk Magnúsdóttir3.5, Ann Hermansson3, Karl G. Kristinsson4, Hávard Jakobsen1, Ingileif Jóns- dóttir1 íÓnæmisfræðideild Landspítala háskólasjúkrahúss, 2læknadeild HÍ, 3háls-, nef og eyrnadeild Háskólasjúkrahússins í Lundi, 4sýkladeild og 5háls-, nef- og eyrnadeild Landspítala háskólasjúkrahúss hpet@landspitali.is Inngangur: Miðeyrnabólgur af völdum baktería eru algengar í börnum og hafa um 70% barna fengið að minnsta kosti eina slíka sýkingu við þriggja ára aldur. Streptococcus pneumonia er sú bakt- ería sem oftast sýkir miðeyru manna ásamt því að sýkingar af hennar völdum leiða til alvarlegustu fylgikvillanna ef fram koma. Dýralíkön þykja góð til rannsókna á miðeyrnabólgum þar sem ströng stöðlun tilraunaaðstæðna orsaka og afleiðinga er möguleg. Við greiningu á miðeyrnabólgum er mikilvægt að fá sem gleggsta mynd af hljóðhimnu enda er huglægt mat þess er greinir á útliti hljóðhimnunnar lagt til grundvallar greiningarinnar. Því er mikil- vægt að myndgreiningartækið gefi góða mynd af þeim þáttum sem leitað er eftir og þykir eyrnasmásjáin best. Efniviður og aðferðir: Fjörutíu karlkyns Spraque Dewly rottur voru sýktar með Streptococcuspneumonia, hjúpgerð 6B. í svæfingu var framkvæmd aðgerð og bakteríulausn komið fyrir í bulla temp- oralis sem er kviðlæg útbungun úr miðeyra rottunnar. Rotturnar voru síðan skoðaðar á öðrum, fjórða, sjötta, áttunda og 10. degi sýk- ingar með smásjá og var útlit hljóðhimnunnar stigað með tilliti til vökva og æðateiknar en þeir þættir eru talin helstu teikn miðeyrna- LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2 0 02/8 8 6 9
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.