Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Síða 69
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ I
V 43 Boðefni og efnatogar sem einkenna Thl og Th2
frumur í RSV og öðrum veirusýkingum í ungbörnum
Stefanía P. Bjarnarsonl, Ingileif JónsdóttirL Áslaug Pálsdóttir-L Inger
María Ágústsdóttirí, Þorgerður Ámadóttir2, Göran Wennergreirí, Ásgeir
Haraldsson^, Sigurður Kristjánssoní
1 Rannsóknastofa í ónæmisfræði, Zveirufræði og 3Bamaspítali Hringsins Landspít-
ala Hringbraut, 4Heilsugæslustöð Reykjavíkur, 5barnadeild Queen Silvia Barna-
spítalanum, Gautaborg
ingileif@landspitali.is
Inngangur: Respiratory syncytial veira (RSV) er ein algengasta or-
sök veirusýkinga í neðri öndunarvegi ungbarna og sýkjast tveir
þriðju barna innan eins árs. Talið er að RSV-sýking í ungbörnum
auki líkur á astma eða ofnæmi síðar á ævinni. Eósínphilia í lungum
hefur verið tengd við staðbundna minnkun á framleiðslu IFN-y og
aukningu á IL-4. Þessi boðefni ásamt IL-5, MIP-þ og eótaxín voru
mæld í nefskoli og Eosinopil Cationic Protein (N-ECP) sem líka var
mælt í sermi (S-ECP).
Efniviður og aðferðir: Nefskolsýni voru tekin úr 68 ungbörnum
(sjö mánaða eða yngri) með veirusýkingu og sýking staðfest með
ræktun og flúrskinslitun. Þrjátíu og níu höfðu RSV-sýkingu, níu
aðrar veirusýkingar. Fimmtíu heilbrigð ungbörn voru til viðmiðun-
ar (VM). IL-4, IL-5, IFN-y, MlP-þ og eótaxín voru mæld í nefskoli
með ELISA og ECP með UniCap.
Niðurstöður: Ekki var marktækur munur á magni neinna boðefna
eða efnatoga milli barna með RSV og aðrar veirusýkingar. Marktæk-
ur munur var milli RSV og VM í IL-4 (0,79 miðað við 0,31 pg/mL;
p=0,008), IFN-y (0,55 miðað við 0,18 pg/mL; p=0,021), MIP-p (605
miðað við 128 pg/mL; p<0,001) og N-ECP (379 miðað við 54 pg/L;
p<0,001). í RSV-hópnum var fylgni milli IL-4 og N-ECP (R=0,60;
p<0,001), 11-4 og S-ECP (R=0,35; p=0,002), en neikvæð fylgni milli
IFN-y og N-ECP (R=-0,39; p=0,015). Fylgni var á milli CD4 efnatog-
ans MIP-p og N-ECP (R=0,35; p=0,064). Neikvæð íylgni var milli IL-
4 og eótaxíni (R=-0,48; p=0,002). IL-4 í RSV-hópnum var marktækt
hærra í ungbömum, þriggja mánaða eða yngri, en þeim eldri (p=0,049),
en eótaxín jókst með aldri (p=0,003).
í RSV-sýktum ungbörnum var IL-4, IFN-y, MIP-þ og N-ECP
hærra en í heilbrigðum. í RSV-hópnum var jákvætt samband á milli
N-ECP og IL-4 en neikvætt við IFN-y. Ekki fannst hækkað hlutlall
Th2/Thl boðefna í RSV-sýktum ungbörnum miðað við heilbrigð.
Ályktanir: Við drögum þá ályktun að aukin framleiðsla Th2 boð-
efna í staðbundnu ónæmissvari í RSV-sýkingu sé tengd aldri.
V 44 Miðeyrnasýking í rottum. Áhrif bólusetningar
á sýkingarmynd
Ingileif Jónsdóttiri, Arnfríður Henrýsdóttir2, Hávard Jakobsen1, Stefanía P.
Bjamarson1, Anna Björk Magnúsdóttir3.5, Ann Hermansson3, Karl G.
Kristinsson4, Hannes Petersen5
'Ónæmisfræðideild Landspítala háskólasjúkrahúsi, 2læknadeild HÍ, 3háls-, nef og
eyrnadeild Háskólasjúkrahússins í Lundi, 4sýkladeild Landspítala Hringbraut,
5háls-, nef og eyrnadeild Landspítala Fossvogi
■ngileif@landspitali.is
Inngangur: Ein algengasta orsök eyrnabólgu í börnum er Strepto-
cocciis pneumoniae, pneumókokkar. Vaxandi sýklalyfjaónæmi
pneumókokka meðal annars hér á landi hefur aukið þörf á fyrir-
byggjandi aðgerðum, svo sem bólusetningum. Fjölsykrubóluefni
(PPS) er gagnlegt gegn pneumókokkasýkingum í fullorðnum, en
vekur ekki ónæmissvar í börnum yngri en tveggja ára. Prótein-
tengdar fjölsykrur (PNC) vernda ungbörn gegn ífarandi pneumó-
kokkasýkingum og veita nokkra vernd gegn eyrnabólgum. Mark-
mið rannsóknarinnar var að kanna mótefnamyndun gegn PNC og
áhrif á miðeyrnabólgu í rottum.
Efniviður og aðferðir: Átján Sprague-Dawley rottur voru bólu-
settar á degi eitt og 14 undir húð með u barnaskammti af Prevenar
(sjö hjúpgerðir pneumókokkafjölsykra tengdar próteininu CRM197);
18 voru óbólusett viðmið, fjórar voru bólusettar með bóluefni ásamt
ónæmisglæði. Á degi 28 voru rotturnar sýktar með pneumókokkum
af hjúpgerð 6B í vinstra miðeyrað. Bláæðablóð var dregið úr hala
fyrir og 14, 28 og 38 dögum eftir bólusetningu. IgG-mótefni gegn
hjúpgerðunum 7 voru mæld með ELISA.
Niðurstöður og ályktanir: í bólusetta hópnum varð marktæk aukn-
ing á IgG mótefnum gegn öllum sjö hjúpgerðum frá degi eitt til 28,
styrkur mótefna var breytilegur og hlutfallslega lágur gegn 6B.
Marktækur munur var á mótefnastyrk bólusetta hópsins og viðmið-
unarhóps á degi 28. Allar rotturnar fengu miðeyrnasýkingu eftir
inngjöf hjúpgerðar 6B á degi 29. Bólusetti hópurinn fékk vægari
sýkingu og var marktækt fljótari að ná bata. Ein rotta úr viðmiðun-
arhópi fékk ífarandi sýkingu og dó fyrir lok tilraunar.
Sjögilda pneumókokkabóluefnið Prevenar vakti mótefnasvar í
rottum gegn öllum hjúpgerðum þess. Það kom ekki í veg fyrir mið-
eyrnasýkingu pneumókokka af hjúpgerð 6B við þessar tilraunaað-
stæður, en stuðlaði að vægari sýkingu og hraðari bata. Þetta líkan
verður notað til að hanna betri aðferðir við bólusetningar gegn
eyrnabólgu.
V 45 Dýralíkan miðeyrnasýkinga. Máttur aðferðarinnar,
annmarkar greiningar
Hanncs Petersen5, Rakel Valdimarsdóttir2, Anna Björk Magnúsdóttir3.5,
Ann Hermansson3, Karl G. Kristinsson4, Hávard Jakobsen1, Ingileif Jóns-
dóttir1
íÓnæmisfræðideild Landspítala háskólasjúkrahúss, 2læknadeild HÍ, 3háls-, nef og
eyrnadeild Háskólasjúkrahússins í Lundi, 4sýkladeild og 5háls-, nef- og eyrnadeild
Landspítala háskólasjúkrahúss
hpet@landspitali.is
Inngangur: Miðeyrnabólgur af völdum baktería eru algengar í
börnum og hafa um 70% barna fengið að minnsta kosti eina slíka
sýkingu við þriggja ára aldur. Streptococcus pneumonia er sú bakt-
ería sem oftast sýkir miðeyru manna ásamt því að sýkingar af
hennar völdum leiða til alvarlegustu fylgikvillanna ef fram koma.
Dýralíkön þykja góð til rannsókna á miðeyrnabólgum þar sem
ströng stöðlun tilraunaaðstæðna orsaka og afleiðinga er möguleg.
Við greiningu á miðeyrnabólgum er mikilvægt að fá sem gleggsta
mynd af hljóðhimnu enda er huglægt mat þess er greinir á útliti
hljóðhimnunnar lagt til grundvallar greiningarinnar. Því er mikil-
vægt að myndgreiningartækið gefi góða mynd af þeim þáttum sem
leitað er eftir og þykir eyrnasmásjáin best.
Efniviður og aðferðir: Fjörutíu karlkyns Spraque Dewly rottur
voru sýktar með Streptococcuspneumonia, hjúpgerð 6B. í svæfingu
var framkvæmd aðgerð og bakteríulausn komið fyrir í bulla temp-
oralis sem er kviðlæg útbungun úr miðeyra rottunnar. Rotturnar
voru síðan skoðaðar á öðrum, fjórða, sjötta, áttunda og 10. degi sýk-
ingar með smásjá og var útlit hljóðhimnunnar stigað með tilliti til
vökva og æðateiknar en þeir þættir eru talin helstu teikn miðeyrna-
LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2 0 02/8 8 6 9