Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Síða 77

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Síða 77
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ I un mótefnafléttna. Hins vegar höfðu tvö af viðmiðunarlyfjum einnig þessi áhrif. Ekki er hægt að fullyrða að lyfjamiðlaður helluroði geti skýrst af áhrifum lyfjanna á meðhöndlun mótefnafléttna, en til þess að svara rannsóknarspurningunni til fulls þarf að skoða hver styrkur DfLE-lyfja og viðmiðunarlyfja er í blóði eftir töku þeirra. V 66 Samband mannósabindilektíns og mótefna við sýkingar og ofnæmi í ungbörnum Halldóra Þórarinsdóttir, Þóra Vrkingsdóttir, Guðjón Karlsson, Þorbjörn Jónsson, Helgi Valdimarsson, Guðnuindur Jóhann Arason Rannsóknastofa í ónæmisfræði Landspítala háskólasjúkrahúsi gudmundj@landspitali.is Inngangur: Markmiðið var að kanna þýðingu mannósabindilektíns (MBL) og mótefna fyrir sjúkdómsvarnir í börnum með fram- skyggnri rannsókn. Efniviöur og aöferöir: Rannsóknin náði til 161 barns. Sýni voru dregin úr naflastreng við fæðingu, og við skoðun eftir tvö og fjögur ár. Foreldrar skráðu jafnframt sjúkrasögu í dagbók. Styrkur MBL og mótefna (IgGl, IgG2, IgG3, IgG4, IgA og IgE) var mældur með ELISA-prófi. Niðurstöður: Styrkur MBL jókst frá fæðingu til tveggja ára aldurs en ekkert eftir það. MBL hækkaði mest í börnum sem höfðu sögu um bólgur í loftvegum (astma eða sýkingar) en marktæk hækkun greindist líka hjá börnum sem enga sögu höfðu um sýkingar. Hækk- unin var minnst hjá börnum með tíðar eyrnabólgur og nánari athug- un benti til að þau hefðu innbyggðan galla í þroskun MBL-svars. Sýkingar í loftvegum voru mun tíðari meðal barna með IgA eða IgG3 í lægri kanti við tveggja ára aldur en hjá afgangi hópsins (p=0,02 og 0,05) og hjá fyrrnefnda hópnum voru eyrnabólgur Iíka vandamál (p=0,008). Börn með IgA í lægri kanti bæði tveggja og fjögurra ára voru með marktækt lægri styrk af IgG undirflokkum og aukna tíðni eyrnabólgu og sýkinga í loftvegum. Börn með tíðar eyrnabólgur og IgA í lægri kanti sýndu vangetu í þroskun MBL- svars og voru MBL-gildi þeirra marktækt lægri en hjá viðmiðunar- hóp við fjögurra ára aldur. Ályktanir: MBL framleiðsla eykst eftir fæðingu; aukningin stafar að minnsta kosti að hluta til af áreiti (loftvegabólgum). Styrkur mótefna skiptir miklu máli fyrir varnir barna gegn sýkingum og þá aðallega styrkur IgA og IgG3. Lágur styrkur MBL útskýrir ekki tíð- ar sýkingar í börnum á þessum aldri en virðist meðvirkandi þáttur í eyrnabólgu ef lítið er af mótefnum. Vangeta til þroskunar MBL- svars virðist hjá mörgum börnum fara saman við litla framleiðslu mótefna og gæti vísað á galla í myndun ónæmisboðefna. V 67 Fiskolía í fæði hefur ólík áhrif á frumuboðamyndun át- og eitilfrumna úr músum Dagbjiirt Helga Pétursdóttir, Ingibjörg Harðardóttir Lífefna- og sameindalíffræðistofa læknadeild HÍ ih@hi.is Inngangur: Frumuboðar eru mikilvæg boðefni við miðlun bólgu- °g ónæmissvars. TNF er dæmi um bólguhvetjandi frumuboða en IL-10 er bólgutemprandi. Frumuboðar sem taka þátt í T-frumusvari eru oft skilgreindir sem T-hjálpar (Th) 1 (IFN-y) sem hvetja frumu- bundið ónæmissvar eða Th2 (IL-4) sem hvetja vessabundið ónæm- issvar. I þessari rannsókn voru mæld áhrif fiskolíu á myndun TNF og IL-10 í átfrumum úr kviðarholi og milta og TNF, IFN-y og IL-4 í T-frumum úr milta. Efniviður og aðferðir: Músum var skipt í tvo hópa og þær aldar á fæði bættu með fiskolíu eða kornolíu í fjórar vikur. Kviðarholsát- frumum og miltisfrumum var safnað, átfrumur úr-kviðarholi og milta voru einangraðar með viðloðunareinangrun og þær örvaðar með endótoxíni í 24 klukkustundir. Heildarmiltisfrumur og einangraðar T-frumur úr milta voru örvaðar með aCD3/aCD28 í 48 klst. Niðurstöður: Fiskolía jók TNF myndun átfrumna úr kviðarholi og milta eftir LPS örvun. Fiskolía jók einnig IL-10 myndun átfrumna úr milta en minnkaði hins vegar IL-10 myndun átfrumna úr kviðar- holi. Þá dró fiskolía úr myndun TNF og IFN-y en jók myndun IL-4 eftir aCD3/aCD28 örvun. Þegar T-frumur voru einangraðar frá öðrum miltisfrumum og örvaðar með aCD3/aCD28 reyndist hins vegar ekki marktækur munur á frumuboðamyndun frumna úr mús- um á mismunandi fæði. Ályktanin Þessar niðurstöður sýna að fiskolía hefur bólguhvetjandi áhrif á átfrumur úr kviðarholi en bólgutemprandi áhrif á T-frumur. Einnig sýna niðurstöðurnar að fiskolía sveigir T-frumusvar í Th2 þegar T-frumur eru ræktaðar með öðrum miltisfrumum en hefur engin áhrif á einangraðar T-frumur. Þetta bendir til að miltisfrumur, aðrar en T-frumur, stýri sveigingu T-frumusvarsins í heildarmiltis- frumuræktum. V 68 Breytingar í sjónhimnuriti músa með stökkbreytingar í Mitf geni með aldri Þór Eystcinsson1, Anna L. Þórisdóttir1, Eiríkur Steingrímsson2 iLífeðlisfræðistofnun HÍ, 2Rannsóknastofa HÍ í lífefnafræði og sameindalíffræði thoreys@hi.is Inngangur: Markmið þessarar rannsóknar var að rannsaka breyt- ingar sem verða í sjónhimnuriti músa með stökkbreytingar í micro- phthalmia umritunarþættisgeni (Mitf) með aldri, frá fjórum vikum eftir fæðingu. Efniviður og aðferðir: Sjónhimnurit var skráð frá hornhimnu aug- ans í svæfðum músum sem svar við stuttum hvítum Ijósblikkum. Skráð var bæði eftir aðlögun að rökkri og aðlögun að Ijósi. Bæði arf- hrein (MitfMi-wh/MitfMi-wh, MitfMi-sp/MitfMi-sp, og Mitfmi- bws/Mitfmi-bws) og arfblendin (MitfMi-sp/Mitfmi-Wh) dýr, ásamt músum af villigerð (C57BL/6J) voru skoðuð. Niðurstöður: Sjónhimnurit MitfMi-sp/MitfMi-sp músa voru eðlileg að öllu leyti að 16 vikna aldri. Svör Mitfmi-bws/Mitfmi-bws músa voru eðlileg að 16 vikna aldri nema að c-bylgja var lækkuð sértækt. Sjónhimnurit MitfMi-wh/MitfMi-wh var algerlega ómælanlegt frá fjögurra vikna aldri. Allar bylgjur sjónhimnurits í MitfMi-sp/Mitfmi- Wh músum, skráð eftir aðlögun að rökkri, voru lækkaðar að spennu og seinkaðar að dvöl frá sex vikna aldri. Ályktanir: MitfMi-wh/MitfMi-wh mýs virðast algerlega blindar frá fæðingu. MitfMi-sp/Mitfmi-Wh mýs sýna merki um hrörnun stafa og keila (rod-cone dystrophy) og eru vænlegt nýtt líkan yfir hægfara sjónhimnuhrörnun. Það kemur á óvart að Mitfmi-bws/Mitfmi-bws mýs, sem hafa sams konar arfgerð og Mitfmi-vit mýs, eru með eðli- L/EKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88 77
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.