Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Side 79
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ I
og styrkþjálfun auk fræðslu. Markmið rannsóknarinnar var að at-
huga hvort endurhæfing hafi áhrif á öndunarmynstur hjartabilaðra
við áreynslu.
Efniviður og aðferðir: Notaðar voru niðurstöður 36 hjartabilaðra
sjúklinga (32 karla, fjögurra kvenna) sem fóru í gegnum endurhæf-
inguna á árunum 1998-2001. Meðalaldur þeirra var 65±9 ár, útfalls-
brot hjarta 29±5% og lengd þjálfunar 5,2±1,1 vika. Allir sjúkling-
arnir fóru í gegnum sams konar öndunarmælingar og áreynslupróf
á þrekhjóli fyrir og eftir endurhæfingartímabilið.
Niðurstöður: Engar marktækar breytingar (p<0,05) komu fram í
öndunarrúmmálunum FVC (forced vital capacity), FEVj (forced
exspiratory volume á fyrstu sekúndu) og öndunartíðni við hámarks-
álag (RRmax) við endurhæfinguna. Marktækar breytingar komu
fram á eftirtöldum atriðum: Súrefnisupptaka (V Oz í L/mín) við há-
marksálag jókst úr 1,26±0,42 í 1,40±0,47. þoltalan (V 02 í ml/mín/
kg) jókst úr 15,5±3,5 í 17,2±3,9, hámarksvinnugeta (WR max í wött-
um) jókst úr 101±36 í 118±42, hámarkshjartsláttartíðni (HRmax) úr
119±22 í 125±20, magn öndunarlofts við hámarksálag (V E max í
L/mín) jókst úr 53,7±16,6 í 59,2±16,5 og stærð andrýmdar við há-
marksálag (VTmax, L) jókst úr 1,71 ±0,52 í 1,84±0,49.
Alyktanir: Engar marktækar breytingar komu fram á þeim öndun-
arrúmmálum sem mæld voru. V E max jókst vegna aukningar í VT
max þar sem RR max var óbreytt. Sjúklingar hafa því bætt öndun-
armynstur sitt. Súrefnisupptaka sjúklinganna hefur aukist og þeir
geta framkvæmt meiri vinnu. Jákvæðara hugarfar (motivation) get-
ur skýrt hluta af þessu þar eð hámarkspúls (HRmax) hefur aukist.
V 72 Áhrif hjartaendurhæfingar á þolmörk sjúklinga með
hjartabilun
Arna E. KarlsdóttirL Marta Guöjónsdóttir', Stefán B. SigurössoiA Magnús
B. Einarssoni
1 Reykjalundur Endurhæfingarmiðstöð, ZLífeðlisfræðistofnun HI
Marta@REYKJALUNDUR.is
Inngangur: Sjúklingar með hjartabilun hafa lækkuð þolmörk og
það takmarkar getu þeirra í daglegu lífi. Endurhæfingarstöðin á
Reykjalundi býður upp á fjögurra til sex vikna almenna endurhæf-
ingu hjartasjúklinga. Þar er aðaláherslan á þolþjálfun og styrkþjálf-
un auk fræðslufyrirlestra. Tilgangur þessarar rannsóknar var að at-
huga áhrif þessarar þjálfunar á sjúklinga með hjartabilun.
Efniviður og aðferðir: Notaðar voru niðurstöður 36 hjartabilaðra
sjúklinga (32 karla, fjögurra kvenna) sem fóru í gegnum endurhæf-
inguna á árunum 1998-2001. Meðalaldur þeirra var 65±9 ár, útfalls-
brot 29%±5 og lengd þjálfunar 5,2±1,1 vika. Allir sjúklingamir fóru
í gegnum sams konar áreynslupróf á þrekhjóli fyrir og eftir endur-
hæfingartímabilið.
Niðurstöður: Súrefnisupptaka (V 02 í L/mín) við hámarksálag
jókst úr 1,26±0,42 í 1,40±0,47, þoltalan (V O, í ml/mín/kg) jókst úr
15,5±3,5 í 17,2±3,9, hámarksvinnugeta (WR max í wöttum) jókst úr
101±36 í 118±42, hámarkshjartsláttartíðni (HRmax) úr 119±22 í
125±20, magn öndunarlofts við hámarksálag (V E max í L/mín)
jókst úr 53,7±16,6 í 59,2±16,5 og stærð andrýmdar við hámarksálag
(VTmax, L) jókst úr 1,71 ±0,52 í 1,84±0,49. Allar þessar breytingar
voru marktækar (p<0,05). Súrefnisupptaka mæld við öndunar-
þröskuld (V 02 @VT í L/mín) og vinnugetan við öndunarþröskuld
(WR @ VT í wöttum) breyttust ekki marktækt.
Ályktanir og umræða: Sjúklingar juku þolmörk sín marktækt með
þátttöku í endurhæfingunni sem að hluta má skýra með jákvæðara
hugarfari (motivation dependent). Öndunarþröskuldur jókst ekki
en hann er talinn vera óháður vilja og áhuga (motivation indepen-
dent). Þar sem ekki reyndist unnt að mæla hann nema í rúmlega
helmingi sjúklinganna er erfitt að draga ákveðnar ályktanir út frá
því. Niðurstöður benda þó sterklega til þess að súrefnisupptaka
aukist marktækt við endurhæfinguna.
V 73 Endurheimt slökunar eftir ertingu í hjartavöðva
og áhrif [Ca2+] á hraða hennar
Magnús Jóhannsson. Lárus S. Guðntundsson, Hafliði Ásgrímsson
Lyfjafræðistofnun HÍ, Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði
magjoh@hi.is
Inngangur: Aukaslag eftir stutt ertingarbil (200-400 ms) er veikt en
styrkist eftir því sem bilið lengist. Þetta er kallað endurheimt sam-
dráttar eftir ertingu (mechanical restitution). í aukaslagi er slökun-
arhraði skertur, en endurheimt slökunar eftir ertingu hefur lítið
verið rannsökuð.
Efniviður og aðferðir: Tilraunir voru gerðar á vöðvum úr hjarta
marsvína (gáttum og sleglum). Bil milli reglulegra ertinga var 1000
ms og hitastig 32°C. Rannsakaðar voru breyturnar ±dF (hámarks
samdráttarhraði), TPF (tími að mesta krafti), -dF (hámarks slökun-
arhraði) TR50 (tími að 50% slökun) og TR90 (tími að 90% slökun).
Niðurstöður: Allar þessar breytur sýna endurheimt eftir ertingu en
hún er mjög mishröð. Hraði endurheimtar fyrir ±dF og -dF er nokk-
urn veginn sá sami bæði í gáttum og sleglum en hraðinn fyrir TPF
og TR90 er mun meiri. Áhrif mismunandi [Ca2+], á bilinu 0,5-12
mM, á hraða endurheimtar voru rannsökuð. Hraði endurheimtar
±dF og -dF hækkaði með styrk Ca í gáttum en ekki sleglum; við Ca-
styrkina 1,2 og 4 mM voru hraðastuðlar að meðaltali 0,1,1,8 og 2,4
s-i (p=0,025; n=4-9) fyrir ±dF í gáttum og 0,3,1,9 og 3,4 s > (p=0,012;
n=4-10) fyrir -dF. Áhrif Ca-styrks á endurheimt TPF voru svipuð í
gáttum og sleglum, hraðinn fór vaxandi með hækkandi Ca-styrk
upp í 4 mM en minnkaði heldur við hærri styrk. Ca-styrkur hafði
ekki marktæk áhrif á hraða endurheimtar fyrir TR50 og TR90,
hvorki í sleglum né gáttum.
Ályktanir: Þessar niðurstöður undirstrika muninn á sleglum og
gáttum. Aukinn Ca-styrkur hraðar endurheimt slökunar í gáttum
en ekki sleglum. Samdráttur og slökun eru talin háðari starfsemi
frymisnets í gáttum en sleglum og geta niðurstöðurnar samræmst
því að Ca-pumpa frymisnets verði fyrir áhrifum af Ca-styrk. Niður-
stöðurnar gefa einnig vísbendingar um flókna stjórnun slökunar í
hjartavöðva.
V 74 Sphingólípíð og boðflutningar í hjartavöðvafrumum
V. Edda Benediktsdóttir1, Anna Margrét Jónsdóttir1, Bergþóra Skúladótt-
ir>, Jón Ólafur Skarphéöinsson2, Sigmundur Guðbjarnason1
1 Raunvísindastofnun HÍ, 2Lífeðlisfræðistofnun HÍ
eb@raunvis.hi.is
Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna hlutverk
sphingósíns (SPH) í boðflutningum og stjórnun á starfsemi hjartans
í rottum. SPH er eitt af innanfrumuboðefnum sphingómyelín boð-
kerfisins, en áhrif þess eru ekki fullkönnuð í hjartavöðvafrumum.
LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2 0 02/8 8 7 9