Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Side 82

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Side 82
■ ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ veiruvöxt hvort sem hylkisgerðin er frá 1772 eða KSl. Þetta bendir til þess að Serl73 gegni ekki sama hlutverki í MVV og CAEV og það gerir í HIV. Ekki virðist vera um samspil milli Serl73 og hylkis- próteins að ræða. Veirur með Trp98 breytingu í báðum hylkisgerð- um uxu eðlilega í fósturliðþelsfrumum en illa í æðaflækjufrumum. Trp98 er því nauðsynleg amínósýra fyrir virkni Vif. Sérlega áhuga- vert er að stökkbreyttu veirurnar vaxa illa í frumugerð sem KSl vex vel í og gæti það bent til þess að hér sjáist áhrif af öðru hlutverki Vif en að vinna gegn frumuhindra. V 81 Veirudrepandi virkni alkóhóla gegn HSV-1 Hilmar Hilniarssonl, Þórdís KristmundsdóttirZ, Halldór Þormar1 iLíffræðistofnun HÍ, 2lyfjafræðideild HÍ hilmarh@hi.is Inngangur: Fyrri rannsóknir sýna breiða örverudrepandi virkni fitusýra gegn sýklum. Nákvæmlega hvernig fitusýrur drepa örverur er ekki vitað, en rannsóknir benda til að þær leysi upp hjúp veira. Líklega smjúga þær inn í fituhjúpinn með vatnsfælnikröftum sem leiðir til gegndræpis hjúpsins fyrir smásameindum. í þessari rann- sókn var könnuð virkni mettaðra og ómettaðra, meðallangra og langra (C8-C18) alkóhóla gegn herpes simplex veiru 1 (HSV-1) og borin saman við virkni lilsvarandi fitusýra. Efniviður og aðferðir: Alkóhólum í ákveðnum styrk var blandað við jafnt rúmmál af veirulausn og veirudrepandi virkni könnuð í mismunandi styrk og í mislangan tíma við 37°C. Veirublandan var títreruð í tíföldum þynningum í Vero frumum. Títer (log10) á alkó- hól-veirublöndum var dreginn frá títer viðmiðunarlausna og þannig fengin út veirudrepandi virkni alkóhólanna. Niðurstöður: Þrjú alkóhól í 10 mM styrk prófuð í 10 mínútur við 37°C sýndu marktæka lækkun á veirutíter, það er n-decyl (10:0), laur- yl (12:0) og myristoleyl (14:1). N-decyl alkóhól sýndi mestu virknina við þessi skilyrði og lækkaði títerinn meira en 3 milljón-falt á 10 mínútum en einungis 1 ()0-falt á einni mínútu. Við lengri meðhöndl- unartíma (tvær klukkustundir) og í minni styrk (2,5 mM) var lauryl alkóhól virkast og lækkaði veirutíterinn meira en milljónfalt en n- decyl alkóhól aðeins þúsundfalt. Þegar veirudrepandi virkni alkóhóla og fitusýra er borin saman sýna alkóhólin minni og hægari virkni. Alyktanir: Munurinn á hydroxyl hópi alkóhóla og karboxyl hópi fitusýra virðist valda því að alkóhól eru ekki eins virk og sýrur við hlutlaust pH. Við pH 4,1 jókst veirudrepandi virkni bæði alkóhóla og tilsvarandi fitusýra en virknin var óháð vatnssækni-/vatnsfælni- hlutfalli efnanna. Breytingin á pH virðist gera hjúp veirunnar við- kvæmari fyrir efnunum, hugsanlega vegna hleðslubreytinga á hjúp- próteinum veirunnar. V 82 Veirudrepandi virkni alkóhóla og fitusýra gegn HSV-2 Hilniur Hilmarssoni, Jóhann Arnfinnsson^, Halldór Þormar1 11 .íífræöistoínun HÍ, 2Rannsóknastofa í líffærafræði, læknadeild HI hilmarh@hi.is Inngangur: Fyrri rannsóknir á meðallöngum og langkeðju alkóhól- um og tilsvarandi fitusýrum sýna að nokkur þessara efna eru mjög virk gegn herpes simplex veiru 1 (HSV-1). í þessari rannsókn var könnuð virkni mettaðra og ómettaðra, meðallangra og langra (C8- C18) alkóhóla gegn herpes simplex veiru 2 (HSV-2) og borin saman við virkni tilsvarandi fitusýra. Auk þess var virkni efnanna gegn HSV-1 og HSV-2 borin saman. Efniviður ug aðferðir: Alkóhólum og fitusýrum í ákveðnum styrk var blandað við jafnt rúmmál af veirulausn og veirudrepandi virkni könnuð í mismunandi styrk og í mislangan tíma við 37°C. Veirutíter var fundinn með því að sá tíföldum þynningum af blöndunni á Vero frumur. Títer (log10) á veirulausnum sem voru meðhöndlaðar með alkóhólum eða fitusýrum var svo dreginn frá títer viðmiðunar- lausna og þannig fengin út veirudrepandi virkni efnanna. Niðurstöður: Við hlutlaust pH var virkni alkóhóla og fitusýra gegn HSV-2 hliðstæð virkninni gegn HSV-1, þannig að fitusýrurnar voru að jafnaði hraðvirkari en alkóhólin. Við lækkun á sýrustigi minnk- aði virkni lauric sýru og myristic sýru gegn HSV-2, öfugt við HSV-1 þar sem virkni sýra jókst við pH 4,1. Alyktanir: Þetta styður þá tilgátu að jónahleðsla á hjúppróteinum veira hafi áhrif á virknina. Rafeindasmásjármyndir verða teknar af HSV-1 eftir meðhöndlun með 10 mM n-decyl alkóhóli í mismun- andi langan tíma og þannig kannað hvort alkóhól leysi upp hjúp veira líkt og sýnt hefur verið fram á með fitusýrum. V 83 Hlutverk Vif í eftirmyndun mæði-visnuveiru Stef'án Ragnur Jónsson, Helga Bryndís Kristbjörnsdóttir, Sigríður Rut Franzdóttir, Ólafur S. Andrésson, Valgerður Andrésdóttir Tilraunastöö HÍ í meinafræði aö Keldum stefanjo@hi.is Inngangur: Lentiveirur eru flokkur retróveira sem valda langvinn- um sjúkdómum í spendýrum. Meðal lentiveira eru alnæmisveiran (HIV) í mönnum og mæði-visnuveiran (MVV) í kindum. Allar retróveirur hafa sams konar gen fyrir byggingarprótein og ensím, það er gag, pol og env. Auk þessara gena hafa lentiveirur stjórn- og aukagen sem hafa áhrif á lífsferil veirunnar. Eitt þessara gena er vif (virion infectivity factor). Próteinið sem þetta gen skráir er nauð- synlegt fyrir vöxt HIV-1 og MVV í flestum frumugerðum og fyrir sýkingu in vivo. Þrátt fyrir miklar rannsóknir er hlutverk Vif óþekkt en nokkrar hugmyndir eru uppi. Talið er að Vif verki á síðustu stig- um sýkingarferils veiranna, það er við myndun nýrra sýkingarhæfra veiruagna. I þessari rannsókn var hlutverk Vif í eftirmyndun athug- að með því að mæla magn veiru DNAs á ákveðnum tímapunktum eftir sýkingu með veirustofnum sem höfðu mismunandi stökkbreyt- ingar í v/fgeninu. Efniviður og aöferöir: Liðþelsfrumur úr kindafóstri (FOS) og æðaflækjufrumur (SCP) voru sýktar með mismunandi mæði-visnu- veirustofnum og DNA einangrað á ákveðnum tímapunktum. Magn veiru-DNAs var ákvarðað með rauntíma PCR tækni (real-time PCR). Við mælingarnar voru notaðir sértækir flúrmerktir þreifarar (probes) og flúrljómunarvokorkuflutningur (fluorescence reson- ance energy transfer (FRET)). Niðurstöður og ályktanir: Niðurstöður benda til mikilvægis Vif við eftirmyndun mæði-visnuveiru. Niðurstöðurnar sem fást með raun- tíma PCR tækninni eru samsvarandi þeim niðurstöðum sem áður hafa fengist með erfðafræðilegum aðferðum. Eftirmyndun veiru- stofna með heilt og gallað Vif er svipuð fyrstu 36 klukkustunda sýk- ingar en þá skilur á milli þeirra og bendir þetta til þess að stofnar 82 L/EKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.