Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Síða 87

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Síða 87
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ I heilablóðfalls og dreifing eftir orsökum sé svipað og í nágranna- löndunum. Við munum kynna niðurstöður sem sýna tengsl legu- tíma og afdrifa við tegund heilablóðfalls. V 97 Arfgeng heilablæðing. Rannsókn á arfgerðum apólípóprótíns E og breytileika í forröð cystatíns C Snorri Páll Davíðssoni. Ástríður PálsdóttirL Sif Jónsdóttir2, Elías Óiafsson2 iTilraunastöð HI í meinafræði að Keldum, 2Rannsóknastofa í ltfefna- og sameindalíffræði við læknadeild HÍ, 3taugalækningadeild Landspítala háskólasjúkrahúss astripal@hi.is Inngangur: Islenskt afbrigði arfgengrar heilablæðingar (HCCAA- I) er ríkjandi sjúkdómur með rnikla sýnd sem leggst jafnt á karla sem konur. Orsök sjúkdómsins er L68Q stökkbreyting í cysteine prótínasahindranum cystatíni C. Afleiðing þess er cystatín C mýl- ildismyndun í smáum heilaslagæðum arfbera. Uppsöfnun þessi leið- ir til æðarofs og endurtekinna heilablæðinga. Fyrsta áfall fá arfberar flestir fyrir þrítugt. Villigerð cystatíns C finnst einnig í litlum mæli í mýlildi sjúklinga með Alzheimersjúkdóm og erfðabreytileiki í forröð cystatíns C hefur auk þess verið tengdur aukinni hættu á Alzheimersjúkdómi. Mismunandi arfgerðir apólípóprótíns E (ApoE) virðast hafa áhrif á það hvenær Alzheimersjúkdómur kemur fram. Markmið þessarar rannsóknar er að athuga hvort erfðabreytileiki í forröð cystatíns C og/eða arfgerðir apoE hafi áhrif á hvenær HCCAA-I kemur fram eða hver framvinda sjúkdómsins er. Efniviður og aðferðir: Arfgerðir forraðar cystatíns C og ApoE voru greindar með PCR og skerðibútagreiningu á erfðaefni 30 sjúk- linga og 76 ættingjum þeirra. Til viðmiðunar voru greind 32 sýni úr mönnum og 43 sýni úr Alzheimersjúklingum. Niðurstöður og ályktanir: L68Q stökkbreytingin í cystatín C fylgir samsætu af gerð A en enginn munur er á tíðni samsæta af forröð cystatíns C milli hópa og virðast samsætur forraðar ekki hafa áhrif á upphaf og framgang sjúkdómsins. Tíðni ApoE samsæta í HCCAA- I sjúklingum og ættingjum þeirra reyndist frábrugðin viðmiðunar- hópum, bæði Alzheimersjúklingum og almennum en varasamt er að draga víðtækar ályktanir af þeirri niðurstöðu að svo stöddu þar sem breytileiki innan einstakra fjölskyldna getur sveiflast til og frá heildarniðurstöðu. Breytileiki þessara samsæta virðist hvorki hafa áhrif á upphaf né sjúkdómsferil arfgengrar heilablæðingar. V 98 Rannsókn á próteinsamskiptum príon-próteins (PrP) liirkir Þór Bragason, Eiríkur Sigurösson, Guðmundur Georgsson, Ástríður Pálsdóttir Tilraunastöð HI í meinafræði að Keldum birkirbr@hi.is Inngangur: Príon-próteinið (PrP) er tjáð í öllum vefjum líkamans, mest í taugafrumum og hangir venjulega utan á frumuhimnunni með GPI-akkeri. Stökkbreytingar í PrP eða gallar í próteasómkerfi frumunnar geta leitt til uppsöfnunar á próteasaþolnu PrP í umfrymi sem veldur apoptósu í taugafrumum. Uppsöfnun á próteasaþolnu PrP í miðtaugakerfi er lykilþáttur í riðusjúkdómum sem eru ólækn- andi hæggengir smitandi hrörnunarsjúkdómar, til dæmis riða í sauð- fé, BSE í nautgripum og Creutzfeldt-Jakob sjúkdómur í mönnum. Markmið rannsókna okkar er að athuga próteinsamskipti PrP. Efniviður og aðferðir: Prótein sem tengjast PrP voru veidd með yeast two-hybrid (YTH) skimun á rottuheila-cDNA genasafni. Bútar úr þremur genum veiddust, tjáningarmynstur þeirra var at- hugað með Northern-Blot. Pau svæði PrP sem máli skipta fyrir tenginguna voru greind með því að prófa mislanga PrP búta á móti bútunum sem veiddust. Áhrif sjúkdómsvaldandi stökkbreytinga í PrP á tenginguna voru prófuð í YTH-kerfinu. Tengingarnar hafa verið athugaðar in vitro með GST fellingu. Mótefni gegn tveimur próteinanna voru framleidd og hafa verið notuð til að ákvarða stað- setningar í frumum með ónæmislitun á vefjasneiðum og frumurækt- um, ásamt tjáningu á flúrljómandi PrP. Verið er að bera saman tján- ingu genanna í riðusýktum og heilbrigðum vef með Real-time PCR. Niðurstöður og ályktanir: Bútar úr þremur genum veiddust við skimunina: SODD, NRAGE og KIAA0570. NRAGE og SODD bindast bæði á innanfrumuhluta viðtaka af TNF-fjölskyldunni og hafa áhrif á apoptósu-boðferla. KIAA0570 fellur í hóp með ubi- quitin carboxyl-terminal hydrolösum, sem ýmist gera prótein stöð- ug eða stuðla að niðurrifi þeirra í próteasómum. Ónæmislitanir á vefjasýnum úr miðtaugakerfi sýna sértæka litun fyrir KIAA0570 í taugafrumum. V 99 Samanburður á klínískum einkennum tveggja hópa sjúklinga með ættlæga Parkinsonsveiki á íslandi Sigurlaug Sveinbjömsdóttir Taugadeild Landspítala háskólasjúkrahúss, samvinnuverkefni viö íslenska erföagreiningu sigurlaugs@hotmail.com Inngangur: Heilþjóðarrannsókn á faralds- og erfðafræði Parkin- sonsveiki á Islandi hefur leitt í ljós að tæplega þriðjungur sjúklinga getur nefnt einn eða fleiri ættingja með sjúkdóminn. Efniviður og aðferðir: Með samkeyrslu sjúklingahópsins og hóps úr eldri rannsókn frá árunum 1954-1964 við ættfræðigrunn hefur hins vegar verið sýnt fram á að tveir þriðju sjúklinganna hafa ein- hvern innbyrðis skyldleika. Fundist hefur 51 fjölskylda með 2-60 sjúklinga innanborðs í sjúklingahópunum tveimur. Nýlega var sýnt fram á erfðasæti (genetic marker) á litningi lp32 meðal 117 sjúk- linga sem raðast í fjölskyldur (lod score 3,9). Niðurstöður: í þessum hópi eru 66 einstaklingar sem hafa slíka erfðaröðun en 51 sem ekki hefur hana. Samanburður á klínískum einkennum hópanna tveggja sýnir ekki marktækan mun hvað snert- ir meðalaldur, kyn, aldur við byrjun einkenna, breytingar á líkams- stöðu og stöðuviðbrögðum, stirðleikaeinkennum, hreyfifrátækt, skjálfta, tíðni ofhreyfinga, ósamhverfu einkenna eða lyfjasvörun. Ekki fannst heldur marktækur munur á algengi heilabilunar eða þunglyndiseinkenna (kí-kvaðratspróf). Unnt var að skoða heilavef látins sjúklings úr hópi þeirra 66 sem höfðu erfðasæti á litningi lp32 og sáust dæmigerðar meinafræðilegar breytingar sem einkennandi eru fyrir Parkinsonsveiki. Ályktanir: í hluta íslenskra Parkinsonssjúklinga með ættlægan sjúkdóm er að finna erfðasæti á litningi lp32 sem hugsánlega stuðl- ar að því að sjúkdómurinn komi fram. Klínísk einkenni þessara sjúklinga eru þó hin sömu og annarra sjúklinga sem einnig hafa ætt- lægan sjúkdóm en ekki framangreint erfðasæti. Parkinsonsveiki er LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88 87
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.