Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Side 88

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Side 88
■ ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ klínískt heilkenni, trúlega orsakað af mörgum erfðagöllum sern hugsanlega valda röskun á sama efnaferli í heila og þar með hrörn- un og dauða taugafrumna. V 100 Caliciveirugreiningar á íslandi árið 2002 Sigrún Guúnadóttir, Guðrún Baldvinsdóttir Veirufræðideild Landspítala háskólasjúkrahúss sigrgudn@landspitali.is Inngangur: Veturinn 1997-1998 var fyrst komið upp tækni á Rann- sóknastofu í veirufræði til greiningar á Caliciveirum. Þetta eru litlar RNA-veirur sem geta valdið heiftarlegum iðrasýkingum og eru ein helsta orsök hópsýkinga af því tagi. Þær geta borist með ýmsuni mat og vatni. Sjúklingur með Caliciveirusýkingu skilur út mikið magn af veirunt bæði í saur og uppsölu og því er sýkingarhætta mikil milli rnanna. Þar sem meðgöngutími sjúkdóms er nokkrir dagar er oft erfitt að finna orsökina. Við iðrasýkingar fengum við í fyrstu yfir- leitt til rannsóknar sýni sem reyndust neikvæð í sýklaræktun, þann- ig að ástand og aldur sýnanna voru ekki til þess fallin að ná góðum árangri í veirurannsókn. Undanfarið hafa okkur borist sýnin sam- hliða sýnum til sýklafræðideildar og því má ætla að meiri líkur séu á greiningu hópsýkinga. Efniviður og aðfcrðir: Sýni til rannsóknar eru saursýni sem berast á veirufræðideild vegna einkenna frá meltingarvegi (uppkasta/nið- urgangs). Árið 2002 hafa á fimmta tug sýna verið rannsökuð með tilliti til Caliciveira. Þar sem Caliciveirur vaxa ekki í frumugróðri, eins og margar aðrar veirur, þarf að beita RT-PCR tækni. Þá er kjarnsýran unnin úr sýninu með sértækum aðferðum og hún umrit- uð yfir í c-DNA og það fjölfaldað nteð hitaþolnu enzími með hjálp sértækra Caliciprimera. Afurðin er svo rafdregin á PolyAcrylamið geli og litað með efnaljómun og ljósmyndað. Stærð afurðarinnar staðfestir hvort um Caliciveirur sé að ræða í upphaflega sýninu. Helstu niðurstöður og ályktanir: Tæpur helmingur prófaðra sýna reyndist calicijákvæður, að stærstum hluta úr hópsýkingum. Greind- ar voru þrjár aðskildar hópsýkingar, í maí, júlí og október. Þær reyndust ekki vera af sömu undirtegund. Þar sem ekki er leitað að Calici í matvælum hérlendis er ekki vitað um uppruna tilfellanna, en augljóst að veirurnar eru hér vandamál eins og víðast hvar annars staðar. Því er full ástæða til að leita þeirra þegar hópsýkingar verða. V 101 Klónun, einangrun og tjáning á málmháðum innrænum peptíðasa sem er úteitur Aeromonas salmonicida, stofns 265-87 íris Hvanndal, Valgerður Andrésdóttir, Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir Tilraunastöö HÍ í meinafræði að Keldum iriss@hi.is Inngangur: Kýlaveikibróðir af völdum baktcríunnar A. salmonicida undirtegund achromogenes er landlæg hér við land og hefur valdið miklum afföllum á eldisfiski. Aðalúteitur bakteríunnar hefur verið einangrað og skilgreint sem málmháður innrænn peptíðasi, AsaPl. Skyldleiki er á milli AsaPl og A. hydrophila próteinsins EprAl sem er í fjölskyldu aspzincina. Markmið rannsóknarinnar var að skil- greina fyrstastigs byggingu AsaPl, tjá gen þess í E. coli og athuga eituráhrif endurraðaðs AsaPl. Efniviður og aðferðir: PCR prímerar smíðaðir eftir basaröð eprAl gensins voru notaðir til að magna opna lesramma asaPl gensins og skerðibútar sem innihéldu hluta asaPl voru notaðir til að ákvarða basaraðir ofan og neðanvert við opna lesrammann. Magnaðir asaPl bútar voru klónaðir í pUC18 og raðgreindir. Próteintjáandi hluti asaPl var klónaður neðanvert við GST prótein í pGEX tjáningar- vektor og þau tjáð sem blendingsprótein í E. coli. Endurraðað AsaPl var einangrað úr E. coli leysi nteð súluskiljun og sprautað i.m. og i.p. í laxaseiði til að meta eituráhrif. Niðurstöður og ályktanir: Raðgreindir voru 1983 basar, opinn les- rammi er 1029 bp sem þýddur er í 343 amínósýru peptíðkeðju. Merki til útílutnings er á amínóendanum en karboxýlendinn er klofinn frá sem 172 amínósýruvirkt peptíð. Mikil samsvörun fékkst við amínósýruröð EprAl próteins (87%). AsaPl er í fjölskyldu asp- zincina með vel varðveitta zink bindiröð, HExxH + GTxDxxYG. Endurraðað AsaPl veldur vefjabreytingum í laxi, sem eru sambæri- legar þeim sem villigerð ensímsins veldur, það er þó heldur stærra (22 kDa í stað 19 kDa) en villigerðin. AsaPl er fyrsta bakteríueitrið sem lýst er í fjölskyldu aspzincina. V 102 Samanburður á arfgerð og svipfari útensíms AsaPl meðal fjölbreytilegs hóps Aeromonas stofna íris Hvanndali. Ulrich Wagner^, Valgerður Andrésdóttir1, Bjarnheiður K. Guðmundsdóttiri •Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 2lnstitut fur Zoologie, Universitat Leipzig iriss@hi.is Inngangur: Bakterían Aeromonas salmonicida veldur búsifjum í fiskeldi víðsvegar um heiminn, faraldrar hafa einnig greinst í villtum fiski. Aðalúteitur sumra stofna er málmháður innrænn peptfðasi, AsaPl. Markmið rannsóknarinnar var að greina úteitrið í seyti 41 Aeromonas stofna, þar á meðal einkennisstofna fjögurra undirteg- und A. salmonicida, sem hafa verið einangraðir úr mismunandi fisk- tegundum víðsvegar um heiminn. Ennfremur að kanna tilvist asaPl gens hjá sömu stofnum með PCR prófi, auk þess að bera saman basaröð asaPl í nokkrum stofnum A. salmonicida. Efniviöur og aðferðir: Utanfrumuafurðir hvers stofns voru ein- angraðir og notaðir í samloku ELISA próf, byggðu á einstofna mót- efni gegn AsaPl. Genómískt DNA hvers stofns var einangrað. Ttl að magna upp asaPl genið voru tvenns konar PCR þreifarapör not- uð. Annars vegar þreifarar byggðir á sitt hvorum enda tjáðs asaPl gens og hins vegar á vel varðveittu svæði innan gensins. AsaPl gen þriggja A. salmonicida stofna var klónað í pUC18 og raðgreint. Niðurstöður: Allir stofnar höfðu vel varðveitt svæði aspzincins pró- teina. Stærsta hópinn (48%) mynda stofnar sem eru AsaPl nei- kvæðir í ELISA prófi en hafa eðlilegt asaPl gen. Fjörutíu prósent stofnanna voru með AsaPl arfgerð og svipfar. Aðeins 4% stofn- anna voru bæði neikvæðir í ELISA og PCR prófum. í sömu tilfell- um sáust fleiri en ein stærð DNA bands eftir PCR mögnun á varð- veitta svæðinu. Einn stofn reyndist jákvæður í ELISA prófi þrátt fyrir að ekki hafi orðið PCR mögnun á asaPl. Samanburðarrað- greiningin sýndi stökkbreytingar sem skýra vöntun á svipfari AsaPl. Mun færri stofnar hafa svipgerð AsaPl en þeir sem hafa genið. Ályktanir: Gen AsaPl er ekki einskorðað við tegundina A. salmon- 88 LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2 0 02/88
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.