Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Síða 91

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Síða 91
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ I dvalar dýranna í Hrísey, send að Keldum og leitað í þeim að sníkju- dýrum. Ytri sníkjudýr sem vart verður við eru einnig rannsökuð. Niðurstöður: Eftirtalin sníkjudýr fundust (h=í hundum, k=í kött- um): Frumdýr; Giardia sp. (h,k), Isospora bahiensis* (h), I. canis* (h), I. felis (k), I. rivolta* (h) og Sarcocystis sp. (h). Ormar; Opis- thorchis felineus* (k), Ancylostoma spJUncinaria stenocephala (h,k), Capillaria aerophila (h), Strongyloides stercoralis* (h), Toxascaris leonina (h,k), Toxocara canis (h), Toxocara cati (k) og Trichuris vulpis* (h). Ytri sníkjudýr; Ctenocephalides felis (h,k), Ixodes ricin- us (h) og Ripicephalus sanguineus* (h). Auk þess fundust Cheyleti- ella parasitovorax* (k), C. yasguri* (h), Demodex canis* (h) og Trichodectes canis* (h) á dýrum eftir að sóttkví lauk, eða á dýrum sem höfðu haft samgang við nýinnflutta hunda eða ketti. Ályktanir: Um helmingur sníkjudýrategundanna (merktar *) hafði ekki verið staðfestur áður í eða á innlendum dýrum. Aðgerðir gegn sníkjudýrasýkingum í meltingarvegi virtust bera árangur í flestum tilfellum. Aftur á móti leikur grunur á að maurategundirnar C. para- sitovorax, C. yasguri og D. canis hafi borist til landsins með innflutt- um dýrum. V 109 Sníkjuormar í skötusel (Lophius piscatorius) við ísland Mutthíus Eydul1, Droplaug Ólafsdóttir- 'Tilraunastöð HI í meinafræði að Keldum, 2Hafrannsóknastofnunin meydal@hi.is Inngangur: Skötuselur (Lophiuspiscatorius) finnst í Miðjarðarhaf- inu og í norðaustanverðu Atlantshafi allt til Noregs og íslands. Við ísland finnst fiskurinn fyrst og fremst í hlýsjónum frá Suðaustur- landi til Vesturlands. Markmið verkefnisins var að að kanna hvaða ormategundir finnast í meltingarfærum skötusels hér við land. Efniviður og aðferðir: Skoðuð voru meltingarfæri úr 34 skötuselum (lengd 21-119 sm) sem voru veiddir við sunnan- og suðvestanvert land á 120-340 m dýpi árið 1995. Leitað var að fjölfrumna sníkjudýr- um, fjöldi einstaklinga talinn eða metinn og sýkingartíðni einstakra tegunda ákvörðuð. Kannað var hvort munur væri á sýkingum milli stórra og smárra fiska og hvort samband væri milli fjölda orma og fisklengdar. Niðurstöðun Alls fundust að minnsta kosti 18 tegundir sníkjuorma: Ögður (Digenea); Derogenes varicus, Lecithaster gibbosus, Otodis- tomum sp., Prosorhynchoides gracilescens, Stephanostomum sp., Steringophorus furciger og Zoogonoides viviparus. Bandormar (Cestoda); Grillotia sp. og Tetraphyllidea lirfur. Þráðormar (Nema- toda); Anisakis simplex, Capillaria sp., Contracaecum sp.IPhocas- caris sp., Hysterothylacium aduncum, H. rigidum, Hysterothylacium sp., Pseudoterranova decipiens, Spinitectus sp. og óþekktur þráð- ormur. Krókhöfði (Acanthocephala); Echinorhynchus gadi. Einstaklingsfjöldi og sýkingartíðni einstakra tegunda voru mjög breytileg. Ekki reyndist marktækur munur á einstaklingsfjölda stakra tegunda milli smárra og stórra fiska. Aðhvarfsgreining sýndi þó að fjöldi P. gracilescens agða jókst marktækt með lengd fiska. Ályktanir: Flestar þeirra ormategunda sem áður höfðu greinst í skötusel fundust í þessari rannsókn. Helmingur tegundanna sem fannst hafði hins vegar ekki áður verið staðfestur í skötusel. 1‘akkir: Rannsóknin var aö hluta styrkt af Rannsóknasjóði Hl. V 110 Lirfustig sníkjudýrsins Prosorhynchoides gracilescens (Digenea) finnast í ýsuskel (Abra prismatica) við ísland Matthías EydaF, Sigurður Helgason1, Árni Kristmundsson1, Slavko H. Bambiri, Páll M. Jónsson1 'Tilraunaslöö HÍ í meinafræði að Keldum, 2Rannsóknasetrið Vestmannaeyjum meydalfóhi.is Inngangur: Á undanförnum árum hafa rannsóknir okkar leitt í ljós að agðan Prosorhynchoides gracilescens (Digenea) er algengt sníkjudýr í skötusel (lokahýsill) og lirfustig hennar algengt í taugum þorskfiska (2. millihýsill) hér við land. Lífsferill ögðunnar varð ljós þegar lirfustig hennar fundust við Skotland í skelinni Abra alba (Bi- valvia), sem er fyrsti millihýsill (Parasitology 1974; 68:1-12). Síðan þá hafa lirfustig tegundarinnar ekki fundist í skeljum. Meðal mark- miða verkefnisins var að finna fyrsta millihýsil ögðunnar hér við land, en eini þekkti millihýsillinn, A. alba, lifir ekki við ísland. Efniviður og aðferðir: Ýsuskeljum, Abra prismatica (n=107; lengd 7-21 mm, meðallengd 12,1 mm) og lýsuskeljum, A. nitida (n=18; lengd 8-11 mm, meðallengd 9,5 mm) var safnað á sandbotni á 34-80 m dýpi við Vestmannaeyjar á árunum 1996-2000 og í þeim leitað að lirfum ögðunnar. Sýni voru tekin úr ósýktum og sýktum ýsuskeljum til vefjarannsóknar. Niðurstöður: Lirfustig P. gracilescens fundust í 17 ýsuskeljum (16% sýkingartíðni). Lirfur fundust einungis í tiltölulega stórum skeljum (12,5-20 mm á lengd, meðallengd 16,1 mm) og í flestum tilfellum voru skeljarnar mikið sýktar. Útlit og bygging lirfanna úr ýsuskelj- unum samræmist fyrri lýsingu á lirfum úr skelinni A. alba. Engar sýktar lýsuskeljar fundust. Ályktanir: Fundur ögðunnar P. gracilescens í sjávardýrum hér við land eykur þekkt útbreiðslusvæði tegundarinnar. í rannsókninni fannst lirfustig ögðunnar í fyrsta sinn í nýrri samlokutegund, ýsu- skel, A. prismatica. Ýsuskel finnst á öllu megin útbreiðslusvæði sníkju- dýrsins við strendur Evrópu, og má telja líklegt að skelin gegni hlutverki millihýsils mun víðar en við ísland. Pakkir: Verkefnið var styrkt af Rannsóknasjóði HÍ. V 111 Greining á sýkiþáttum í seyti A. salmonicida stofna Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir1, fris Hvanndal1, Bryndís Björnsdóttir1, Ulrich Wagner2 nilraunastöö HÍ í meinafræði að Keldum, 2Institut fiir Zoologie, Universitat Leipzig bjarngud@hi.is Inngangur: Bakterían Aeromonas salmonicida veldur kýlaveiki og skyldum sjúkdómum í fjölmörgum fisktegundum. Markaðssett bólu- efni gefa misgóðan árangur sem sjúkdómsvörn. Aðgreining stofna eftir sýkiþáttum í seyti kann að vera áhugaverð við val bóluefna og bakteríustofna fyrir bóluefnisgerð. A. salmonicida er skipt í fimm undirtegundir (achromogenes, masoucida, pectionolytica, salmoni- cida, og smithia) en þó er innri flokkunarfræði tegundarinnar enn óljós. Fjórum sýkiþáttum hefur verið lýst í seyti mismunandi bakt- eríustofna, P1 (serín peptíðasi), GCAT (glycerophospholipid: chol- esterol acyltransferase, frumueitur), AsaPl (eitraður aspzincin peptíðasi) og P2 (málmháður gelatínasi). Markmið rannsóknarinn- LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2 0 0 2/8 8 91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.