Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Blaðsíða 91
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ I
dvalar dýranna í Hrísey, send að Keldum og leitað í þeim að sníkju-
dýrum. Ytri sníkjudýr sem vart verður við eru einnig rannsökuð.
Niðurstöður: Eftirtalin sníkjudýr fundust (h=í hundum, k=í kött-
um): Frumdýr; Giardia sp. (h,k), Isospora bahiensis* (h), I. canis*
(h), I. felis (k), I. rivolta* (h) og Sarcocystis sp. (h). Ormar; Opis-
thorchis felineus* (k), Ancylostoma spJUncinaria stenocephala (h,k),
Capillaria aerophila (h), Strongyloides stercoralis* (h), Toxascaris
leonina (h,k), Toxocara canis (h), Toxocara cati (k) og Trichuris
vulpis* (h). Ytri sníkjudýr; Ctenocephalides felis (h,k), Ixodes ricin-
us (h) og Ripicephalus sanguineus* (h). Auk þess fundust Cheyleti-
ella parasitovorax* (k), C. yasguri* (h), Demodex canis* (h) og
Trichodectes canis* (h) á dýrum eftir að sóttkví lauk, eða á dýrum
sem höfðu haft samgang við nýinnflutta hunda eða ketti.
Ályktanir: Um helmingur sníkjudýrategundanna (merktar *) hafði
ekki verið staðfestur áður í eða á innlendum dýrum. Aðgerðir gegn
sníkjudýrasýkingum í meltingarvegi virtust bera árangur í flestum
tilfellum. Aftur á móti leikur grunur á að maurategundirnar C. para-
sitovorax, C. yasguri og D. canis hafi borist til landsins með innflutt-
um dýrum.
V 109 Sníkjuormar í skötusel (Lophius piscatorius)
við ísland
Mutthíus Eydul1, Droplaug Ólafsdóttir-
'Tilraunastöð HI í meinafræði að Keldum, 2Hafrannsóknastofnunin
meydal@hi.is
Inngangur: Skötuselur (Lophiuspiscatorius) finnst í Miðjarðarhaf-
inu og í norðaustanverðu Atlantshafi allt til Noregs og íslands. Við
ísland finnst fiskurinn fyrst og fremst í hlýsjónum frá Suðaustur-
landi til Vesturlands. Markmið verkefnisins var að að kanna hvaða
ormategundir finnast í meltingarfærum skötusels hér við land.
Efniviður og aðferðir: Skoðuð voru meltingarfæri úr 34 skötuselum
(lengd 21-119 sm) sem voru veiddir við sunnan- og suðvestanvert
land á 120-340 m dýpi árið 1995. Leitað var að fjölfrumna sníkjudýr-
um, fjöldi einstaklinga talinn eða metinn og sýkingartíðni einstakra
tegunda ákvörðuð. Kannað var hvort munur væri á sýkingum milli
stórra og smárra fiska og hvort samband væri milli fjölda orma og
fisklengdar.
Niðurstöðun Alls fundust að minnsta kosti 18 tegundir sníkjuorma:
Ögður (Digenea); Derogenes varicus, Lecithaster gibbosus, Otodis-
tomum sp., Prosorhynchoides gracilescens, Stephanostomum sp.,
Steringophorus furciger og Zoogonoides viviparus. Bandormar
(Cestoda); Grillotia sp. og Tetraphyllidea lirfur. Þráðormar (Nema-
toda); Anisakis simplex, Capillaria sp., Contracaecum sp.IPhocas-
caris sp., Hysterothylacium aduncum, H. rigidum, Hysterothylacium
sp., Pseudoterranova decipiens, Spinitectus sp. og óþekktur þráð-
ormur. Krókhöfði (Acanthocephala); Echinorhynchus gadi.
Einstaklingsfjöldi og sýkingartíðni einstakra tegunda voru mjög
breytileg. Ekki reyndist marktækur munur á einstaklingsfjölda stakra
tegunda milli smárra og stórra fiska. Aðhvarfsgreining sýndi þó að
fjöldi P. gracilescens agða jókst marktækt með lengd fiska.
Ályktanir: Flestar þeirra ormategunda sem áður höfðu greinst í
skötusel fundust í þessari rannsókn. Helmingur tegundanna sem
fannst hafði hins vegar ekki áður verið staðfestur í skötusel.
1‘akkir: Rannsóknin var aö hluta styrkt af Rannsóknasjóði Hl.
V 110 Lirfustig sníkjudýrsins Prosorhynchoides
gracilescens (Digenea) finnast í ýsuskel (Abra prismatica)
við ísland
Matthías EydaF, Sigurður Helgason1, Árni Kristmundsson1, Slavko H.
Bambiri, Páll M. Jónsson1
'Tilraunaslöö HÍ í meinafræði að Keldum, 2Rannsóknasetrið Vestmannaeyjum
meydalfóhi.is
Inngangur: Á undanförnum árum hafa rannsóknir okkar leitt í ljós
að agðan Prosorhynchoides gracilescens (Digenea) er algengt
sníkjudýr í skötusel (lokahýsill) og lirfustig hennar algengt í taugum
þorskfiska (2. millihýsill) hér við land. Lífsferill ögðunnar varð ljós
þegar lirfustig hennar fundust við Skotland í skelinni Abra alba (Bi-
valvia), sem er fyrsti millihýsill (Parasitology 1974; 68:1-12). Síðan
þá hafa lirfustig tegundarinnar ekki fundist í skeljum. Meðal mark-
miða verkefnisins var að finna fyrsta millihýsil ögðunnar hér við
land, en eini þekkti millihýsillinn, A. alba, lifir ekki við ísland.
Efniviður og aðferðir: Ýsuskeljum, Abra prismatica (n=107; lengd
7-21 mm, meðallengd 12,1 mm) og lýsuskeljum, A. nitida (n=18;
lengd 8-11 mm, meðallengd 9,5 mm) var safnað á sandbotni á 34-80
m dýpi við Vestmannaeyjar á árunum 1996-2000 og í þeim leitað að
lirfum ögðunnar. Sýni voru tekin úr ósýktum og sýktum ýsuskeljum
til vefjarannsóknar.
Niðurstöður: Lirfustig P. gracilescens fundust í 17 ýsuskeljum (16%
sýkingartíðni). Lirfur fundust einungis í tiltölulega stórum skeljum
(12,5-20 mm á lengd, meðallengd 16,1 mm) og í flestum tilfellum
voru skeljarnar mikið sýktar. Útlit og bygging lirfanna úr ýsuskelj-
unum samræmist fyrri lýsingu á lirfum úr skelinni A. alba. Engar
sýktar lýsuskeljar fundust.
Ályktanir: Fundur ögðunnar P. gracilescens í sjávardýrum hér við
land eykur þekkt útbreiðslusvæði tegundarinnar. í rannsókninni
fannst lirfustig ögðunnar í fyrsta sinn í nýrri samlokutegund, ýsu-
skel, A. prismatica. Ýsuskel finnst á öllu megin útbreiðslusvæði sníkju-
dýrsins við strendur Evrópu, og má telja líklegt að skelin gegni
hlutverki millihýsils mun víðar en við ísland.
Pakkir: Verkefnið var styrkt af Rannsóknasjóði HÍ.
V 111 Greining á sýkiþáttum í seyti A. salmonicida stofna
Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir1, fris Hvanndal1, Bryndís Björnsdóttir1,
Ulrich Wagner2
nilraunastöö HÍ í meinafræði að Keldum, 2Institut fiir Zoologie, Universitat
Leipzig
bjarngud@hi.is
Inngangur: Bakterían Aeromonas salmonicida veldur kýlaveiki og
skyldum sjúkdómum í fjölmörgum fisktegundum. Markaðssett bólu-
efni gefa misgóðan árangur sem sjúkdómsvörn. Aðgreining stofna
eftir sýkiþáttum í seyti kann að vera áhugaverð við val bóluefna og
bakteríustofna fyrir bóluefnisgerð. A. salmonicida er skipt í fimm
undirtegundir (achromogenes, masoucida, pectionolytica, salmoni-
cida, og smithia) en þó er innri flokkunarfræði tegundarinnar enn
óljós. Fjórum sýkiþáttum hefur verið lýst í seyti mismunandi bakt-
eríustofna, P1 (serín peptíðasi), GCAT (glycerophospholipid: chol-
esterol acyltransferase, frumueitur), AsaPl (eitraður aspzincin
peptíðasi) og P2 (málmháður gelatínasi). Markmið rannsóknarinn-
LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2 0 0 2/8 8 91