Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Síða 92

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Síða 92
I ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ ar var að bera saman næmi og áreiðanleika ensímvirkniprófa og blóðvatnsprófa við greiningu sýkiþátta og ennfremur að bera sam- an sýkiþætti í seyti A. salmonicida stofna úr ýmsum fisktegundum frá mismunandi búsvæðum. Efniviður og aðferðir: Utensímalausnir 62 A. salmonicida stofna voru einangraðar frá frumum sem voru ræktaðar á sellófanþöktum agar skálum. Við greiningu sýkiþátta var notað ELISA-próf byggt á einstofna mótefnum, western þrykk þar sem notuð voru fjölstofna músamótefni til að nema vaka, kasínasa og gelatínasa virknipróf með og án ensímhindra, blóðrofspróf, fosfatasapróf og ensímrit (zymograms). Niðurstöður: ELISA-próf reyndist næmasta aðferðin við greiningu AsaPl og P2, en ensímrit var næmast við greiningu á GCAT og P1. Ensímvirknipróf (kasínasa-, gelatínasa-, fosfatasa- og blóðrofspróf) reyndust áreiðanleg en ekki nógu næm. Nokkuð góð samsvörun fékkst á milli mælingaaðferða. Á grundvelli niðurstaðna var stofn- unum skipt í fimm hópa. A. salmonicida undirtegund achromogenes og 21 % stofnanna voru í einum, 20% í öðrum, undirtegund smithia, undirtegund masoucida og 8% stofnanna í þriðja, undirtegund sal- monicida og 8% stofnanna í Ijórða og 2% stofnanna voru í fimmta hópnum. Ályktanir: Greining sýkiþátta með ELISA-prófi og ensímriti reynd- ist næmasta og áreiðanlegasta aðferðin. Stofnarnir skiptust í fimm mismunandi hópa eftir sýkiþáttum sem greindust í seyti. V 112 Kýlaveikibróðir í hlýra Slavko H. Bambir, Bjarnliciður K. Guðmundsdóttir, Gísli Jónsson, Sigurð- ur Helgason Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum bjarngud@hi.is Inngangur: Eitt afbrigða bakteríunnar Aeromonas salmonicida veldur kýlaveikibróður í ýmsum fisktegundum víða um heim. Áður en bóluefni varð til olli bakterían talsverðum afföllum í alifiskum og hefur einnig valdið dauða villtra laxfiska í ám. Tilraunaeldi á hlýra er nýhafið á Austurlandi. Þar hafa orðið afföll á hlýrum í eldiskeri (9°C hiti) og drápust 58% fisksins áður hann var meðhöndlaður með sýklalyfi. Efniviður og aðferðir: Prír fiskar bárust til rannsóknar. Blóð var í kviðarholi og blóðsókn (hyperaemia) í innri líffærum hjá einum fiskanna. Önnur einkenni sáust ekki. Sýni voru tekin úr helstu líf- færum og unnin til vefjarannsóknar. Sáð var á bakteríuæti úr nýr- um, milta og lifur. Kýlaveikibróðurbakterían var einangruð í hrein- rækt úr innri líffærum allra fiskanna. Gerð voru lífefnafræðileg grein- ingarpróf á stofnunum og sýkiþættir bakteríunnar rannsakaðir og bornir saman við sýkiþætti- úr íslenskum og norskum stofnum úr mismunandi fisktegundum. Niðurstööur: Vefjaskemmdir voru mest áberandi í vöðvum. Þar var vefjadrep umhverfis bakteríuhópa einkum í þekju æða og olli æða- rofi og blæðingum. I öðrum líffærum eins og til dæmis hjarta, lifur, nýrum og milta sáust bakteríuhópar umhverfis æðar með svæða- bundnu vefjadrepi, einkum í milta og nýra. Rannsóknin leiddi í ljós að íslenski hlýrastofninn tilheyrir þeim flokki stofna, sem bóluefni, sem nú er notað í íslensku laxaeldi, veitir vörn gegn. Hins vegar voru hlýrastofnarnir annarrar gerðar meðal norsku stofnanna. Ályktanir: Vefjaskemmdirnar í hlýra Iíkjast bráðri kýlaveikibróð- ursýkingu í laxi, en breytingarnar eru jafnan minni og vefjadrep er vel afmarkað. Mestu breytingarnar eru í æðaþeli. íslenski hlýra- stofninn er af sömu arfgerð og stofnar sem um árabil hafa valdið afföllum í íslenskum fiskeldisstöðvum. V 113 Sýkiþættir í seyti bakteríunnar Morítella viscosa Bryndís BjörnsdóttirL Páll Líndal', Hrund Ýr Óladóttir1, Eva Benedikts- dóttir2, Bjarnheiður K. Guðmundsdóttiri ITilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 2Líffræðistofnun HÍ, örverufræðistofa bryndisb@hi.is Inngangur: Roðsár af völdum kuldakæru bakteríunnar Moritella viscosa valda árlega afföllum í íslenskum, skoskum, írskum og kana- dískum laxeldisstöðvum, jafnvel þar sem bólusett er gegn sjúk- dómnum með markaðssettu bóluefni. Enn er lítið vitað um sýking- armátt bakteríunnar en sýnt hefur verið fram á að seyti ákveðinna stofna valda sjúkdómseinkennum í laxi og geta verið honum ban- væn. Markmið rannsóknarinnar var að einangra seyti meinvirks M. viscosa stofns, K58, og skilgreina sýkiþætti þess. Efniviður og aðferðir: Seyti var framleitt með ræktun bakteríunn- ar á sellófanþöktum agarskálum og aðgreint frá frumum með skilj- un. Ýmis ensímvirknipróf voru gerð á seytinu og út frá þeim valin próf til að gera á hlutum sem komu af Superosa HR12 súlu í FPLC súluskiljunartæki. Að auki var hlutum af súlunni sprautað í laxa- seiði. Helstu niðurstöður: Tvö meinvirk ensím voru einangruð, annað esterasi sem rýfur rauð blóðkorn laxa (MvGCAT) 39 kDa að stærð og hitt málmháður gelatínasi (MvPl) með tvö ísoform, 43 og 45 kDa að stærð. Bæði ensímin framkölluðu sjúklegar breytingar í laxi og ollu frumuskemmdum á frumum í rækt. Ennfremur kom í ljós að bakterían seytir próteini sem er banvænt laxi en hefur hvorki ester- asa né gelatínasa virkni. Ályktanir: Tveir sýkiþættir M. viscosa voru einangraðir og virkni þeirra skilgreind. Sýkiþættirnir ullu sjúklegum breytingum í Iaxi en voru ekki banvænir. Þriðji sýkiþátturinn, sem ekki tókst að skil- greina, var banvænn en olli ekki miklum vefjabreytingum. V 114 Hjúpgerðir pneumókokka og breytileiki þeirra í nefkoki leikskólabarna í Reykjavík Gunnar Tómasson1, Þórólfur Guðnason2, Karl G. Kristinsson'.3 ÓSýklafræöidcild Landspítala háskólasjúkrahúss, 2Barnaspítali Hringsins, 3Háskóli íslands karl@landspitali.is Inngangur: Upplýsingar um algengi einstakra hjúpgerða pneumó- kokka og breytingar á hlutföllum þeirra milli ára eru mikilvægar svo hægt sé að taka ákvörðun um væntanlegar bólusetningar og meta árangur þeirra. Efniviður og aðferðir: Tekin voru nefkoksstok hjá börnum á fimm leikskólum Reykjavíkur 1992-1999 og pneumókokkar ræktaðir frá þeim með valætum. Hjúpgerðir voru greindar og klónagerð ákvörð- uð með pulsed field gel electrophoresis. Upplýsingar um sýklalyfja- notkun voru fengnar með spurningalistum til foreldra. Niðurstöður: Tekin voru 1228 nefkoksstrok á tímabilinu (217 árið 1992; 239,1995; 249,1996; 271,1997 og 252,1999) og pneumókokk- 92 LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2 0 02/88
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.