Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Page 94
I ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ
bærileg rannsókn verið gerð hér á landi né erlendis eftir því sem
rannsakendur best vita.
Tilgangur: Að fá mynd af afstöðu þriggja þjóðfélagshópa sem á
einn eða annan hátt láta að sér kveða í umræðunni um siðfræði
læknavísinda. Einnig að kanna þörf fyrir þjóðfélagslega umræðu
um siðferðisspurningar tengdar stofnfrumulækningum.
Efniviður og aðferðir: Spurningalisti, sem samanstóð af fjórum
bakgrunnsspurningum, níu fjölvalsspurningum og þremur tilfellum,
var sendur til þátttakenda í júní 2002. Listinn var sendur 300 lækn-
um, 300 lögfræðingum og 169 prestum. Læknar og lögfræðingar
voru valdir með slembun, 150 karlar og 150 konur í hvorum hópi
fyrir sig. Hópur presta samanstóð af öllum starfandi prestum á
íslandi, 129 körlum og 40 konum. Svör voru fyrst og fremst flokkuð
út frá starfi þátttakenda en einnig var kyn notað sem frumbreyta.
Jafnframt voru svör skoðuð eftir viðhorfi þátttakenda til siðferðis-
stöðu fósturvísa.
Niðurstöður: Alls svöruðu 290 þátttakendur spurningalistanum
sem er 38,9% svörun. Almennt eru þátttakendur frjálslyndari í garð
lækninga sem notast við stofnfrumur fósturvísa en umræðan erlend-
is gefur til kynna. Munur er á milli stétta og í sumum tilfellum milli
kynja.
Ályktanir: Mikill meirihluti þátttakenda var sammála því að þjóð-
félagsleg umræða þyrfti að fara fram um lækningar sem notast við
fósturvísastofnfrumur, jafnt um kosti slíkra lækninga sem og þær
fórnir sem þær krefjast. Flestir þátttakenda sögðust hafa litla yfirsýn
yfir efnið. Menn virðast á því að þjóðfélagið í heild eigi að taka
veigamiklar ákvarðanir eins og þá hvort leyfa eigi stofnfrumulækn-
ingar.
V 118 Með grátt í vöngum - hefur það forspárgildi um
beinþynningu?
Kolbrún Albertsdóttir1, Björn Guðbjörnsson1-
tBeinþéttnimóttaka Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, ^Rannsóknarstofa í
gigtarsjúkdómum Landspítala háskólasjúkrahúsi
bjorngu@landspitali.is
Inngangur: Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort gráu
hárin og þá sérstaklega þau sem koma snemma hafi forspárgildi um
beinþynningu síðar á lffsleiðinni.
Efniviður og aðferðir: Prjú hundruð og fimmtíu konur á aldrinum
50-80 ára, sem vísað var til beinþéttnimóttöku FSA til beinþéttni-
mælingar og áhættumats með tilliti til beinþynningar voru beðnar
að svara stöðluðu spurningakveri. Kverið samanstóð af fjórum
spurningum um það hvenær hár þeirra byrjaði að grána og hvenær
helmingur og/eða allt hár þeirra var grátt. Auk þess svöruðu þær
stöðluðu spurningakveri um heilsufar, áhættuþætti fyrir beinþynn-
ingu og hvort þær hefðu beinbrotnað. Beinþéttnimæling var fram-
kvæmd á staðlaðan hált af hrygg (L-l - L-4) og af lærlegg með
DEXA (Lunar 2000X) og beinþéttnin gefin upp í T-gildum (það er
fjöldi staðalfrávika frá hámarksbeinþéttni).
Niðurstöður: Tvö hundruð áttatíu og ein kona svaraði spurninga-
kverinu (83%). Meðalaldur þeirra var 64±8 ár. Hár kvennanna
byrjaði að grána við 42 ára aldur (±12 ár) og 115 konur sögðu að
meira en helmingur hársins hefði verið orðinn grár við 53 ára aldur
(±10). Konur sem höfðu helming hársins gráan fyrir 43 ára aldur
voru taldar til þeirra sem urðu gráhærðar óeðlilega snemma (neðan
95% CI). Nítján konur höfðu orðið gráhærðar fyrir 43 ára aldur.
Sex af þessum 19 konum (32%) höfðu beingisnun og fimm (26%)
höfðu beinþynningu í hrygg miðað við 35% og 24% í viðmiðunar-
hópnum. ANOVA-reikniaðferðir sýndu ekki heldur samband milli
beinþéttnigilda og þess á hvaða aldri hárið byrjaði að grána né hve-
nær helmingur þess varð grár. Hins vegar höfðu helmingi færri kon-
ur, sem voru orðnar gráhærðar fyrir 43 ára aldur, sögu um beinbrot
eða 26% miðað við 52% í viðmiðunarhópnum.
Ályktanir: Rannsóknin sýnir að íslenskar konur sem verða grá-
hærðar snemma á lífsleiðinni hafa ekki aukna áhættu á beinþynn-
ingu.
V 119 Lífsgæði íslenskra kvenna með samfallsbrot í hrygg
af völdum beinþynningar
Kolbrún Albertsdóttiri, Elvar Örn Birgisson1, Halldór Benediktsson2,
Björn GuöbjörnssonL3
tBeinþéttnimóttaka og 2inyndgreiningardeild Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri,
3Rannsóknarstofa (gigtarsjúkdómum Landspítala háskólasjúkrahúsi
bjorngu@landspitali.is
Inngangur: Hér á landi er talið að árlega megi rekja 1000-1200 bein-
brot til beinþynningar. Samfélagskostnaður er mikill, bæði vegna
sjúkrahúskostnaðar og félagsþjónustu. Þá eru ótalin áhrif brotsins á
lífsgæði þess sem fyrir brotinu verður. Markmið þessarar rannsókn-
ar er að kanna lífsgæði þeirra sem hafa orðið fyrir samfallsbrotum í
hrygg-
Efniviður og aðferðin Prjú hundruð og fimmtíu konum á aldrinum
50-80 ára sem komu til beinþéttnimælingar við FSA var boðin þátt-
taka í lífsgæðarannsókn, þar sem borin eru saman áreiðanleiki tveggja
staðlaðra spurningakvera. Annað er hið íslenska spurningakver
Heilsutengd lífsgæði (IQL) og hið síðara er sjúkdómasérhæft spurn-
ingakver fyrir einstaklinga með beinþynningu (QUALEFFO). Auk
þess svöruðu þátttakendur stöðluðu spurningablaði um áhættuþætti
og almenn heilsufarsatriði. Beinþéttnimæling af mjöðm og hrygg var
framkvæmd með DEXA-mæli og beinþéttnin gefin upp í T-gildum.
Pá voru allar röntgenmyndir sem til voru af þátttakendum skoðaðar
með tilliti til samfallsbrota í hrygg. Verkefni þetta er hluti af stærri
lífsgæðarannsókn sem verður kynnt á öðrum vettvangi.
Niðurstöður: Af konunum svöruðu 83% spurningakverunum,
meðalaldur þeirra var 64±8 ár. Pær höfðu T-gildi að meðaltali -
1,2±1,6 í hrygg og -2,22±1,26 í mjöðm. Þrjátíu og tvær konur höfðu
sögu um samfallsbrot í hrygg, sem staðfest var með myndatöku. T-
gildi þessa hóps var -2,90±1,21. Til samanburðar voru 72 konur sem
höfðu ekki sögu um samfallsbrot í hrygg (T-gildi -1,6±1,25). Mark-
tækur munur var á upplifun kvennanna á lífsgæðum sínum mælt með
IQL, en munurinn var enn meiri ef stuðst var við QUALEFFO.
Nánari niðurstöður verða kynntar á þinginu.
Ályktanir: Rannsóknin sýnir að samfallsbrot í hrygg meðal ís-
lenskra kvenna hefur veruleg áhrif á getu kvennanna til athafna
daglegs lífs, hreyfifærni og félagslífs. Þá hafa þær meiri verki og telja
sig hafa lakara heilsufar. Ennfremur telja þær konur sem höfðu
fengið samfallsbrot í hrygg sig hafa verri fjárhagsstöðu. Langtíma-
áhrif samfallsbrota í hrygg eru umtalsverð á heilsu kvenna og því
mikilvægt að efla forvarnir og koma í veg fyrir beinbrot af völdum
beinþynningar.
L/EKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2 0 0 2/88