Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Qupperneq 96

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Qupperneq 96
■ ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ V 123 Nýgengi brjóstakrabbameins meðal flugfreyja Vilhjálniur Rafnssoni, Hrafn Tulinius1-2, Jón Gunnlaugur Jónasson-\ Jón Hrafnkelsson4 •Rannsóknastofa í heilbrigðisfræöi HÍ, 2Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands, 3Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði, 4krabbameinsdeild Landspítala háskólasjúkrahúss vilraf@hi.is Inngangun Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga hvort krabba- mein, sem í öðrum rannsóknum hafa tengst jónandi geislun, væru tíðari meðal flugfreyja en annarra þar sem starfstími var notaður sem vísbending um geimgeislamengun. Efniviður og aðferöir: Upplýsingar urn rannsóknarhópinn var afl- að hjá stéttarfélagi flugfreyja og tveimur flugfélögum. í hópnum voru 1532 flugfreyjur, sem bornar voru saman á kennitölum við Krabbameinsskrána til þess að finna krabbamein á árunum 1955 til 1997. Staðlað nýgengishlutfall (SIR) og 95% öryggisbil (CI) voru reiknuð með óbeinni stöðlun miðað við nýgengi krabbameina hjá öllum íslenskum konum. Upplýsinga um barneignir var aflað með tölvutengingu við skrá Erfðafræðinefndar. Niðurstöður: Hjá flugfreyjunum fundust 64 krabbamein þegar vænta mátti 51,63 (SIR 1,2; 95% CI 1,0-1,6) og það var lölfræðilega marktæk aukning á áhættu vegna sortuæxla í húð (SIR 3,0; 95% CI 1,2-6,2). Þegar lagður var á 15 ára biðtími var aukin áhætta af öllum krabbameinum (SIR 1,3; 95% CI 1,0-1,8) og brjóstakrabbameini (SIR 1,6; 95% CI 1,0-2,4). Flugfreyjur sem ráðnar voru 1971 eða síðar og höfðu því orðið fyrir mestri geimgeislamengun á ungum aldri (flestar byrjuðu um 20 ára aldur) höfðu tölfræðilega marktæka aukningu á öllum krabbameinum (SIR 2,8; 95% CI 1,4-4,9) og brjóstakrabbameini (SIR 4,1; 95% CI 1,7-8,5). Samkvæmt barn- eignamunstri voru spágildi vegna brjóstakrabbameins lág, það var til dæmis 1,1 fyrir aldur við fæðingu fyrsta barns. Umræða: Tíðari brjóstakrabbamein og sortuæxli í húð meðal flug- freyja en annarra kvenna virðast vera tengd starfi flugfreyjanna. Nauðsynlegt er að meta þýðingu geimgeisla, röskunar á tímaklukku, rafsegulsviðs og sólarljós fyrir tilurð þessara krabbameina þar sem truflandi áhrifa barneigna virðist hafa verið útilokuð. V 124 Nýgengi krabbameina medal íslenskra vélstjóra Vilhjálmur Rafnsson. Patrick Sulem Rannsóknastofa í heilbrigðisfræði HÍ vilraf@hi.is Inngangun Vélstjórar verða í vinnu sinni fyrir mengun ýmissa efna, svo sem lífrænna leysiefna, útblásturslofti véla, olíum, efnum unnum úr jarðolíu og asbesti. Tilgangurinn var að athuga nýgengi krabba- meina, með sérstakri áherslu á lungna- og þvagblöðrukrabbamein, meðal íslenskra vélstjóra og meta á óbeinan hátt þýðingu tóbaks- reykinga. Efniviður og aðferðir: Hópi 6603 karlkyns vélstjóra var fylgt eftir frá árinu 1955 til ársins 1998. Skrá yfir vélstjórana var með kennitöl- um tengd lýðskrám til þess að fá upplýsingar um dánardag, hvort menn hefðu flust af landi brott og hvort þeir hefðu greinst með krabbamein. Staðlað nýgengishlutfall (SIR) og öryggisbil (95% CI) voru reiknuð fyrir öll krabbamein og ýmsar staðsetningar krabba- meina. Upplýsingum um reykingavenjur var safnað með spurninga- listum sem sendir voru í pósti til hluta hópsins (n=1501). Niðurstöður: I öllum hópnum höfðu greinst 810 krabbamein en búast mátti við 794 (SIR 1,0; 95% CI 1,0-1,1) og það var tölfræði- lega marktæk aukning á áhættu vegna magakrabbameins (SIR 1,3; 95% CI 1,0-1,5) og lungnakrabbameins (SIR 1,2; 95% CI 1,0-1,5). Þegar lagður var á 40 ára biðtími var aukin áhætta af öllum krabba- meinum (SIR 1,2; 95% CI 1,1-1,3), magakrabbameini (SIR 1,5; 95% CI 1,1-1,9), lungnakrabbameini (SIR 1,4; 95% CI 1,2-1,8), mesóþelíóma (SIR 4,8; 95% CI 1,3-12,3) og þvagblöðrukrabba- meini (SIR 1,3; 95% CI 1,0-1,8). Reykingavenjur vélstjóranna voru svipaðar því sem gerist hjá körlum almennt. Samkvæmt reykinga- venjunum var spágildi vegna lungnakrabbameins 1,03. Uinræða: Aukið nýgengi mesóþelíóma og lungnakrabbameins getur verið afleiðing fyrri asbestmengunar. Hátt nýgengi maga-, lungna- og blöðrukrabbameins gæti tengst því að vélstjórarnir hafa orðið fyrir mengun af olíum og olíuvörum, þar sem þáttur reykinga virðist vera útilokaður. V 125 Brjóstakrabbamein meðal flugfreyja. Tilfellaviðmiðarannsókn skipulögð innan hóps Villijúlmur Kal'nssoni. Patrick Sulemb Hrafn TuliniusU, Jón Hrafnkelsson3 IRannsóknastofa í heilbrigðisfræði HÍ, 2Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands, 3krabbameinsdeild Landspítala háskólasjúkrahúss vilraf@hi.is Tilgangur: Að athuga hvort lengd starfstíma sem flugfreyju tengist brjóstakrabbameinshættu að teknu tilliti til barneigna. Efniviður og aðferðir: Hópurinn er 1532 flugfreyjur tveggja ís- lenskra flugfélaga. Tilfellin voru fundin úr Krabbameinskránni og barneignaþættirnir úr skrá Erfðafræðinefndar Háskólans með tölvu- tengingu kennitalna. Starfstími flugfreyjanna hjá flugfélögunum og barneignir (aldur við fyrstu fæðingu og fjöldi barna) höfðu verið skráð kerfisbundið áður en krabbamein greindust í hópnum. Alls voru 35 brjóstakrabbamein og valin voru fjórum sinnum fleiri við- mið úr flugfreyjuhópnum mátuð fyrir aldri. Niðurstöður: Með fjölbreytugreiningu var mátað áhættuhlutfall fyrir brjóstakrabbamein þegar tilfelli voru borin saman við viðmið 5,24 (95% CI 1,58-17,38) fyrir þær sem unnið höfðu fimm eða fleiri ár fyrir 1971 þar sem tekið var tillit til aldurs við fæðingu fyrsta barns og lengd starfstíma 1971 og síðar. Þegar lagður hafði verið á 20 ára biðtími var mátað áhættuhlutfall fyrir brjóstakrabbamein þegar til- felli voru borin saman við viðmið 3,42 (95% CI 1,05-11,20) fyrir þær sem unnið höfðu fimm eða fleiri ár þar sem tekið var tillit til aldurs við fæðingu fyrsta barns. Umræða: Tengslin milli lengdar starfstíma og hættunnar á brjósta- krabbameini að teknu tilliti til barneigna bendir til þess að eitthvað bundið starfinu geti verið þýðingarmikil orsök brjóstakrabbameins meðal flugfreyja og þessi tengsl koma heim við að það sem veldur krabbameinunum hafi langan aðdraganda. 96 Læknablaðib / FYLGIRIT 47 2002/88
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.