Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Qupperneq 101

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Qupperneq 101
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ I Ályktanir: Mikill munur er á magni furanocoumarina í íslenskum ætihvannarfræjum, en óvíst hvort munurinn ræðst af erfðafræðileg- um þáttum eða umhverfi. Efni úr ætihvannarfræjum hindrar vöxt krabbameinsfrumna og niðurstöðurnar benda til þess að furano- coumarina valdi þar mestu. V 138 llmolíur úr ætihvannarfræjum og áhrif þeirra á krabbameinsfrumur í rækt Stcinþór Sigurðsson1. Helga Ögmundsdóttir2, Haraldur Agúst Sigurðssoni, Sigmundur Guðbjarnason1 1 Raunvísindastofnun HI, 2Rannsóknarstofa Krabbameinsfélags fslands sts@raunvis.hi.is Inngangur: Ilmolíur eru litlar sameindir sem ráða mestu um ilm jurta. Áhrif þeirra hafa mikið verið rannsökuð á síðustu árum, meðal ann- ars vegna bælandi áhrifa sumra ilmolía á vöxt krabbameinsfrumna. Ilmolíur er að finna í nokkrum íslenskum jurtum, einkum ætihvönn, vallhumli og blóðbergi. Efniviður og aðferðir: Ætihvannarfræjum var safnað í nágrenni Reykjavíkur. Ilmolíur fengust úr þeim með gufueimingu og sam- setning þeirra var skoðuð með gasskilju og massagreini. Áhrif á krabbameinsfrumur voru mæld sem minnkuð efnaskipti frumu- rækta eftir að þær höfðu vaxið með sýnunum í sólarhring. Könnuð voru áhrif íslensku olíanna á krabbameinsfrumur úr mönnum: bris- (PANC), brjósta- (T47D) og ristilkrabbameinsfrumur (WiDr) og áhrif samsvarandi enskrar olíu á briskrabbameinsfrumurnar. Niðurstöður: Um er að ræða að minnsta kosti tvær gerólíkar ís- lenskar ilmgerðir. Ilmgerð A inniheldur 50-70% b-fellandren, en ilmgerð B er gersneydd því. Mun meira er af ilmolíum hjá ilmgerð A. Samsetning enskrar ætihvannarfræjailmolíu á markaði var skoð- uð og svipaði henni til ilmgerðar A. íslensku olíurnar hindruðu efnaskipti í öllum frumulínum. Helmingsvirkni, ED50, það er það magn sem helmingar efnaskipti, ilmgerðar B á briskrabbamein var 38 pg/mL, á brjóstakrabbamein 56 pg/mL, en 233 pg/mL á ristil- krabbamein. ED50 fyrir ilmgerð A á frumulínurnar í sömu röð var 197 pg/mL, 185 pg/mL og 293 pg/mL. Enska ilmolían hafði engin áhrif á briskrabbameinsfrumur í styrknum 500 pg/mL. Samanburð- ur á virkni ólíkra olía útilokar öll helstu efnin sem „virka þáttinn". Ályktanir: Erfðaþættir virðast valda miklum mun á ilmgerð fræja. Sumar ilmolíur virðast innihalda mjög virkt efni, því magn algeng- ari efna virðist ekki skipta máli, nema samvirkni eigi hlut að máli. V 139 Er æxlisvöxtur af b-eitilfrumuuppruna ættlægur? Helga M. Ögmundsdóttir1, Guðríður H. Ólafsdóttir1, Hrafn Tulinius1, Helgi Sigvaldason1, Guðmundur M. Jóhannesson2, Vilhelmína Haraldsdóttir2 1 Krabbameinsfélag íslands, 2blóðmeinafræðideild Landspítala háskólasjúkrahúss helgam@krabb.is Inngangur: Lýst hefur verið í heimildunt fáeinum tugum tilvika þar sem saman fara í fjölskyldu æxlissjúkdómar af B-eitilfrumuuppruna sem lýsa sér með framleiðslu á einstofna mótefni, það er merg- frumuæxli (multipel ntyeloma), Waldenströms makróglóbúlínemía (WM) og góðkynja mónóklónal gammópatía (monoclonal gammo- pathy of undetermined significance, MGUS). Petta hefur þó aldrei verið kannað á skipulegan hátt. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin grundvallast á upplýsingum Krabbameinsskrár um illkynja sjúkdóma í blóðmyndandi vef (ICD- 7 200-205) og sérstakri skrá Krabbameinsskrár um alla sem greind- ust með MGUS á íslandi árin 1978-1997. Raktar voru ættir í þriðja lið frá öllum 188 íslenskum sjúklingum, sem greindust með merg- frumuæxli á tímabilinu 1955-1989. Reiknuð var hlutfallsleg áhætta á blóðmeinum og MGUS með íslensku þjóðina sem viðmið. Niðurstöður: Kvenkyns ættingjar reyndust hafa nokkuð aukna áhættu á að fá mergfrumuæxli (OR=3,23; vikmörk 1,17-7,01) en að öðru leyti var ekki aukin áhætta meðal ættingja á mergfrumuæxli, MGUS eða illkynja sjúkdómum í blóðmyndandi vef almennt. í átta fjölskyldum reyndust þrír eða fleiri hafa slíka sjúkdóma, þar af alla- vega einn með mergfrumuæxli og einn með MGUS. í tveimur fjöl- skyldum fannst einnig WM, og í öllum fjölskyldunum einn eða fleiri með annars konar illkynja sjúkdóm í blóðmyndandi vef, ýmist lýmfó- íð eða mýelóíð. Eina af þessum fjölskyldum höfum við áður rannsak- að nánar og fundið tengsl við ofurtjáningu á langlífisprótíninu Bcl-2. Ályktanir: Pessi rannsókn bendir því til að ættgengi sé ekki algeng- ur áhættuþáttur fyrir illkynja sjúkdóma af B-eitilfrumuuppruna, en þó sé um það að ræða í fáeinum ættum. V 140 Stökkbreytingar í p53 eru algengar í flatskæningi í munni. Tengsl við krabbameinsáhættu? W. Peter Holbrook1, Helga M. Ögmundsdóttir2, Hólmfríður Hilmarsdótt- ir2, Jóhann Heiðar Jóhannsson2 Hannlæknadeild HI, 2Rannsóknarstofa Krabbameinsfélag íslands í sameinda- og frumulíffræði, 3Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði phol@hi.is Inngangur: Flöguþekjukrabbamein í munni (oral squamous cell carcinoma, OSCC) eru útbreitt heilbrigðisvandamál um allan heim. Þekktir eru ytri áhættuþættir, svo sem reykingar og áfengisneysla, en einnig auka sumir slímhúðarsjúkdómar í munni líkur á krabbameins- myndun, svo sem hvítskellur (leukoplakia), rauðskellur (erythro- plakia) og flatskæningur í munni (oral lichen planus, OLP). Stökk- breytingar á p53 eru allalgengar í OSCC en mjög lítið hefur verið kannað hvort þær finnast í hugsanlegum forstigum krabbameins. Efniviður og aðferðir: Á Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði voru fengin 55 sýni úr OSCC, 47 sýni úr flöguþekjuþykknun (hyper- keratosis, HK), klínískt greint sem hvítskellur, og 48 sýni úr flat- skæningi í munni. Stökkbreytingar í p53 voru greindar úr örsýnum teknum með nál og notuð constant denaturation gel electrophor- esis (CDGE) aðferð. Litað var fyrir p53 próteini með mótefnalitun. Kannaðar voru sjúkrasögur níu sjúklinga með sérstöku tilliti til þróunar OSCC frá forstigsbreytingum. Niðurstöður: Stökkbreytingar í p53 fundust í 22% af OSCC, 15% af HK og 33% af OLP. Jákvæð litun fýrir p53 próteini var algeng en sýndi engin tengsl við stökkbreytingar. Sjö af sjúklingunum níu fengu OSCC, 0-76 mánuðum eftir greiningu hugsanlegs forstigs sem í fimm tilvikum var OLP. í einu tilviki var staðfest p53 stökkbreyting í OLP- sýni. Unnið er að frekari athugúnum á þessum sjúklingahópi. Ályktanir: OLP uppfyllir skilmerki Alþjóðaheilbrigðisstofnunar- innar um forstig að illkynja sjúkdómi, en mjög hefur verið umdeilt hversu mikil krabbameinsáhættan er. Niðurstöður okkár benda til hugsanlegra tengsla við stökkbreytingar í p53, sem virðast furðu al- gengar og gætu einkennt undirhóp sjúklinga með flatskæning í munni, sem raunverulega eru í krabbameinsáhættu. LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88 101
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.