Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Page 102

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Page 102
■ ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ V 141 Leiðir til að auka leysni náttúruefna til prófana á illkynja frumum Þórdís Kristmundsdóttiri. Ólafur Axel Smithi, Kristín Ingólfsdóttir1. Helga Ögmundsdóttir2 'Lyfjafræöideild HÍ, 2Rannsóknarstofa Krabbameinsfélags Islands í sameinda- og frumulíffræði thordisk@hi.is Inngangur: Nokkur fléttuefni úr íslenskum fléttum hafa þegar sýnt áhugaverða in vitro vaxtarhindrandi verkun á ræktaðar illkynja mannafrumur. Fléttuefnin eru hins vegar mörg svo torleyst að erfitt er að leysa þau upp fyrir slíkar prófanir. Markmið verkefnisins var tvíþætt. Annars vegar að auka leysni torleystu fléttuefnanna (+)- usnínsýru og atranoríns með hjálparefnum, svo sem yfirborðsvirk- um efnum, leysiefnablöndum og komplexmyndun. Hins vegar að skoða áhrif leysa á illkynja frumulínu (hvílblæðilínu K-562). Leitast var við að finna henlug leysiefni sem ekki hafa áhrif á vöxt illkynja frumna. Peir leysar sem höfðu lílil áhrif á frumuvöxt voru notaðir til að leysa fléttuefnin til að meta frumudrepandi áhrif þeirra. Efniviður og aðferðir: Leysni fléttuefnanna í mismunandi leysum við mismunandi sýrustig var metin með háþrýstivökvagreiningu. Virkni leysa og fléttuefna voru könnuð á frumuvöxt K-562. Ahrif efnanna voru mæld með [3H]-thymidínupptöku sem gefur mæli- kvarða á fjölda frumna í S fasa. Niðurstöður: Mesta leysni (+)-usnínsýru var í óþynntu leysunum 2- fenoxyetanól og DMSO, en þessir leysar eru hins vegar óhentugir í frumuprófunum. Leysni atranoríns var mest í PEG400. í frumu- prófunum reyndust própylenglykól, PEG400 og 2-hydroxyprópyl- þ-cyklodextrín (HPþCD) hafa minnst frumudrepandi áhrif. Atran- orín hafði ekki virkni á frumlínuna í þeirri þéttni sem það var próf- að en (+)-usnínsýra sýndi talsverða frumuhemjandi virkni á K-562, með EDjq gildið 4,7 |xg/ml. Alyktanir: Niðurstöðurnar sýna að hægt er að auka leysni torleystra plöntuefna með hjálparleysum eða breytingu á sýrustigi. Prófanir á áhrifum leysa á frumulínur sýndu að áhrif própylenglykóls, PEG400 og HPþCD voru ekki mikil og benda þessar niðurstöður til að hægt væri að nota þessa leysa við rannsóknir á virkni torleystra plöntu- efna á illkynja frumulínur. V 142 Gerð og skilgreining nýrrar brjóstaþekjufrumulínu frá sjúklingi með sterka fjölskyldusögu Agla J.R. Friðriksdóttirl, Þórarinn Guðjónsson1, Margrét Steinarsdóttir2, Óskar Þ. Jóhannsson^, Helga M. Ögmundsdóttiri 'Rannsóknarstofa Krabbameinsfélags íslands f sameinda- og frumulíffræði, 2Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði, 3krabbameinsdeild Landspítala háskólasjúkrahúss agla@krabb.is Inngangur: Arfgengir áhættuþættir gegna mikilvægu hlutverki í myndun og framþróun brjóstakrabbameins. Um 15% brjóstakrabba- meinssjúklinga á íslandi hafa sterka fjölskyldusögu og um 8% af þeim hafa landnemabreytinguna 999del5 í brjóstakrabbameinsgen- inu BRCA2. Pekjuvefur brjóstkirtils skiptist í innra lag af skautuð- um kirtilþekjufrumum og ytra lag af vöðvaþekjufrumum. Brjósta- krabbamein á nánast alltaf upptök sín í kirtilþekjufrumunum. Mik- ill skortur er á brjóstaþekjufrumulínum frá sjúklingum með sterka fjölskyldusögu. Pessar frumulínur eru ómetanlegur efniviður til rann- sókna á frumulíffræði og erfðafræði brjóstakrabbameina. Markmið þessarar rannsóknar (sem ekki er alveg lokið) er að búa til frumu- línur úr þekjuvef brjóstakrabbameinssjúklinga með sterka fjölskyldu- sögu. Eftirfarandi er lýsing á gerð og skilgreiningu frumulínunnar A163. Efniviður og aðferðir: Vefjabiti var fenginn úr brjóstaæxli sjúklings með sterka fjölskyldusögu en ekki með 999del5 stökkbreytinguna. Kirtilþekjufrumur voru einangraðar frá frumræktum með sértækum mótefnum gegn yfirborðsviðtökum á mótefnasúlu (miniMACS). Frumurnar voru gerðar ódauðlegar með innskoti á retrógenaferju, sem skráir fyrir human papilloma veiru-16 æxlisgenunum E6 og E7. Niðurstöður: Frumulínan A163 hefur nú verið í rækt í tvö ár. í fyrstu sýndi hún hefðbundna svipgerð kirtilþekju og snertitálmun í tvívíðum ræktum. Mótefnalitunin sýndi jákvæða svörun gegn sér- tækum brjóstaþekjukennipróteinum. Eftir að frumulínan hafði ver- ið ræktuð í nokkurn tíma fóru að koma fram tvenns konar svipgerð- ir af frumum. Þessi munur var bæði útlitslegur og einnig var munur á próteintjáningu þessara tveggja frumuhópa. Próteintjáning þess- ara frumurækta sýndi bæði kirtilþekju- og vöðvaþekjusérhæfingu sem benti til að innan frumulínunnar væri að finna frumur með stofnfrumueiginleika. Ályktanir: Áðurnefndur stofnfrumueiginleiki frumulínunnar A163 gerir hana að áhugaverðum efnivið til rannsókna á frumusérhæf- ingu í brjóstkirtli og myndun brjóstakrabbameina. V 143 Notkun niðurbrotsrannsókna til að rannsaka sýklódextrínfléttur lyfja Már Másson, Kristján Matthíasson, Þorsteinn Loftsson Lyfjafræðideild HÍ mmasson@hi.is Inngangur: Niðurbrotsrannsóknir eru ein af mörgum aðferðum til að meta stöðugleika sýklódextrfnfléttna. Við höfum rannsakað niður- brot nokkurra lyfja í sýklódextrínlausnum. Sérstök áhersla var lögð á að kanna notagildi þessarar aðferðar til að ákvarða stöðugleika- stuðul (Kc) fyrir sýklódextrínfléttur og einnig hvaða þættir hafa áhrif til að auka eða draga úr notagildi þessarar aðferðar. Efniviður og aðferðir: Venjulega aðferðin fyrir niðurbrotsrann- sóknir er sem hér segir: 15uL af metanól stofnlausn af lyfinu er bætt út í glas sem inniheldur l,5mL af stuðpúðaðri sýklódextrínlausn eða hreinum stuðpúða, sem er haldið við fast hitastig með hitastýrandi grind. Með jöfnu millibili eru tekin sýni úr Iausnunum og þau greind með HPLC. Fyrstu gráðu hraðafastarnir (kobs eða k0) má fá með línulegri nálgun, af náttúrulegum logariþma HPLC topphæðarinn- ar á móti tíma. Niðurstöður: Niðurbrot klórambúsíls og indómetasíns var mælt við mismunandi sýklódextrínstyrk, pH og jónstyrk. Sýklódextrínfléttun hlífir lyfjunum við niðurbroti af völdum vatnsrofs. Við ákveðnar að- stæður sést allt að 100-föld aukning stöðugleika lyfjanna. Ólínulegar aðferðir eru betri en línulegar aðferðir þegar niðurbrotsgögn eru notuð til að ákvarða Kc og kc. Aðferðin er best þegar kc/k(| er lítil tala en er ekki eins nákvæm þegar þetta gildi nálgast einn. Nákvæmnin í ákvörðun á þessum föstum er meiri í tilviki klórambúsíls þar sem niðurbrotið er af fyrstu gráðu og ekki háð pH. Sýklódextrínfléttun virðist ekki hafa áhrif hvarfgang en verndandi áhrif sýklódextrín- fléttunarinnar er háð jónun lyfjanna og ríkjandi hvarfgangi. 102 LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.