Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Síða 103

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Síða 103
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ I Ályktanir: Það er hægt að nota niðurbrotsrannsóknir til að fá upp- lýsingar um eðli sýklódextrínflétta. í ákveðnum tilvikum er hægt að nota niðurbrotsrannsóknir til að ákvarða Kc með meiri nákvæmni en er mögulegt með öðrum aðferðum. V 144 Efnasmíð og rannsóknir á eiginleikum metrónídazól forlyfja Már Mássun, Ólöf Guörún Helgadóttir, Guillaume Médard. Þorsteinn Þor- steinsson, Þorsteinn Loftsson Lyfjafræðideild HÍ mmasson@hi.is Inngangur: Við útvortis lyfjagjöf er helsta hindrunin í ysta lagi húðarinnar, hornhúðinni. Ttl að lyf komist í gegnum hornhúðina er æskilegt að það hafi tvíleysnieiginleika. Það þarf að vera fituleysan- legt, til að frásogast í húðina, og vatnsleysanlegt, til að leysast í gjafa- fasanum. Metrónídazól er vatnssækið lyf sem kemst treglega í gegn- um húð. Við höfum áður sýnt fram á að það má auka flutning metró- nídazóls í húð með forlyfjum sem eru fitusýruafleiður. Efniviður og aðferðir: í þessu verkefni voru smíðaðar mismunandi metrónídzólýl-súkksenatafleiður og forlyfjaeiginleikar þeirra rann- sakaðir. Átta efni voru smíðuð og prófuð. Bygging og hreinleiki voru staðfest með 'H-NMR, '3C-NMR og HPLC. Niðurstöður: Metrónídazólýl-súkksenatafleiðurnar voru stöðugar í súrri lausn en brotnuðu hratt niður í basískri lausn. Oktnól-vatns- dreifistuðullinn var á bilinu <0,05-4,4 við pH 7,4, en þetta gildi var hærra við hærra sýrustig. Flutningur metrónídazóls gegnum húð hár- lausra músa var rannsakaður með própýlenglýkóli og fosfatstuð- púða, pH 5, sem gjafafasa. Best frásog metrónídazóls fékkst með forlyfjunum etýl-(metrónídazólsúkksenat) og oktýl- (metrónídazól- súkksenat) en mjög lítið frásog fékkst með forlyfjunum etýl-l,2-dí- metrónídazólsúkksenat og glýserýl-l,2,3-trímetrónídzólsúkksenat. Ályktanir: Það var hægt að nýta þessi forlyf til að fá aukna losun á metrónídazóli í húð hárlausra músa. Eingild (mono-functional) for- lyf gáfu betri niðurstöður en tvígild og þrígild forlyf. V 145 Þróun nýrra ensímhvarfefna fyrir rafefnafræðilega lífsækninema MárMássonL Ögmundur V.RúnarssonfFjalar Jóhannssoni, Masuo Aizawa2 'Lyfjafræðideild HÍ, 2Tokyo Institute of Technology, Tokyo mmasson@hi.is Inngangur: Lífsækninemar sem byggja á rafefnafræðilegum ferjöld- um hafa ýmsa kosti en það sem hefur hamlað þróun þeirra er skortur á heppilegum ensímhvarfefnum. Hér er greint frá efnasmíði fjögurra ensímhvarfefna og rannsóknum á notkunarmöguleikum þeirra fyrir lífsækninema sem byggja á rafefnafræðilegum ferjöldum. Efniviður og aðferðin Fjögur hvarfefni, 4-amínófenýlfosfat (4AFF), 4-hýdroxýnafþýl-l-fosfat (4HNF) og4-amínónafþýl-l-fosfat (4ANF), sem eru hvarfefni fyrir alkalínskan fosfatasa (AIF) og 4-amínó- fenýl-þ-D-galaktópýranósíð (4AFG), sem er hvarfefni fyrir galak- tósíðasa (GA), voru smíðuð eins til þriggja skrefa efnasmíðaferlum. Eiginleikar efnanna voru rannsakaðir með hringstraumsspennu- mælingu og styrkur mældur með rafefnafræðilegu flæðisinnskots- kerfi (AFIA kerfi). Niðurstöður: Hringstraumsmælingarnar á myndefnum ensímhvarf- anna sýna afturkræfan eða hálfafturkræfan elektrónuflutning. Hjá hvarfefnunum kemur fram óafturkræf oxun þar sem Eox er um það bil 500 mV hærri en EQ fyrir myndefni ensímhvarfsins. 4AF, sem er myndefni hvarfa 4AFF var mælt við 300 mV á móti Ag/AgCl. 4AN, myndefni hvarfa 4ANF og NQ, myndefni hvarfa 4HNF, voru mæld við -300 mV. 4AF sýndi 40% niðurbrot á 30 mínútum en NQ 5% og 4AN 10% niðurbrot íTRIS stuðpúða. Greiningarmörk NQ eru 60 nM og greiningarmörk ensímsins voru 300 fM þegar 4HNF er notað sem hvarfefni. 4AF í AFIA var hægt að greina niður í 50 nM og greiningarmörk fyrri GA 100 fM þegar 4AFG var notað sem hvarf- efni. Sýnt var fram á notagildi þessara hvarfefna fyrir ELISA ónæmisefnamælingu. Ályktanir: Kostur þessara nýju hvarfefna er að myndefnin hafa lágt Eo. Þessi hvarfefni eru því hentug fyrir ónæmisgreiningar þar sem mikil næmni og lítið interference er æskilegt. V 146 Fiskiroð notað sem himnulíkan til að rannsaka áhrif sýklódextrína á flutning lyfja Birna Vigdís Sigurðardóttir, Sigurður Daði Sigfússon, Már Másson, Þor- steinn Loftsson Lyfjafræðideild HÍ mmasson@hi.is Inngangur: Sýklódextrín er hægt að nota til að auka flutning lyfja yfir lífrænar himnur. Sýklódextrín verka á annan hátt en hefð- bundnir frásogshvatar þar sem þau auka flæðið í vatnsflæðilögum í himnunni en hafa engin áhrif á flæði í fitusæknum lögum. Vatns- flæðilagið í húð er ekki vel skilgreint en þó er lfklegt að það sé til- komið vegna flutnings lyfja með hársekkjum, svitaholum og í milli- frumulagi. Það hefur skort hentugt himnulíkan til að rannsaka þessa tegund flæðis. Hér er greint frá rannsóknum á notkun fiski- roðs sem himnulíkans lil að rannsaka þessa tegund flæðis. Efniviður og aðferðir: Flæðið var ákvarðað með því að nota Franz diffusion cell. Fiskiroð ýmissa saltvatnsfiska var notað. Gjafafasinn innihélt lausn með efnum sem höfðu mólþyngdina 60-1300g/mól. í þeim tilfellum þar sem lyf leystust illa var 2-hýdroxý-própýl-(3-sýkló- dextrín sett í gjafafasann og móttökufasann. Niðurstöður: Fiskiroðið var mjög gegndræpt fyrir mörgum efnasam- böndum. Mælt flæði hýdrókortisóns (1% lausn) var tvisvar sinnum hægara en flæði í gegnum sellófanhimnur en 10.000 sinnum hraðara en flæði í gegnum slönguskinn. Breytileiki á flæði hýdrókortisóns inn- an tegunda var minni en 30% fyrir vatnslausnir. Steinbítsroð var not- að til frekari rannsókna þar sem það var auðvelt í meðhöndlun og flæði gegnum það var frekar hratt. Gegndræpi fiskiroðsins minnkaði með aukinni mólþyngd en fitusækni hafði lítil áhrif á flæðið. Flæði veika basíska lyfsins lídókaíns var ekki háð sýrustiginu og fiskiroðið var gegndræpt fyrir náttúrulegu sýklódextríni. Flæði úr mettaðri hýdrókortisónlausn jókst með auknum sýklódextrínstyrk en yfir- magn af sýklódextrínum hafði ekki áhrif á flæðið. Ályktanir: Fiskiroð er gott himnulíkan til að rannsaka áhrif sýkló- dextrína á flæði. Lyf flytjast um vatnsflæðilag í gegnum fiskiroð. LæKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2 0 02/88 103
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.