Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Page 105

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Page 105
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ I vegna þess að áður en það gerist þurfa þau að ná tilætluðum áhrif- um. V 150 Samanburður á stöðugleika mónókapríns í mismunandi lyfjaformum Þórunn Osk Þorgeirsdóttirl, Halldór Þormar2, Þórdís Kristmundsdóttirl iLyfjafræðideild og 2Líffræðistofnun HÍ thoth@hi.is Inngangur: Mónókaprín (1-mónóglýseríð af kaprínsýru) er eitt af mörgum náttúrulegum fituefnum sem sýnt hafa mikla virkni gegn ýmsum bakteríum og veirum. Hönnuð hafa verið lyfjaform, hlaup og lausnir, sem innihalda mónókaprín. Þar sem mónókaprín hefur takmarkaða leysni í vatni var notuð blanda leysis og yfirborðsvirks efnis til að ná því í lausn. Lyfjaformin hafa sýnt mikla virkni gegn bakteríum og veirum en mónókaprín reyndist ekki stöðugt í lausn- um. Markmið verkefnisins var að kanna hvaða þættir hafa áhrif á stöðugleika mónókapríns í lausnunum. Efniviður og aðferðir: Framleiddar voru lausnir og hlaup sem inni- héldu mónókaprín. Breytur í forskriftunum voru magn leysisins própýlenglýkól svo og styrkur yfirborðsvirka efnisins pólýsorbat 20, en lausnirnar voru að auki framleiddar með og án antioxidants. Hlaupin og lausnirnar voru geymdar við 4,30 og 60°C. Virkni mónó- kapríns í hinum ýmsu samsetningum á herpes simplex veiru af teg- und 1 var könnuð (HSV-1) in vitro. Niðurstöður: Breyting á hlutföllum leysis og yfirborðsvirks efnis hafði meiri áhrif á virkni mónókapríns gegn HSV-1 en á geymsluþol efnisins. Öll lyfjaformin sýndu mikla virkni gegn HSV-1 strax að lokinni framleiðslu svo og eftir geymslu í 15 vikur, að undanskildum þeim lyfjaformum sem innihéldu 3% pólýsorbat 20 og hvorki anti- oxidant né hlaupmyndandi efnið karbomer. Hvorki hærra hlutfall af leysinum própýlenglýkóli né viðbót antioxidants virðist auka geymsluþol lausnanna. Ályktanir: Hlaupefnið karbomer virðist auka stöðugleika mónó- kapríns til muna þar sem geymsluþol hlaups er mun betra en sam- svarandi lausnar. Stöðugleika mónókaprínlyfjaforma má einnig auka með geymslu í kæli. Niðurbrotsleið mónókapríns í lausn virð- ist þó ekki vera oxun þar sem íbót antioxidants bætir ekki stöðug- leika þess. V 151 Sýkladrepandi krem til notkunar á húð. Þróun og prófanir Þórunn Ósk Þorgcirsdúttir'. Halldór Þormar2, Þórdís Kristmundsdóttiri 'Lyfjafræðideild og 2Líffræðistofnun HÍ thoth@hi.is Inngangur: Nokkur mismunandi lyfjaform eru notuð til að gefa lyf á húð. Virkni lyfs sem gefið er í húðlyfjaformi er meðal annars háð samsetningu lyfjaformsins og því hvernig það losnar úr burðarefn- inu. Hlaup sem innihalda náttúrulega fituefnið mónókaprín hafa reynst virk gegn bakteríum og veirum. Hlaup er mjög heppilegt lyfjaform til lyfjagjafar á slímhúð þar sem góðir viðloðunareigin- leikar eru nauðsynlegir. Mónókaprín hefur hins vegar mjög breiða örverudrepandi eiginleika og kæmi því til greina til notkunar við sýkingum á húð. Lyfjaformið krem gæti verið æskilegra en hlaup til notkunar á húð. Markmið þessa verkefnis var að kanna áhrif ýmissa breyta á eiginleika krems (o/v-fleytu) sem inniheldur mónókaprín. Efniviður og aðferðir: Breytur í framleiðslu kremanna voru: mis- munandi hjálparleysar (sorbítól og própýlenglýkól) í vatnsfasanum; hlutfall vatns og fitufasa; vatnsfasinn gerður þykkur með mismiklu magni af karbopoli; mónókaprín í vatnsfasa eða í fitufasa. Fram- kvæmdar voru virkniprófanir gegn herpes simplex veiru af tegund 1 (HSV-1) og gerð voru losunarpróf og viðloðunarpróf við gervi- himnu á þeim kremum sem sýndu virkni gegn HSV-1. Niðurstöður: Kremin þar sem mónókaprín var leyst upp í fitufas- anum reyndust ekki virk gegn HSV-1 og kremin þar sem það var leyst upp í sorbítóli voru lítið virk. Kremin þar sem mónókaprín var leyst upp í própýlenglýkóli voru misjafnlega virk og jókst virknin með auknu karbomermagni. Niðurstöður sýndu að hlutfall fitufasa svo og karbomers í forskriftinni hafði áhrif á losun virka efnisins svo og virkni gegn HSV-1. Viðloðunarprófin sýndu að mónókaprín minnkar viðloðunareiginleika kremsins. Ályktanir: Niðurstöður benda til að tekist hafi að þróa stöðugt krem en bæta má losun mónókapríns og virkni á örverur með litlum breytingum á formúleringu. V 152 Notkun gervihimnu við mælingar á slímhimnuviðloðun hlaupa Eysteinn Ingólfssonl.2, Skúli Skúlasonl.2, pórdís Kristmundsdóttir2 ^Líf-Hlaup ehf., 2lyfjafræöideild HÍ skulis@hi.is Inngangur: Ýmsar fjölliður hafa þá eiginleika að loða við líffræði- legan vef. Vaxandi áhugi er á að nota slíkar fjölliður í lyfjaform þar sem það gæti haft ýmsa kosti, einkum þá að á þennan hátt er hægt að staðbinda lyfið og tryggja langan snertitíma. Fjölliður sem loða vel við slímhúð hafa verið notaðar við gerð lyfjaforma til lyfjagjafar í munnholi, svo sem töflur, himnur eða hlaup. Nokkrar aðferðir hafa verið notaðar til að mæla slímhimnubindingu efna, en það in vitro líkan sem oftast er notað fyrir munnslímhúð er munnslímhúð svína, en henni svipar á margan hátt til munnþekjuvefs manna. Markmið þessarar rannsóknar var að þróa in vitro aðferð þar sem notuð væri gervihimna til að meta og spá fyrir um bindingu vatns- hlaupa (hydrogel) við slímhúð. Efniviður og aöferöir: Mismunandi gervihimnur (SpectraPhor; DuoDerm®) voru bornar saman við munnslímhimnur svína. Not- aður var TA-XT2Í texture analyser til að mæla viðloðunarkraft fjöl- liðuhlaupa (Carbopol 981, Carbopol 1382, xanthan og natríum carboxymethylcellulosa) við himnurnar. Niðurstööun Besta samsvörun gervihimnu við munnslímhúð fékkst þegar notuð var hýdrókollóíð himna (DuoDerm) sem 17% mucin var dreift yfir. Röð bindingar fjölliða við gervi- og lifandi himnur var sú sama. Samsvörun var allt að 98% fyrir Carbopol 981 mælt með svínaslímhúð og gervihimnu, samsvörun fór hins vegar minnk- andi með lækkandi viðloðunarstyrk fjölliða. Ályktanir: Mælingar á bindingu mismunandi fjölliðuhlaupa við hýdrókollóíð himnu með mucin lagi gefur mjög góða samsvörun við mælingar á bindingu við munnslímhúð svína. Samsvörun var betri eftir því sem binding ljölliðu var sterkari. Aðferðin gefur kost á að takmarka notkun dýraslímhúðar við mælingar á viðloðun fjölliða LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88 105
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.