Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Page 108

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Page 108
I ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ V 159 Breytingar í p53 og BRCA2 genum í stórum óvöldum hópi brjóstakrabbameinssjúklinga Sigfríður Guðlaugsdóttir1, Hólmfríöur Hilmarsdóttir1, Jón Gunnlaugur Jónasson2-4, Baldur Sigfússon-', Laufey Tryggvadóttú-, Helga M. Ögmunds- dóttir1-4, Jórunn Erla Eyfjörð1-4 1 Rannsóknarstofa Krabbameinsfélags íslands í sameinda- og frumulíffræði, 2Krabbameinsskrá, 3Leitarstöð Krabbameinsfélags íslands, 4Háskóli Islands jorunn@krabb.is Inngangur: Talið hefur verið að stökkbreytingar í p53 geni séu nauðsynlegt skref í æxlisþróun hjá arfberum BRCA kímlínubreyt- inga. Fyrri rannsóknir okkar og annarra hafa sýnt hærri tíðni p53 stökkbreytinga í æxlum BRCA arfbera en þeirra sem ekki hafa slík- ar breytingar. Dreifing stökkbreytinga innan p53 gensins virðist einnig ólík. Langflestar p53 stökkbreytingar í brjóstaæxlum finnast á svokölluðum hotspot svæðum innan gensins. í BRCA arfberum virðist dreifingin önnur. Efniviður og aðferðir: Sýni úr 1283 brjóstakrabbameinsæxlum voru skoðuð með tilliti til stökkbreytinga í BRCA2 og p53 genum auk p53 próteinlitunar. Landnemabreyting 999del5 í BRCA2 var greind með PCR og rafdrætti. Stökkbreytingar í táknröðum 5-8 í p53 geninu voru greindar með CDGE og þær staðfestar með rað- greiningu. Að auki voru allar táknraðir p53 raðgreindar í sýnum með BRCA2 kímlínubreytingu (n=87). Niðurstöður og ályktanir: Aukin tíðni p53 stökkbreytinga fannst í brjóstaæxlum arfbera BRCA2 kímlínubreytingar miðað við þá sem ekki hafa breytinguna. Munurinn er þó ekki tölfræðilega marktæk- ur. Raðgreining á öllu p53 geninu bætti aðeins við þremur stökk- breytingum í BRCA2 arfberum. Marktækt fleiri p53 stökkbreyting- ar fundust á non-hotspot svæðum hjá BRCA2 arfberum en í heildar- hópnum. Dreifing p53 stökkbreytinganna var hins vegar eins hjá heildarhópnum og þeim sem höfðu sterka fjölskyldusögu um brjósta- krabbamein en voru ekki BRCA2 arfberar. Þessar niðurstöður benda til að „vægari“ breytingar í p53 geni geti leitt til æxlismynd- unar í BRCA2 arfberum en í einstaklingum án BRCA kímlínu- breytinga. P53 breytingar í æxlisvef tengdust stigun æxla þannig að þær greindust oftar í lengra gengnum æxlum. V 160 Ræktun á riðuþolnu sauðfé Stefanía Porgeirsdóttir1, Steinunn Jóhannsdóttir1. Sigurður Sigurðarson2, Astríður Pálsdóttir1 'Tilraunastöð HÍ í meinafræði og 2rannsóknadeild dýrasjúkdóma að Keldum steinaj@hi.is Inngangur: Sauðfé er misnæmt fyrir riðu eftir arfgerð príongensins. Sauðfé með arfgerðina AFIQ (táknar 136,154 ogl71) virðist hafa vernd gegn riðu en sauðfé með arfgerðina VRQ er mjög næmt fyrir riðu. Pað hefur einnig sýnt sig að sauðfé sem er með sjaldgæfan breytileika í tákna 151(R/C) hefur aldrei greinst með riðu. Bærinn Hjarðarfell á Snæfellsnesi er á riðulausu svæði og selur fé til fjár- skipta á riðubæi. Á Hjarðarfelli er óvenju hátt hlutfall af sauðfé með þessar hagstæðu arfgerðir og stefnir bóndinn þar að því að auka tíðni þessara hagstæðu arfgerða en útrýma áhættuarfgerðinni úr hjörðinni og byggja þannig upp riðuþolinn stofn til að nýta í frek- ari kynbótum. Markmiðið er að nota þennan stofn til fjárskipta á riðubæi eftir riðufaraldur. Efniviður og aðferðir: Blóðsýni úr 74 kindum voru tekin, DNA var einangrað og príongenið magnað upp. Síðan voru skerðiensím not- uð til að greina breytileika í táknum 136,151 og 154. Tíðni mismun- andi arfgerða var skoðuð og borin saman við fyrri athuganir á þess- ari hjörð. Helstu niðurstöður og ályktanin Af þessum 74 kindum voru 11 með valín í tákna 136 (14,86%), átta með histidín í tákna 154 (10,81%) og sjö með cystein í tákna 151 (9,46%), þar af var ein kind arfhrein um cystein (C/C). Fyrri rannsókn frá 1998 á 40 kindum sýndi aðeins lægra hlutfall áhættuarfgerðar í hjörðinni (10%) en þó nokkuð hærra hlutfall verndandi arfgerða (37,5% með H-154 og 20% með C-151). Þessar niðurstöður benda til að tíðni ákveðinna arfgerða innan einnar hjarðar geti breyst á skömmum tíma. V 161 Leit að einkennalausum smitberum riðu. Rannsókn á sambandi arfgerða príongensins og uppsöfnunar riðusmitefnis Stefanía Þorgeirsdóttir1, Guðmundur Georgsson1, Eyjólfur Reynissoni, Sigurður Sigurðarson2, Ástríður Pálsdóttir1 ■Tilraunastöö HÍ í meinafræöi og 2rannsóknadeild dýrasjúkdóma að Keldum stef@hi.is Inngangur: Rannsóknir okkar á basabreytileika innan príongensins (PrP) í íslensku sauðfé hafa sýnt að arfgerðin VRQ er tengd auknu næmi fyrir riðusmili, en AHQ arfgerðin virðist bera í sér verndandi eiginleika (Porgeirsdóttir, et al. J Gen Virol 1999; 80: 2527-34). Markmið þessarar rannsóknar var meðal annars að athuga hvort einkennalausir smitberar riðu fyndust meðal þeirra kinda sem bæru verndandi arfgerð hvað varðar riðunæmi. Efniviður og aðferðir: Sýni úr einni riðuhjörð (n=65) voru greind með tilliti til PrP arfgerðar (skerðibútagreining, bræðslugel og rað- greining) og riðusmits (vefjameinafræði og ónæmislitun/blottun fyrir PrPSc). Helstu niðurstöðun Fimm kindur, tveggja til þriggja ára, voru með klínísk einkenni riðu auk einkennandi vefjaskemmda í heila, en merki um sýkingu greindust í 25 af 60 einkennalausum kindum með ein- hverri af ofantöldum aðferðum, en þær kindur voru á aldrinum 1-10 ára. Riðusmitefnið (PrPSc) fannst síðan í 23 þeirra með ónæmislitun, en 19 með ónæmisblottun (ein ekki prófuð). Tíðni áhættuarfgerðar reyndist óvenjuhá innan þessarar hjarðar, 53,8% borið saman við 15- 20% almennt, en meðal kinda með staðfesta sýkingu var tíðnin enn hærri, 80% meðal klínísk jákvæðra og86,4% af hinum einkennalausu. Sjaldgæfur breytileiki í tákna 151 (R151C) fannst einnig í óvenjuhárri tíðni, 24,5%, en aðeins í einni kind með riðusmitefni. Engin þeirra kinda sem reyndust PrPSc jákvæðar báru hins vegar AHQ arfgerðina (Þorgeirsdóttir, et al. Arch Virol 2002; 147:709-22). Ályktanir: Niðurstöður okkar benda ekki til að íslenskar kindur með AHQ arfgerð séu einkennalausir smitberar riðu og teljum við óhætt að mæla með fjölgun þeirra með kynbótum til varnar riðu- smiti. Einnig er mikilvægt að draga úr tíðni áhættuarfgerðarinnar, VRQ, einkum á svæðum þar sem riða er landlæg. 108 LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.