Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Side 110
I ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ
standa þeir þá eftir óvarðir líkt og tvíþátta DNA brot. Fruman reyn-
ir að gera við opna enda sem leiðir oft til endasamruna litninga og
þar með myndunar hringlaga litninga og litninga með tvö eða fleiri
þráðhöft. Þegar slík fruma fer í skiptingu brotna litningarnir upp og
ólíkum brotum er skeytt saman sem ýtir undir myndun flókinna litn-
ingagalla. Markmið rannsóknarinnar er að kanna tengsl endaeyð-
ingar litninga við aukinn litningaóstöðugleika í brjóstaæxlum; meta
endasamruna litninga með tilliti til endaeyðingar og aukins litninga-
óstöðugleika; og kanna hugsanleg áhrif stökkbreytinga í p53 og
BRCA2 á endaeyðingu litninga og aukinn litningaóstöðugleika.
Efniviður og aðferðir: Alls voru 82 brjóstaæxli valin til rannsókn-
arinnar sem öll hafa litningagalla greinda með G-böndun. Endaeyð-
ing litninga var greind með slot-blot aðferð og miðaðist við meira
en 50% eyðingu. Endasamruni litninga var greindur. p53 stökk-
breytigreining var gerð á táknröðum 5-8 með CDGE aðferð og rað-
greiningu og greint fyrir 999del5 BRCA2 kímlínubreytingunni.
Niðurstöður og ályktanir: Nánast helmingur æxlanna sýndi enda-
eyðingu samanborið við staðla og tvö æxli sýndu mögnun á litninga-
endum. Aðeins lítill hluti aðlægs brjóstavefs sýndi endaeyðingu litn-
inga. Endasamruni litninga greindist í um 30% brjóstaæxlanna og í
sumum tilfellum mátti greina anafasabrýr milli kjarna í lok frumu-
skiptingar. Bijóstaæxli með p53 stökkbreytingu tengjast auknum litn-
ingafjölda, ásamt endaeyðingu litninga og endasamruna. BRCA2
breytingar tengjast hins vegar litningayfirfærslum en ekki auknum
litningafjölda og endaeyðingu.
V 166 Áhrif fjölbreytni í viðgerðargenum á sýnd BRCA2
breytinga
Valgeröur Birgisdóttir1. Katrín Guðmundsdóttirl, Guðríður H. Ólafsdótt-
ir2, Laufey TryggvadóttirL Jórunn E. Eyfjörði-3
1 Rannsóknarstofa Krabbameinsfélags íslands í sameinda- og frumulíffræði og
2Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands, 3læknadeild HÍ
vaigerdurb@krabb.is
Inngangur: Rannsóknir hafa sýnt að arfberar BRCA2 breytinga
eru í aukinni áhættu að fá brjóstakrabbamein. Áhættan virðist hins
vegar vera mismikil sem bendir til þess að ákveðnir erfða-/ og eða
umhverfisþættir hafi áhrif á sýnd BRCA2 breytinga. Hvaða þættir
þetta eru er ekki ljóst en markmið þessarar rannsóknar er að kanna
hvort fjölbreytni (polymorphism) í viðgerðargenunum XRCCl,
XPD og RAD51 hafi áhrif á sýnd BRCA2 breytinga.
XRCCl genið skráir fyrir próteini sem tekur þátt í basa skerði-
viðgerðarferlinu (BER). Þekktur er amínósýrubreytileiki Arg-Gln
í tákna 399 og hefur 399Gln arfgerðin verið tengd við ýmis krabba-
mein. XPD er helikasi í kirna skerðiviðgerðarferlinu (NER). Þekkt-
ur er amínósýrubreytileiki Lys-Gln í tákna 751 og hefur 751Lys arf-
gerðin verið tengd við brjóstakrabbamein. Sýnt hefur verið fram á
að BRCA2 binst RAD51 sem er vel varðveittur og mikilvægur þátt-
ur í homologous endurröðun og í viðgerð á tvíþátta rofi. Þekktur er
breytileiki á 5’enda óþýdds svæðis RAD51 gens á seti 135 G->C
sem hefur verið tengdur myndun brjóstakrabbameins.
Efniviður og uðfcrðir: Arfgerðir voru skoðaðar í 87 kvenkynsvið-
miðum og í 264 kvenkyns brjóstakrabbameinssjúklingum sem skipt
var niður í hópa eftir því hvort þeir voru arfberar 999del5 stökk-
breytingar í BRCA2 (n=55) eða ekki (n=210). Arfgerðargreining
var gerð með PCR, klippingu með skerðiensímum og rafdrætti.
Niðurstööur: Enginn marktækur munur fékkst á tíðni áhættuarf-
gerða XPD, XRCCl or RAD51 milli hópa brjóstakrabbameinssjúk-
linga með þekkt BRCA2 ástand og viðmiðunarhóps.
Ályktanir: Þessar fyrstu niðurstöður benda til þess að viðgerðar-
genin XPD, XRCCl og RAD51 hafi ekki áhrif á sýnd 999del5 stökk-
breytingarinnar í BRCA2. Rannsóknin er enn í gangi og unnið er
að því að stækka hópana.
V 167 Pökkunarmerki mæði-visnuveiru er tvíþætt
og hlutar þess mismikilvægir eftir frumutegund
Helga Bjarnadóttiri.2, Bjarki Guðmundsson1, Janus Freyr Guðnason1, Jón
Jóhannes Jónsson1-2
iLífetna- og sameindalíffræðistofa læknadeilar HÍ, 2erfða- og sameindalæknis-
fræðideild Landspítala háskólasjúkrahúss
hbjarna@rhi.hi.is
Inngangur: Pökkunarmerki víxlveira eru stöðugir RNA strúktúrar
sem eru almennt staðsettir á 5’ enda erfðamengis á milli aðalsplæs-
gjafa (SD) og upphafstákna Gag. Þetta svæði er splæst út við umrit-
un mRNA sameinda og ætti því að tryggja að einungis RNA erfða-
efni veirunnar sé pakkað í veiruagnir. Pökkunarraðir í lentiveirum
eru ekki vel skilgreindar að undanskildum röðum í HIV. Markmið
verkefnisins er að skilgreina þessar raðir hjá mæði-visnu lentiveir-
unni (MVV).
Efniviður og aðferðir: Þrjár mismunandi úrfellingar voru gerðar á
MVV klóni LV1-1KS2. Úrfelling A190-290 fjarlægði 100 bp svæði 5’
við SD (305) en þetta svæði hafði 51% samsvörun við consensus
pökkunarröð HIV auk þess að mynda svipaða RNA strúktúra sam-
kvæmt tölvugreiningu. Úrfelling A312-480 fjarlægði 168 bp svæði 3’
við SD þar sem pökkunarvirkni liggur almennt í víxlveirum. Úr-
felling DM fjarlægði bæði svæðin. Úrfellingaafbrigðin voru innleidd
ásamt villigerð MVV í manna 293T frumur og kinda FOS frumur.
Erfðaefni úrfellingaafbrigða, villigerðar og vif mRNA var magn-
greint með rauntíma RT-PCR.
Niðurstöður og umræða: Pökkunarvirkni A190-290 úrfellingarinnar
í 293T var nær engin eða um 1% af villigerð. Pökkunarvirkni þessa
afbrigðis var hins vegar eðlileg í FOS (119%). Úrfelling A312-480
hafði lítil áhrif á pökkunarvirkni í 293T (60%) miðað við einungis
9% pökkunarvirkni í FOS. Til staðfestingar sýndum við fram á að
pökkunarvirkni vif mRNA (sem er með svæði 312-480 splæst út)
var 65% í 293T en 4% í FOS. Pökkunarvirkni DM úrfellingarinnar
var engin í 293T en aftur á móti um 20% í FOS.
Raðir staðsettar 5’ við SD, sem samsvara HIV pökkunarröðum,
eru nauðsynlegar fyrir pökkun í sumum frumum en eru með enga
merkjanlega virkni í öðrum tilvikum. Auk þessara raða eru pökk-
unarmerkisraðir staðsettar 3’ við SD. Virkni þeirra mældist mismik-
il í frumutegundunum tveimur.
V 168 Erfðir háþrýstings á meðgöngu. Framhaldsrannsókn
á íslenskum sjúklingum
Valgerður Steinþórsdóttir1. Sigrún Hjartardóttir2, Reynir T. Geirsson2, Guð-
rún M. Jónsdóttir1, Jeffrey Gulcherl, Kári Stefánsson1
Uslensk erfðagreining, 2kvennadeild Landspítala háskólasjúkrahúss
vstein@decode.is
Tilgangur: Meðgönguháþrýstingur einkennist af hækkun blóðþrýst-
110 LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88