Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Blaðsíða 110

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Blaðsíða 110
I ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ standa þeir þá eftir óvarðir líkt og tvíþátta DNA brot. Fruman reyn- ir að gera við opna enda sem leiðir oft til endasamruna litninga og þar með myndunar hringlaga litninga og litninga með tvö eða fleiri þráðhöft. Þegar slík fruma fer í skiptingu brotna litningarnir upp og ólíkum brotum er skeytt saman sem ýtir undir myndun flókinna litn- ingagalla. Markmið rannsóknarinnar er að kanna tengsl endaeyð- ingar litninga við aukinn litningaóstöðugleika í brjóstaæxlum; meta endasamruna litninga með tilliti til endaeyðingar og aukins litninga- óstöðugleika; og kanna hugsanleg áhrif stökkbreytinga í p53 og BRCA2 á endaeyðingu litninga og aukinn litningaóstöðugleika. Efniviður og aðferðir: Alls voru 82 brjóstaæxli valin til rannsókn- arinnar sem öll hafa litningagalla greinda með G-böndun. Endaeyð- ing litninga var greind með slot-blot aðferð og miðaðist við meira en 50% eyðingu. Endasamruni litninga var greindur. p53 stökk- breytigreining var gerð á táknröðum 5-8 með CDGE aðferð og rað- greiningu og greint fyrir 999del5 BRCA2 kímlínubreytingunni. Niðurstöður og ályktanir: Nánast helmingur æxlanna sýndi enda- eyðingu samanborið við staðla og tvö æxli sýndu mögnun á litninga- endum. Aðeins lítill hluti aðlægs brjóstavefs sýndi endaeyðingu litn- inga. Endasamruni litninga greindist í um 30% brjóstaæxlanna og í sumum tilfellum mátti greina anafasabrýr milli kjarna í lok frumu- skiptingar. Bijóstaæxli með p53 stökkbreytingu tengjast auknum litn- ingafjölda, ásamt endaeyðingu litninga og endasamruna. BRCA2 breytingar tengjast hins vegar litningayfirfærslum en ekki auknum litningafjölda og endaeyðingu. V 166 Áhrif fjölbreytni í viðgerðargenum á sýnd BRCA2 breytinga Valgeröur Birgisdóttir1. Katrín Guðmundsdóttirl, Guðríður H. Ólafsdótt- ir2, Laufey TryggvadóttirL Jórunn E. Eyfjörði-3 1 Rannsóknarstofa Krabbameinsfélags íslands í sameinda- og frumulíffræði og 2Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands, 3læknadeild HÍ vaigerdurb@krabb.is Inngangur: Rannsóknir hafa sýnt að arfberar BRCA2 breytinga eru í aukinni áhættu að fá brjóstakrabbamein. Áhættan virðist hins vegar vera mismikil sem bendir til þess að ákveðnir erfða-/ og eða umhverfisþættir hafi áhrif á sýnd BRCA2 breytinga. Hvaða þættir þetta eru er ekki ljóst en markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvort fjölbreytni (polymorphism) í viðgerðargenunum XRCCl, XPD og RAD51 hafi áhrif á sýnd BRCA2 breytinga. XRCCl genið skráir fyrir próteini sem tekur þátt í basa skerði- viðgerðarferlinu (BER). Þekktur er amínósýrubreytileiki Arg-Gln í tákna 399 og hefur 399Gln arfgerðin verið tengd við ýmis krabba- mein. XPD er helikasi í kirna skerðiviðgerðarferlinu (NER). Þekkt- ur er amínósýrubreytileiki Lys-Gln í tákna 751 og hefur 751Lys arf- gerðin verið tengd við brjóstakrabbamein. Sýnt hefur verið fram á að BRCA2 binst RAD51 sem er vel varðveittur og mikilvægur þátt- ur í homologous endurröðun og í viðgerð á tvíþátta rofi. Þekktur er breytileiki á 5’enda óþýdds svæðis RAD51 gens á seti 135 G->C sem hefur verið tengdur myndun brjóstakrabbameins. Efniviður og uðfcrðir: Arfgerðir voru skoðaðar í 87 kvenkynsvið- miðum og í 264 kvenkyns brjóstakrabbameinssjúklingum sem skipt var niður í hópa eftir því hvort þeir voru arfberar 999del5 stökk- breytingar í BRCA2 (n=55) eða ekki (n=210). Arfgerðargreining var gerð með PCR, klippingu með skerðiensímum og rafdrætti. Niðurstööur: Enginn marktækur munur fékkst á tíðni áhættuarf- gerða XPD, XRCCl or RAD51 milli hópa brjóstakrabbameinssjúk- linga með þekkt BRCA2 ástand og viðmiðunarhóps. Ályktanir: Þessar fyrstu niðurstöður benda til þess að viðgerðar- genin XPD, XRCCl og RAD51 hafi ekki áhrif á sýnd 999del5 stökk- breytingarinnar í BRCA2. Rannsóknin er enn í gangi og unnið er að því að stækka hópana. V 167 Pökkunarmerki mæði-visnuveiru er tvíþætt og hlutar þess mismikilvægir eftir frumutegund Helga Bjarnadóttiri.2, Bjarki Guðmundsson1, Janus Freyr Guðnason1, Jón Jóhannes Jónsson1-2 iLífetna- og sameindalíffræðistofa læknadeilar HÍ, 2erfða- og sameindalæknis- fræðideild Landspítala háskólasjúkrahúss hbjarna@rhi.hi.is Inngangur: Pökkunarmerki víxlveira eru stöðugir RNA strúktúrar sem eru almennt staðsettir á 5’ enda erfðamengis á milli aðalsplæs- gjafa (SD) og upphafstákna Gag. Þetta svæði er splæst út við umrit- un mRNA sameinda og ætti því að tryggja að einungis RNA erfða- efni veirunnar sé pakkað í veiruagnir. Pökkunarraðir í lentiveirum eru ekki vel skilgreindar að undanskildum röðum í HIV. Markmið verkefnisins er að skilgreina þessar raðir hjá mæði-visnu lentiveir- unni (MVV). Efniviður og aðferðir: Þrjár mismunandi úrfellingar voru gerðar á MVV klóni LV1-1KS2. Úrfelling A190-290 fjarlægði 100 bp svæði 5’ við SD (305) en þetta svæði hafði 51% samsvörun við consensus pökkunarröð HIV auk þess að mynda svipaða RNA strúktúra sam- kvæmt tölvugreiningu. Úrfelling A312-480 fjarlægði 168 bp svæði 3’ við SD þar sem pökkunarvirkni liggur almennt í víxlveirum. Úr- felling DM fjarlægði bæði svæðin. Úrfellingaafbrigðin voru innleidd ásamt villigerð MVV í manna 293T frumur og kinda FOS frumur. Erfðaefni úrfellingaafbrigða, villigerðar og vif mRNA var magn- greint með rauntíma RT-PCR. Niðurstöður og umræða: Pökkunarvirkni A190-290 úrfellingarinnar í 293T var nær engin eða um 1% af villigerð. Pökkunarvirkni þessa afbrigðis var hins vegar eðlileg í FOS (119%). Úrfelling A312-480 hafði lítil áhrif á pökkunarvirkni í 293T (60%) miðað við einungis 9% pökkunarvirkni í FOS. Til staðfestingar sýndum við fram á að pökkunarvirkni vif mRNA (sem er með svæði 312-480 splæst út) var 65% í 293T en 4% í FOS. Pökkunarvirkni DM úrfellingarinnar var engin í 293T en aftur á móti um 20% í FOS. Raðir staðsettar 5’ við SD, sem samsvara HIV pökkunarröðum, eru nauðsynlegar fyrir pökkun í sumum frumum en eru með enga merkjanlega virkni í öðrum tilvikum. Auk þessara raða eru pökk- unarmerkisraðir staðsettar 3’ við SD. Virkni þeirra mældist mismik- il í frumutegundunum tveimur. V 168 Erfðir háþrýstings á meðgöngu. Framhaldsrannsókn á íslenskum sjúklingum Valgerður Steinþórsdóttir1. Sigrún Hjartardóttir2, Reynir T. Geirsson2, Guð- rún M. Jónsdóttir1, Jeffrey Gulcherl, Kári Stefánsson1 Uslensk erfðagreining, 2kvennadeild Landspítala háskólasjúkrahúss vstein@decode.is Tilgangur: Meðgönguháþrýstingur einkennist af hækkun blóðþrýst- 110 LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.