Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Síða 3

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Síða 3
Formáli formanns ritnefndar Þegar undirritaður tók við formennsku í Tauga- læknafélagi íslands árið 2001 lá fyrir að eftir níu ár ætti félagið stórafmæli sem viðeigandi væri að minnast veglega, til að mynda með skráningu sögu félagsins. Áður en hægt væri að huga að því verkefni þurfti þó strax að bretta upp ermar þar eð fráfarandi stjórn hafði lofað að halda 33. þing norrænna taugalækna (Scandinavian Neurology Congress) á vormánuðum 2002. Þegar vinnu við þingið lauk gafst loks tími til að huga betur að ritun sögu félagsins. Þar reyndist ekki um auðugan garð að gresja því fáar fundargerðir voru til og lítið skipulag á gögnum félagsins. Taugalæknafélag Islands var stofnað af tveimur eldhugum, þeim Kjartani R. Guðmundssyni og Gunnari Guðmundssyni, en með stofnun félagsins höfðu þeir í huga velferð íslenskra taugasjúklinga, m.a. með því að undirbúa opnun taugalækningadeildar. Undirritaður hafði heyrt ýmsar munnmælasögur um starfsemina á taugalækningadeildinni. Af þeim sökum vaknaði áhugi á því að kanna betur sögu félagsins og ekki síður þróun taugalækninga á íslandi. Þegar þessi hugmynd var borin fram á félagsfundum reyndist áhugi félagsmanna mikill og var ákveðið að hefjast handa. Fundarmönnum þótti rétt að fá utanaðkomandi aðila til verksins, sem ekki hefði komið við sögu félagsins, en með því móti myndi e.t.v. fást trúverðugri mynd af félaginu. Ákveðið var að ráða sagnfræðinginn Erlu Dóris Halldórsdóttur til verksins. Margt hefur gerst í sögu taugalækninga á íslandi og flest af því sem þykir sjálfsagt í dag var fjarlægur draumur forvera okkar. Þegar menn fara utan til náms kynnast þeir viðfangsefnum sínum á nýjan hátt og flytja þekkinguna með sér til íslands. Skilningur stjórnenda á nauðsynlegum breytingum til að bæta þjónustu getur verið takmarkaður og °ft eru einu rökin þau að svona hafi þetta alltaf verið og því ástæðulaust að breyta nokkru. Inn í þessa umræðu spilar svo að sjálfsögðu baráttan um völd og kapphlaupið um aðstöðu. Segja má að lítið hafi breyst í þeim efnum, en margt hefur áunnist. Þegar Kjartan og Gunnar stofnuðu félagið var myndgreiningu á miðtaugakerfinu vart til að dreifa. Einföld heilarit höfðu verið gerð á stofu Kjartans og á Kleppsspítala, en engar aðrar taugarannsóknir voru gerðar. Þá fór ekki fram nein endurhæfing sjúklinga með taugasjúkdóma. Hefði eldmóðs þessara frumkvöðla ekki notið við byggju sjúklingar við lakari þjónustu í dag. I upphafi var öllum með sérfræðingsviður- kenningu í taugalækningum á íslandi boðin inn- ganga í Taugalæknafélagið og þeim sem störfuðu við taugasjúkdóma var boðið að vera aukafélagar. Árið 2006 var lögum félagsins breytt. Starfsemi sérgreinafélaga snýst ekki einungis um fræðin og hagsmuni viðkomandi sjúklingahóps, menn verða einnig að verja eigin hagsmuni. I stað þess að stofna nýtt félag innan Taugalæknafélags íslands, sem gæta skyldi hagsmuna félagsmanna í rekstri utan sjúkrahúsa, líkt og önnur sérgreinafélög höfðu gert, voru samin ný lög fyrir félagið þar sem tekið var tillit til beggja þátta. Var þetta gert þar sem félagsmenn voru fáir og einnig til að tryggja einingu innan félagsins. Eftir lagabreytinguna urðu félagar og aukafélagar að sækja um aðild að félaginu. Þegar Ólöf Bjarnadóttir tók við formennsku árið 2007 komst meiri festa á starfsemina. Haldnir voru stjórnarfundir milli félagsfunda þar sem teknar voru sameiginlegar ákvarðanir um rekstur félagsins og skipulagsmál. Öllum meiriháttar ákvörðunum var vísað til félagsfunda. Ritun fundargerða varð markvissari og var ákveðið að bjóða unglæknum sem hyggja á nám í taugalækningum að gerast aukafélagar, en með því móti geta þeir betur fylgst með því sem fram fer í félaginu. Taugalæknafélag fslands hefur í heiðri ekki aðeins fagleg sjónarmið heldur lætur sig varða öll þau mál sem snerta skjólstæðinga þess. Má nefna baráttuna fyrir því að fá viðeigandi meðferð samþykkta auk þess að hafa skoðun á þeim lögum og reglum sem varða skjólstæðinga okkar. Mikilvægt er að hafa í huga að taugalækningadeild Landspítala varð til fyrir atbeina Taugalæknafélags íslands en ekki öfugt. Félagið er sjálfstætt og óháð og setur hagsmuni félagsmanna og skjólstæðinga sinna í öndvegi. Með öflugu og skipulögðu starfi LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.